Fékk skólastyrk fyrir námi í Los Angeles Adda Soffia Ingvarsdottir skrifar 17. desember 2014 14:00 Ragnheiður er staðráðin í að láta draumana rætast í Los Angeles. Mynd/ Mike Quain „Ég þurfti að fara í áheyrnarprufu til að sækja um skólastyrk og var einstaklega heppin og mér var boðinn skólastyrkur fyrir áframhaldandi námi,“ segir Ragnheiður Ragnarsdóttir sundkona, sem stundar nám í kvikmyndaleik við New York Film Academy í Los Angeles. Hún fluttist þangað í haust ásamt eiginmanni sínum Atla Bjarnasyni viðskiptafræðingi og syni þeirra Breka, sem er að verða tveggja ára. „Ég fékk fullt af skemmtilegum verkefnum á meðan ég var í skólanum í haust. Það er alltaf gaman að geta unnið smá með skólanum og komið sér einnig á framfæri þannig,“ segir Ragnheiður, en meðal verkefna sem hún tók að sér var leikur í nokkrum stuttmyndum. „Ég fór líka í nokkrar myndatökur, meðal annars hjá ljósmyndara sem heitir Mike Quain, en hann hefur myndað einhverjar stjörnur. Það var skemmtileg og öðruvísi myndataka, svolítið avant garde og ólíkt því sem ég hef gert áður,“ segir Ragnheiður. Fjölskyldan ætlar að koma heim yfir jólin, en svo heldur hún aftur út til Los Angeles eftir áramót. „Þótt það sé æðislegt að vera úti, þá hlakka ég mjög mikið til þess að koma heim og detta í smá rútínu og fara í Bláa lónið og alvöru rækt í Hreyfingu og hlaða batteríin fyrir næstu önn,“ segir Ragnheiður, en þau stefna að því að fara aftur út í janúar. „Námið er mjög skemmtilegt og mér gekk vel og fékk mjög góðar einkunnir og umsagnir, enda lagði ég mig líka alla fram við þetta,“ segir Ragnheiður og hlær. Hún segir það hafa gengið vel að aðlagast og þeim líði vel úti. „Breki elskar að vera þarna. Við hittum alltaf einhverja á róló sem voru tilbúnir að spjalla og koma á „playdate“ þannig að það var alltaf líf og fjör,“ segir hún. Auk þess að vera á fullu í náminu heldur Ragnheiður úti blogginu www.rasdiner.com þar sem hún deilir hollum og góðum uppskriftum og fróðleik um hreyfingu. „Ég hugsa vel um heilsuna og er oft beðin um uppskriftir og æfingaráð. Þetta heldur mér líka við efnið að borða hollt og hreyfa mig. Þannig líður mér betur og mig langar bara til að halda áfram að læra og vinna,“ segir Ragnheiður. Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira
„Ég þurfti að fara í áheyrnarprufu til að sækja um skólastyrk og var einstaklega heppin og mér var boðinn skólastyrkur fyrir áframhaldandi námi,“ segir Ragnheiður Ragnarsdóttir sundkona, sem stundar nám í kvikmyndaleik við New York Film Academy í Los Angeles. Hún fluttist þangað í haust ásamt eiginmanni sínum Atla Bjarnasyni viðskiptafræðingi og syni þeirra Breka, sem er að verða tveggja ára. „Ég fékk fullt af skemmtilegum verkefnum á meðan ég var í skólanum í haust. Það er alltaf gaman að geta unnið smá með skólanum og komið sér einnig á framfæri þannig,“ segir Ragnheiður, en meðal verkefna sem hún tók að sér var leikur í nokkrum stuttmyndum. „Ég fór líka í nokkrar myndatökur, meðal annars hjá ljósmyndara sem heitir Mike Quain, en hann hefur myndað einhverjar stjörnur. Það var skemmtileg og öðruvísi myndataka, svolítið avant garde og ólíkt því sem ég hef gert áður,“ segir Ragnheiður. Fjölskyldan ætlar að koma heim yfir jólin, en svo heldur hún aftur út til Los Angeles eftir áramót. „Þótt það sé æðislegt að vera úti, þá hlakka ég mjög mikið til þess að koma heim og detta í smá rútínu og fara í Bláa lónið og alvöru rækt í Hreyfingu og hlaða batteríin fyrir næstu önn,“ segir Ragnheiður, en þau stefna að því að fara aftur út í janúar. „Námið er mjög skemmtilegt og mér gekk vel og fékk mjög góðar einkunnir og umsagnir, enda lagði ég mig líka alla fram við þetta,“ segir Ragnheiður og hlær. Hún segir það hafa gengið vel að aðlagast og þeim líði vel úti. „Breki elskar að vera þarna. Við hittum alltaf einhverja á róló sem voru tilbúnir að spjalla og koma á „playdate“ þannig að það var alltaf líf og fjör,“ segir hún. Auk þess að vera á fullu í náminu heldur Ragnheiður úti blogginu www.rasdiner.com þar sem hún deilir hollum og góðum uppskriftum og fróðleik um hreyfingu. „Ég hugsa vel um heilsuna og er oft beðin um uppskriftir og æfingaráð. Þetta heldur mér líka við efnið að borða hollt og hreyfa mig. Þannig líður mér betur og mig langar bara til að halda áfram að læra og vinna,“ segir Ragnheiður.
Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira