Segir útboð í HB Granda „grafalvarlegt“ og „óvandaða viðskiptahætti“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 30. maí 2014 19:04 Forstjóri Kauphallar Íslands segir það grafalvarlegt að send hafi verið inn fölsk kauptilboð í hlutabréf HB Granda í hlutafjárútboði félagsins en ekki var staðið við tilboð sem námu 5,7 prósentum af heildarhlutafé. Viðskiptavinur Arion banka hefur kvartað til Fjármálaeftirlitsins og telur þetta markaðsmisnotkun. Tilboð í 5,7 prósent heildarhlutfjár í HB Granda í hlutabréfaútboði félagsins á dögunum skiluðu sér aldrei, þ.e, viðskiptavinir sem skiluðu þessum tilboðum voru aldrei rukkaðir um tilboðsfjárhæðina. Aðrir viðskiptavinir greiddu fyrir sín tilboð og þurftu síðan að sæta lækkun bréfanna en margir telja að skráning bréfanna í HB Granda á genginu 27,7 hafi verið of há. Kvörtunin var send Fjármálaeftirlitinu í síðustu viku en sá sem sendi hana er óánægður viðskiptavinur Arion banka sem telur vinnubrögð bankans í málinu óforsvaranleg því allir verði að sitja við sama borð á fjármálamarkaði óháð tegund og stærð. Til þess að útskýra málið í hnotskurn skulum við teikna upp tvær atburðarrásir (sjá myndskeið með frétt).Málið í hnotskurn Fjárfestir A er almennur viðskiptavinur Arion banka sem sendir inn kauptilboð fyrir 1 milljón króna að nafnverði í hlutabréf HB Granda á genginu 27 og greiðir hann 27 milljónir króna fyrir bréfin. Fjárfestir B er sterkefnaður og sendir inn tilboð í gegnum einkahlutafélag sitt fyrir 20-falda þá fjárhæð. Fjárfestir A er bundinn við borga fyrir bréf enda eru tilboð skuldbindandi. Fjáfestir B sleppur. Þarf ekki að greiða fyrir sín bréf og bankinn, viðsemjandi hans, telur ekki ástæðu til að aðhafast.Þú hefur látið hafa eftir þér að þetta hafi verið „óheppilegt“ að menn hafi ekki staðið við tilboð í útboði HB Granda, en er þetta ekki bara fyrst og fremst ólöglegt? „Þetta er grafalvarlegt að mínu mati og að lágmarki er hægt að segja að þetta eru afskaplega slæmir viðskiptahættir og mér finnst reyndar full ástæða til þess að skoða að einhver lög hafi verið brotin. Í þessu tilviki finnst mér rétt að athuga að verðbréfaviðskiptalögin hafi verið brotin,“ segir Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar. Eru vísbendingar um að þetta sé markaðsmisnotkun af því það kemur skýrt fram í lögum um verðbréfaviðskipti að undir markaðsmisnotkun falli að senda fölsk verðtilboð til að hafa áhrif á verðmyndun? „Ja, það er auðvitað erfitt um það að segja á þessu stigi án þess að það fari fram nánari rannsókn á því, en eins og ég segi þá held ég að það sé fullt tilefni til þess að fara mjög ofan í saumana á því.“ Segir menn geta gengið frá tilboðum án allrar ábyrgðarHalldór Bjarkar Lúðvígsson framkvæmdastjóri fjárfestingarbankasviðs Arion banka./ÞÞFramkvæmdastjóri fjárfestingarbankasviðs Arion banka segir þá framkvæmd hafa þekkst í bankanum um langa hríð að ganga ekki á eftir þeim sem gera tilboð í hlutabréf ef þeir falla frá áskriftum. Í 117. gr. laga um verðbréfaviðskipti kemur fram að það falli undir markaðsmisnotkun að „eiga viðskipti eða gera tilboð sem byggð eru á tilbúningi.“ Í því tilviki sem hér um ræðir var augljóslega engin alvara að baki tilboði nema hlutabréfin í HB Granda hefðu hækkað. Þau lækkuðu og sá sem gerði tilboðið sagði, ég ætla ekki að borga. Arion banki ákvað að aðhafast ekkert og lagði þar með blessun sína á háttsemina. Halldór Bjarkar Lúðvígsson sem stýrir fjárfestingarbankasviði Arion banka segir það hafa tíðkast hjá bankanum að ganga ekki á eftir þeim sem falla frá áskriftum í hlutafjárútboðum. „Í fyrsta lagi hefur þetta verið venjan á markaði. Öll þau útboð sem ég þekki til í það minnsta þá hefur ekki verið gengið á eftir þeim sem ekki greiddu fyrir áskriftir sínar. Í öðru lagi vil ég taka það fram að við vorum að horfa til jafnræðis. Ef við gengjum á eftir einum tilboðsgjafa þá fannst okkur við þurfa að ganga á eftir þeim öllum. Í þriðja lagi, sem