Að elta síkvika gulrót Guðni Gunnarsson skrifar 27. júlí 2014 09:00 Mynd/getty Markmiðin geta hæglega hamlað, lamað og sent mann í djúpa fjarveru frá lífinu, þegar þau eru byggð á hvata en ekki tilgangi; þegar þau lúta lögmálum þegar-veikinnar. Markmið án tilgangs eru ávísun á tómleikatilfinninguna sem fylgir öllum verklokum– þegar öll orkan hefur farið í að klára tiltekið verkefni og því lýkur og ekkert hefur breyst. Leitin að næsta verkefni hefst strax: „Hvað á ég nú að hafa fyrir stafni?“Fjarvera mannkyns á sér fjölmargar vinsælar birtingarmyndir – þar má nefna matarneyslu, sjúkdóma, veikindi, drykkju, þráhyggju og frestun. En að þessu slepptu fer ein helsta fjarvera mannkyns fram í eltingarleiknum við markmiðin. Þar sjáum við "þegarveikina" í sinni fúlustu mynd – þar ræður ríkjum hin lokkandi gulrót.„Það er vandlifað,“ væri hægt að segja núna. En ég myndi auðvitað mótmæla strax og segja að það sé auðvelt að lifa, þegar maður bara vandar til verksins og er ábyrgur fyrir sínu lífi og aðeins sínu. Það er auðvelt að lifa þegar maður vandar sig við að lifa. Og þegar ég segi lifa þá meina ég auðvitað í fullri birtingu sjálfs sín – ekki skrimta eða þrauka með dimmi á ljósinu. Við erum að tala um markmið sem drauma með tímamörkum. Og það er algerlega gott og blessað að setja sér markmið með tilgangi, ekki síst þegar tilgangurinn er göfugur og liggur nærri söng hjarta þíns. Það er skýr munur á hvöt og innblæstri: Hvöt er alltaf byggð á ótta og hún er alltaf tengd niðurstöðu eða áfangastað. Hún er alltaf viðleitni til að komast frá sársauka fortíðarinnar, viðnámi gegn núinu eða í átt að tálmynd ánægju í framtíðinni. Að láta hvötina stjórna sér er að vera stöðugt fjarverandi. Innblástur myndast hins vegar af því að vera skapandi í núinu; að njóta sín og þess sem fengist er við á hverju andartaki.. William Shakespeare skildi þetta til fulls þegar hann meitlaði eina frægustu setningu bók- menntanna, fyrr og síðar:Að vera, eða ekki vera, þarna er efinn.Kærleikur,Guðni Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið
Markmiðin geta hæglega hamlað, lamað og sent mann í djúpa fjarveru frá lífinu, þegar þau eru byggð á hvata en ekki tilgangi; þegar þau lúta lögmálum þegar-veikinnar. Markmið án tilgangs eru ávísun á tómleikatilfinninguna sem fylgir öllum verklokum– þegar öll orkan hefur farið í að klára tiltekið verkefni og því lýkur og ekkert hefur breyst. Leitin að næsta verkefni hefst strax: „Hvað á ég nú að hafa fyrir stafni?“Fjarvera mannkyns á sér fjölmargar vinsælar birtingarmyndir – þar má nefna matarneyslu, sjúkdóma, veikindi, drykkju, þráhyggju og frestun. En að þessu slepptu fer ein helsta fjarvera mannkyns fram í eltingarleiknum við markmiðin. Þar sjáum við "þegarveikina" í sinni fúlustu mynd – þar ræður ríkjum hin lokkandi gulrót.„Það er vandlifað,“ væri hægt að segja núna. En ég myndi auðvitað mótmæla strax og segja að það sé auðvelt að lifa, þegar maður bara vandar til verksins og er ábyrgur fyrir sínu lífi og aðeins sínu. Það er auðvelt að lifa þegar maður vandar sig við að lifa. Og þegar ég segi lifa þá meina ég auðvitað í fullri birtingu sjálfs sín – ekki skrimta eða þrauka með dimmi á ljósinu. Við erum að tala um markmið sem drauma með tímamörkum. Og það er algerlega gott og blessað að setja sér markmið með tilgangi, ekki síst þegar tilgangurinn er göfugur og liggur nærri söng hjarta þíns. Það er skýr munur á hvöt og innblæstri: Hvöt er alltaf byggð á ótta og hún er alltaf tengd niðurstöðu eða áfangastað. Hún er alltaf viðleitni til að komast frá sársauka fortíðarinnar, viðnámi gegn núinu eða í átt að tálmynd ánægju í framtíðinni. Að láta hvötina stjórna sér er að vera stöðugt fjarverandi. Innblástur myndast hins vegar af því að vera skapandi í núinu; að njóta sín og þess sem fengist er við á hverju andartaki.. William Shakespeare skildi þetta til fulls þegar hann meitlaði eina frægustu setningu bók- menntanna, fyrr og síðar:Að vera, eða ekki vera, þarna er efinn.Kærleikur,Guðni
Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög