Viðskipti innlent

Jákvæðni eykst í atvinnulífinu

Samúel Karl Ólason skrifar
Stjórnendur telja að fjárfesting muni aukast í ferðaþjónustu á árinu.
Stjórnendur telja að fjárfesting muni aukast í ferðaþjónustu á árinu. Vísir/Stefán
Mun fleiri af stjórnendum 400 stærstu fyrirtækjum Íslands telja aðstæður góðar í atvinnulífinu en að þær séu slæmar. Þetta kemur fram á vef Samtaka atvinnulífsins og þar segir að munurinn hafi aukist mikið frá síðustu könnun.

„Helmingur stjórnenda telur að aðstæður batni á næstu sex mánuðum og jafn stór hópur telur þær verða óbreyttar. Nægt framboð er af starfsfólki en helst skortir starfsmenn í byggingarstarfsemi. Stjórnendur gera ekki ráð fyrir fjölgun starfsmanna næstu sex mánuði þegar á heildina er litið,“ segir á vef SA.

Þá segir að fjárfestingar muni aukast á árinu og þá sérstaklega í flutningum og ferðaþjónustu. Næstu 12 og 24 mánuði vænta stjórnendur 3,0 prósenta verðbólgu, en þó vænta þeir eins prósents hækkunar á vörum og þjónustu eigin fyrirtækja næstu sex mánuði.

„Flestir stjórnendur búast við að gengi krónunnar verði stöðugt næstu 12 mánuði og að stýrivextir Seðlabankans verði óbreyttir. Þetta eru helstu niðurstöður könnunar á stöðu og framtíðarhorfum stærstu fyrirtækjanna, sem gerð var í september 2014 fyrir Samtök atvinnulífsins og Seðlabanka Íslands.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×