Audi Allroad Shooting Brake eyðir 1,9 lítra Finnur Thorlacius skrifar 13. janúar 2014 09:47 Audi Allroad Shooting Brake Autoblog Audi ætlar að sýna gestum bílasýningarinnar í Detroit, sem hefst í þessari viku, inní framtíðina með afar tæknivæddum bíl. Hann hefur fengið nafnið Audi Allroad Shooting Brake og er á margan hátt sérstæður. Fyrir það fyrsta eyðir hann bara 1,9 lítra á hverja 100 kílómetra þó hann sé alger spyrnukerra sem kemst á hundrað kílómetra hraða á 4,6 sekúndum. Hann getur farið fyrstu 50 kílómetrana á rafmagni og rafmótorar bílsins eru mjög öflugir, 300 kW og fá orku frá 8,8 kWh lithium-ion rafhlöðum. Rafmótor er við hvert hjól bílsins, en með 2,0 lítra brunavél er afl bílsins 408 hestöfl og togið 650 Nm. Hann er frekar léttur miðað við stærð, eða 1.600 kíló enda talsvert ál og koltrefjar í bílnum. Innanrými Audi Allroad Shooting Brake er æði framúrstefnulegt og mælaborðið minnir meira á flugvél en bíl. Audi segir að í þessum bíl geti fólk séð inní framtíðarsmíð Audi og hvers sé að vænta frá fyrirtækinu.Ekki síður fallegur frá hliðInnanrýmið Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent
Audi ætlar að sýna gestum bílasýningarinnar í Detroit, sem hefst í þessari viku, inní framtíðina með afar tæknivæddum bíl. Hann hefur fengið nafnið Audi Allroad Shooting Brake og er á margan hátt sérstæður. Fyrir það fyrsta eyðir hann bara 1,9 lítra á hverja 100 kílómetra þó hann sé alger spyrnukerra sem kemst á hundrað kílómetra hraða á 4,6 sekúndum. Hann getur farið fyrstu 50 kílómetrana á rafmagni og rafmótorar bílsins eru mjög öflugir, 300 kW og fá orku frá 8,8 kWh lithium-ion rafhlöðum. Rafmótor er við hvert hjól bílsins, en með 2,0 lítra brunavél er afl bílsins 408 hestöfl og togið 650 Nm. Hann er frekar léttur miðað við stærð, eða 1.600 kíló enda talsvert ál og koltrefjar í bílnum. Innanrými Audi Allroad Shooting Brake er æði framúrstefnulegt og mælaborðið minnir meira á flugvél en bíl. Audi segir að í þessum bíl geti fólk séð inní framtíðarsmíð Audi og hvers sé að vænta frá fyrirtækinu.Ekki síður fallegur frá hliðInnanrýmið
Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent