Tölvuleikjabíll verður að veruleika Finnur Thorlacius skrifar 30. maí 2014 15:10 Volkswagen GTI Vision Gran Turismo Jalopnik Einn af þeim bílum sem aðeins eru til sem bílar í tölvuleiknum Gran Turismo 6 er þessi Volkswagen GTI Vision Gran Turismo, en hann hefur aldrei verið framleiddur af Volkswagen, fyrr en nú. Þetta eina eintak bílsins var sérstaklega smíðað fyrir bílasýninguna Wörthersee Festival í Austurríki sem hófst í fyrradag. Þarna fer ansi verklegur bíll með 503 hestafla VR6 vél undir húddinu og hefur hann vakið mikla athygli fyrir fegurð sína. Allt þetta afl bílsins kemur frá 3,0 lítra bensínvél með tveimur forþjöppum og 7 gíra PDK sjálfskipting sér til þess að koma aflinu til allra hjólanna. Volkswagen segir að engar líkur séu til þess að þessi bíll fari í framleiðslu, þrátt fyrir hversu vel hann líkar, en margir hafa beint þeim orðum að Volkswagen að rétt sé að smíða þennan bíl fyrir almenning. Þeir hinir sömu verða því áfram að njóta hans í tölvubílaleiknum góða og láta þar við sitja. Enginn smá vindkljúfur að aftan. Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent
Einn af þeim bílum sem aðeins eru til sem bílar í tölvuleiknum Gran Turismo 6 er þessi Volkswagen GTI Vision Gran Turismo, en hann hefur aldrei verið framleiddur af Volkswagen, fyrr en nú. Þetta eina eintak bílsins var sérstaklega smíðað fyrir bílasýninguna Wörthersee Festival í Austurríki sem hófst í fyrradag. Þarna fer ansi verklegur bíll með 503 hestafla VR6 vél undir húddinu og hefur hann vakið mikla athygli fyrir fegurð sína. Allt þetta afl bílsins kemur frá 3,0 lítra bensínvél með tveimur forþjöppum og 7 gíra PDK sjálfskipting sér til þess að koma aflinu til allra hjólanna. Volkswagen segir að engar líkur séu til þess að þessi bíll fari í framleiðslu, þrátt fyrir hversu vel hann líkar, en margir hafa beint þeim orðum að Volkswagen að rétt sé að smíða þennan bíl fyrir almenning. Þeir hinir sömu verða því áfram að njóta hans í tölvubílaleiknum góða og láta þar við sitja. Enginn smá vindkljúfur að aftan.
Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent