Viðskipti innlent

Minni viðskipti með hlutabréf

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Velta á hlutabréfamarkaði dróst saman um 15 prósent.
Velta á hlutabréfamarkaði dróst saman um 15 prósent. fréttablaðið/Daníel
Hlutabréfavelta í Kauphöll Íslands dróst saman um 15 prósent í septembermánuði frá sama tíma í fyrra, segir í Morgunpósti IFS greininga.

Heildarveltan í september nam 786 milljónum á dag samanborið við 929 milljónir á sama tíma í fyrra.

Skuldabréfamarkaðurinn tók við sér í sama mánuði en heildarveltan nam 7,7 milljörðum á dag sem er um 15 prósent aukning frá sama tíma í fyrra og um 46% aukning frá fyrri mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×