var stór þáttur, þá hafði þetta ekki áhrif á útboðsgengi (HB Granda) þannig að jafnvel þótt þessir aðilar greiddu ekki þá breytti það ekki endanlegu útboðsgengi félagsins. Í fjórða lagi, þá eru ákveðin flækjustig við innheimtuaðgerðir. Þá gæti komið upp sú staða að endanlegur hluthafalisti liggur ekki fyrir þegar félag fer á markað, sem er óheppilegt,“ segir Halldór Bjarkar. Ólík staða tilboðsgjafa Þau rök sem Halldór nefnir hér um jafnræði eiga takmarkað við. Staðreyndin er sú að þeir tilboðsgjafar sem skráðu sig fyrir tilboðum í hlutabréf HB Granda fengu kröfu, greiðsluseðil, vegna tilboðanna. Í þessum tilvikum var ekki um að ræða einkahlutafélag með takmarkaðri ábyrgð hluthafa þar sem menn gátu skilið kröfuna eftir í félaginu. Í þessum skilningi eiga jafnræðisrökin í raun ekki við, þar sem ekki er til að dreifa sambærilegri stöðu tilboðsgjafa. Í öðru tilvikinu er um að ræða einstakling en í hinu einkahlutafélag með takmarkaðri ábyrgð. Þessi staðreynd, þessi ólíka staða viðskiptavina bankanna í hlutabréfaútboðum af þessu tagi, kristallar vel þá ólíku meðferð sem fjármagnseigendur og almennir viðskiptavinir bankanna fá. Því meira sem þú átt af peningum því sterkari stöðu ertu í að fá bankann til að lána þér fyrir hlutabréfakaupum í einkahlutafélagi þar sem framlag eigin fjár er takmarkað. Þetta þýðir í hnotskurn að hver sem er gæti skráð sig fyrir hámarki í samræmi við útboðslýsingu, hætt við og gengið frá því án allrar ábyrgðar? „Eins og framkvæmdin hefur verið á markaði þar sem menn eru ekki að innheimta skráningar, þá má segja það, já,“ segir Halldór Bjarkar. Finnst þér að Arion banki ætti að taka vinnubrögð sín til endurskoðunar og gera tilboðsgjöfum grein fyrir því að það fylgi því rík ábyrgð að senda inn tilboð? „Það kemur fram í útboðslýsingu. Það er mikilvægt að halda því fram að þessi vinnubrögð voru í samræmi við hana, en auðvitað þarf að fara yfir það sem var gert og hvað megi betur fara, hvort breyta eigi vinnubrögðum.“ Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Forstjóri Kauphallar Íslands segir það grafalvarlegt að send hafi verið inn fölsk kauptilboð í hlutabréf HB Granda í hlutafjárútboði félagsins en ekki var staðið við tilboð sem námu 5,7 prósentum af heildarhlutafé. Viðskiptavinur Arion banka hefur kvartað til Fjármálaeftirlitsins og telur þetta markaðsmisnotkun. Tilboð í 5,7 prósent heildarhlutfjár í HB Granda í hlutabréfaútboði félagsins á dögunum skiluðu sér aldrei, þ.e, viðskiptavinir sem skiluðu þessum tilboðum voru aldrei rukkaðir um tilboðsfjárhæðina. Aðrir viðskiptavinir greiddu fyrir sín tilboð og þurftu síðan að sæta lækkun bréfanna en margir telja að skráning bréfanna í HB Granda á genginu 27,7 hafi verið of há. Kvörtunin var send Fjármálaeftirlitinu í síðustu viku en sá sem sendi hana er óánægður viðskiptavinur Arion banka sem telur vinnubrögð bankans í málinu óforsvaranleg því allir verði að sitja við sama borð á fjármálamarkaði óháð tegund og stærð. Til þess að útskýra málið í hnotskurn skulum við teikna upp tvær atburðarrásir (sjá myndskeið með frétt).Málið í hnotskurn Fjárfestir A er almennur viðskiptavinur Arion banka sem sendir inn kauptilboð fyrir 1 milljón króna að nafnverði í hlutabréf HB Granda á genginu 27 og greiðir hann 27 milljónir króna fyrir bréfin. Fjárfestir B er sterkefnaður og sendir inn tilboð í gegnum einkahlutafélag sitt fyrir 20-falda þá fjárhæð. Fjárfestir A er bundinn við borga fyrir bréf enda eru tilboð skuldbindandi. Fjáfestir B sleppur. Þarf ekki að greiða fyrir sín bréf og bankinn, viðsemjandi hans, telur ekki ástæðu til að aðhafast.Þú hefur látið hafa eftir þér að þetta hafi verið „óheppilegt“ að menn hafi ekki staðið við tilboð í útboði HB Granda, en er þetta ekki bara fyrst og fremst ólöglegt? „Þetta er grafalvarlegt að mínu mati og að lágmarki er hægt að segja að þetta eru afskaplega slæmir viðskiptahættir og mér finnst reyndar full ástæða til þess að skoða að einhver lög hafi verið brotin. Í þessu tilviki finnst mér rétt að athuga að verðbréfaviðskiptalögin hafi verið brotin,“ segir Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar. Eru vísbendingar um að þetta sé markaðsmisnotkun af því það kemur skýrt fram í lögum um verðbréfaviðskipti að undir markaðsmisnotkun falli að senda fölsk verðtilboð til að hafa áhrif á verðmyndun? „Ja, það er auðvitað erfitt um það að segja á þessu stigi án þess að það fari fram nánari rannsókn á því, en eins og ég segi þá held ég að það sé fullt tilefni til þess að fara mjög ofan í saumana á því.“ Segir menn geta gengið frá tilboðum án allrar ábyrgðarHalldór Bjarkar Lúðvígsson framkvæmdastjóri fjárfestingarbankasviðs Arion banka./ÞÞFramkvæmdastjóri fjárfestingarbankasviðs Arion banka segir þá framkvæmd hafa þekkst í bankanum um langa hríð að ganga ekki á eftir þeim sem gera tilboð í hlutabréf ef þeir falla frá áskriftum. Í 117. gr. laga um verðbréfaviðskipti kemur fram að það falli undir markaðsmisnotkun að „eiga viðskipti eða gera tilboð sem byggð eru á tilbúningi.“ Í því tilviki sem hér um ræðir var augljóslega engin alvara að baki tilboði nema hlutabréfin í HB Granda hefðu hækkað. Þau lækkuðu og sá sem gerði tilboðið sagði, ég ætla ekki að borga. Arion banki ákvað að aðhafast ekkert og lagði þar með blessun sína á háttsemina. Halldór Bjarkar Lúðvígsson sem stýrir fjárfestingarbankasviði Arion banka segir það hafa tíðkast hjá bankanum að ganga ekki á eftir þeim sem falla frá áskriftum í hlutafjárútboðum. „Í fyrsta lagi hefur þetta verið venjan á markaði. Öll þau útboð sem ég þekki til í það minnsta þá hefur ekki verið gengið á eftir þeim sem ekki greiddu fyrir áskriftir sínar. Í öðru lagi vil ég taka það fram að við vorum að horfa til jafnræðis. Ef við gengjum á eftir einum tilboðsgjafa þá fannst okkur við þurfa að ganga á eftir þeim öllum. Í þriðja lagi, sem var stór þáttur, þá hafði þetta ekki áhrif á útboðsgengi (HB Granda) þannig að jafnvel þótt þessir aðilar greiddu ekki þá breytti það ekki endanlegu útboðsgengi félagsins. Í fjórða lagi, þá eru ákveðin flækjustig við innheimtuaðgerðir. Þá gæti komið upp sú staða að endanlegur hluthafalisti liggur ekki fyrir þegar félag fer á markað, sem er óheppilegt,“ segir Halldór Bjarkar. Ólík staða tilboðsgjafa Þau rök sem Halldór nefnir hér um jafnræði eiga takmarkað við. Staðreyndin er sú að þeir tilboðsgjafar sem skráðu sig fyrir tilboðum í hlutabréf HB Granda fengu kröfu, greiðsluseðil, vegna tilboðanna. Í þessum tilvikum var ekki um að ræða einkahlutafélag með takmarkaðri ábyrgð hluthafa þar sem menn gátu skilið kröfuna eftir í félaginu. Í þessum skilningi eiga jafnræðisrökin í raun ekki við, þar sem ekki er til að dreifa sambærilegri stöðu tilboðsgjafa. Í öðru tilvikinu er um að ræða einstakling en í hinu einkahlutafélag með takmarkaðri ábyrgð. Þessi staðreynd, þessi ólíka staða viðskiptavina bankanna í hlutabréfaútboðum af þessu tagi, kristallar vel þá ólíku meðferð sem fjármagnseigendur og almennir viðskiptavinir bankanna fá. Því meira sem þú átt af peningum því sterkari stöðu ertu í að fá bankann til að lána þér fyrir hlutabréfakaupum í einkahlutafélagi þar sem framlag eigin fjár er takmarkað. Þetta þýðir í hnotskurn að hver sem er gæti skráð sig fyrir hámarki í samræmi við útboðslýsingu, hætt við og gengið frá því án allrar ábyrgðar? „Eins og framkvæmdin hefur verið á markaði þar sem menn eru ekki að innheimta skráningar, þá má segja það, já,“ segir Halldór Bjarkar. Finnst þér að Arion banki ætti að taka vinnubrögð sín til endurskoðunar og gera tilboðsgjöfum grein fyrir því að það fylgi því rík ábyrgð að senda inn tilboð? „Það kemur fram í útboðslýsingu. Það er mikilvægt að halda því fram að þessi vinnubrögð voru í samræmi við hana, en auðvitað þarf að fara yfir það sem var gert og hvað megi betur fara, hvort breyta eigi vinnubrögðum.“
Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira