Víða er gott að vera Silja Dögg Gunnarsdóttir skrifar 3. október 2014 07:00 Færsla opinberra starfa til landsbyggðarinnar er liður í að sporna við núverandi byggðaþróun. En á undanförnum árum hefur opinberum störfum fjölgað á höfuðborgarsvæðinu en fækkað á landsbyggðinni. Það er ekki hagkvæmt fyrir þjóðarbúið að of stór hluti þjóðarinnar búi á sama horninu, því til að nýta öll landsins gæði, til sjávar og sveita, verður fólk að búa sem víðast. Stórauknu fiskeldi í Arnarfirði verður til dæmis ekki sinnt frá Reykjavík.Hluti starfa flyst norður Starfsemi Fiskistofu er nú á sjö stöðum vítt og breytt um landið og starfa 74 hjá stofnuninni. Sjávarútvegsráðherra hefur kynnt áform um að flytja höfuðstöðvar Fiskistofu til Akureyrar en þau eru í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Þá munu 25-30 störf flytjast norður.Sterkari stofnun Breytingar eru oft sársaukafullar en engu að síður geta þær verið hagkvæmar til lengri tíma litið. Flutningur höfuðstöðva Fiskistofu til Akureyrar er gott dæmi um hagkvæma aðgerð. Rekstrarkostnaður er t.a.m. minni á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu, og munar þar mest um húsnæðiskostnað. Einnig er starfsmannavelta mun minni á landsbyggðinni. Það kostar mikla fjármuni að þjálfa nýjan starfsmann og því mun aukinn stöðugleiki í starfsmannahaldi styrkja stofnunina.Styður við mannauðinn Til skemmri tíma litið má gera ráð fyrir því að faglegur grunnur stofnunarinnar veikist. En það er ekki ástæða til að ætla annað en að fagþekking byggist upp á ný þar sem að eyfirska vinnusóknarsvæðið hefur upp á þá fagþekkingu að bjóða sem Fiskistofa þarfnast. Háskólinn á Akureyri er leiðandi á sviði sjávarútvegsfræða auk þess sem skólinn býður upp á nám á öðrum fagsviðum sem Fiskistofa sækir mannauð í. Á Akureyri er einnig starfrækt Sjávarútvegsmiðstöð sem leggur stund á rannsóknir tengdar sjávarútvegi. Því má segja að fræðaumhverfið á Akureyri muni styðja verulega við mannauð stofnunarinnar.Nokkur skref Áætlað er að flutningur Fiskistofu muni taka nokkurn tíma og þann tíma þarf að nota vel til að vinna að yfirfærslu þekkingar. Gert er ráð fyrir að höfuðstöðvar Fiskistofu verði komnar til Akureyrar fyrir 1. júlí 2015. Vandað verður til verka og reynt að koma til móts við starfsmenn eins og kostur er til að halda þeim mannauði sem skapast hefur innan stofnunarinnar. Gert er ráð fyrir að flutningi ljúki að öllu leyti fyrir 1. janúar 2017. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silja Dögg Gunnarsdóttir Mest lesið Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Sjá meira
Færsla opinberra starfa til landsbyggðarinnar er liður í að sporna við núverandi byggðaþróun. En á undanförnum árum hefur opinberum störfum fjölgað á höfuðborgarsvæðinu en fækkað á landsbyggðinni. Það er ekki hagkvæmt fyrir þjóðarbúið að of stór hluti þjóðarinnar búi á sama horninu, því til að nýta öll landsins gæði, til sjávar og sveita, verður fólk að búa sem víðast. Stórauknu fiskeldi í Arnarfirði verður til dæmis ekki sinnt frá Reykjavík.Hluti starfa flyst norður Starfsemi Fiskistofu er nú á sjö stöðum vítt og breytt um landið og starfa 74 hjá stofnuninni. Sjávarútvegsráðherra hefur kynnt áform um að flytja höfuðstöðvar Fiskistofu til Akureyrar en þau eru í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Þá munu 25-30 störf flytjast norður.Sterkari stofnun Breytingar eru oft sársaukafullar en engu að síður geta þær verið hagkvæmar til lengri tíma litið. Flutningur höfuðstöðva Fiskistofu til Akureyrar er gott dæmi um hagkvæma aðgerð. Rekstrarkostnaður er t.a.m. minni á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu, og munar þar mest um húsnæðiskostnað. Einnig er starfsmannavelta mun minni á landsbyggðinni. Það kostar mikla fjármuni að þjálfa nýjan starfsmann og því mun aukinn stöðugleiki í starfsmannahaldi styrkja stofnunina.Styður við mannauðinn Til skemmri tíma litið má gera ráð fyrir því að faglegur grunnur stofnunarinnar veikist. En það er ekki ástæða til að ætla annað en að fagþekking byggist upp á ný þar sem að eyfirska vinnusóknarsvæðið hefur upp á þá fagþekkingu að bjóða sem Fiskistofa þarfnast. Háskólinn á Akureyri er leiðandi á sviði sjávarútvegsfræða auk þess sem skólinn býður upp á nám á öðrum fagsviðum sem Fiskistofa sækir mannauð í. Á Akureyri er einnig starfrækt Sjávarútvegsmiðstöð sem leggur stund á rannsóknir tengdar sjávarútvegi. Því má segja að fræðaumhverfið á Akureyri muni styðja verulega við mannauð stofnunarinnar.Nokkur skref Áætlað er að flutningur Fiskistofu muni taka nokkurn tíma og þann tíma þarf að nota vel til að vinna að yfirfærslu þekkingar. Gert er ráð fyrir að höfuðstöðvar Fiskistofu verði komnar til Akureyrar fyrir 1. júlí 2015. Vandað verður til verka og reynt að koma til móts við starfsmenn eins og kostur er til að halda þeim mannauði sem skapast hefur innan stofnunarinnar. Gert er ráð fyrir að flutningi ljúki að öllu leyti fyrir 1. janúar 2017.
Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun