Ríkisstjórnin gegn fólkinu Svandís Svavarsdóttir skrifar 3. október 2014 13:24 Ríkisstjórnin er vandræðaleg,en líka til stórkostlegra vandræða, - beinlínis hættuleg. Dæmin rúmast ekki í stuttri blaðagrein en hér verður bent á tvennt.Landspítalinn Læknar flýja land og skurðlæknar ætla í verkfall! Ríkisstjórnin fæst ekki til að opna á byggingu nýs Landspítala. Því á að fresta um óráðinn tíma. Af hverju? Vegna lækkunar veiðigjalda og niðurfellingar á auðlegðarskatti? Vegna skuldaniðurfellinga sem ganga ekki síður til þeirra efnamiklu og neyslufreku en þeirra sem gætu þurft á þeim að halda en þeir sem minnst eiga og taka ekki einu sinni húsnæðislán liggja óbættir hjá garði? Eða á að láta þjóðina fyllast skelfingu yfir stöðunni á heilbrigðissviði og fara svo að viðra sölu á Landsvirkjun eða öðrum eignum okkar allra? Á að tefla fram hjúkrun og lækningum á einkasjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum fyrir þá efnameiri. Einu sinni áttum við Símann, öll í sameiningu en stjórnarflokkarnir seldu hann. Til hvers? Jú, til að byggja Landspítala! Hátæknisjúkrahús!Dómsmálin Og svo eru það dómsmálin. Sjálfstæðisflokkurinn hefur glutrað þeim niður og embætti sérstaks saksóknara er í hættu. Réttarkerfið er í hættu. Liggur fyrir faglegt mat á því að það sé óhætt að skera niður fjárveitingar til sérstaks saksóknara? Var ekki þjóðarsátt um að ganga úr skugga um lagalegt réttlæti og láta þá fjárglæframenn sem það eiga skilið sæta ábyrgð? Á að skilja klárinn eftir í miðri á? Aðförin að sérstökum saksóknara sem nú blasir við í fjárlagafrumvarpinu verður ekki liðin. Embætti hans þarf að fá að ljúka sínum verkum, annað er einfaldlega fráleitt.Fjármunir færðir af sanngirni Við í VG höfum lagt fram frumvarp á Alþingi um breyttan og bættan auðlegðarskatt næstu fimm ár í stað þess að leggja hann niður. Með því má byggja spítala okkar allra og leggja grunn að heilbrigðiskerfi sem þjóðin getur verið stolt af næstu áratugi. Betri fjárfestingu er varla hægt að hugsa sér. Og það þarf að taka til hendinni víðar. Veiðigjöldin þurfti að sníða betur til en ekki lækka, ferðamenn geta greitt komugjöld til að verja náttúruna skemmdum og ferðaþjónustan á að borga skatt af sínum virðisauka. Fjármunir teknir af sanngirni og færðir þangað sem þeirra er mest þörf með hagsmuni allra að leiðarljósi eru ekki dautt fé, heldur krónur sem færast úr einum vasa í annan rétt eins og aðrar krónur sem bera uppi atvinnulíf og viðskipti, þjónustu og menningu í nútímasamfélagi.Stendur lýðveldið undir nafni? Stefna ríkisstjórnarinnar er hægristefna, snýst um klíkustjórnmál og niðurrif í þágu einkavina og það er hættulegt. Lýðveldi sem ræður ekki við heilbrigðismálin og skilur dómskerfið eftir í uppnámi stendur ekki undir sjálfu sér, stendur ekki undir nafni. Ríkisstjórn sem hatast við launafólk, jafnt á almennum vinnumarkaði og í almannaþjónustu, sem skilur ekki fólkið sem þurfti að standa af sér allt fjárglæfrabröltið og bera uppi samfélagið þessi erfiðu ár, sú stjórn er ekki á vetur setjandi. Við þurfum aðra og betri ríkisstjórn, stjórn sem vinnur með fólki en ekki gegn því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Svandís Svavarsdóttir Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin er vandræðaleg,en líka til stórkostlegra vandræða, - beinlínis hættuleg. Dæmin rúmast ekki í stuttri blaðagrein en hér verður bent á tvennt.Landspítalinn Læknar flýja land og skurðlæknar ætla í verkfall! Ríkisstjórnin fæst ekki til að opna á byggingu nýs Landspítala. Því á að fresta um óráðinn tíma. Af hverju? Vegna lækkunar veiðigjalda og niðurfellingar á auðlegðarskatti? Vegna skuldaniðurfellinga sem ganga ekki síður til þeirra efnamiklu og neyslufreku en þeirra sem gætu þurft á þeim að halda en þeir sem minnst eiga og taka ekki einu sinni húsnæðislán liggja óbættir hjá garði? Eða á að láta þjóðina fyllast skelfingu yfir stöðunni á heilbrigðissviði og fara svo að viðra sölu á Landsvirkjun eða öðrum eignum okkar allra? Á að tefla fram hjúkrun og lækningum á einkasjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum fyrir þá efnameiri. Einu sinni áttum við Símann, öll í sameiningu en stjórnarflokkarnir seldu hann. Til hvers? Jú, til að byggja Landspítala! Hátæknisjúkrahús!Dómsmálin Og svo eru það dómsmálin. Sjálfstæðisflokkurinn hefur glutrað þeim niður og embætti sérstaks saksóknara er í hættu. Réttarkerfið er í hættu. Liggur fyrir faglegt mat á því að það sé óhætt að skera niður fjárveitingar til sérstaks saksóknara? Var ekki þjóðarsátt um að ganga úr skugga um lagalegt réttlæti og láta þá fjárglæframenn sem það eiga skilið sæta ábyrgð? Á að skilja klárinn eftir í miðri á? Aðförin að sérstökum saksóknara sem nú blasir við í fjárlagafrumvarpinu verður ekki liðin. Embætti hans þarf að fá að ljúka sínum verkum, annað er einfaldlega fráleitt.Fjármunir færðir af sanngirni Við í VG höfum lagt fram frumvarp á Alþingi um breyttan og bættan auðlegðarskatt næstu fimm ár í stað þess að leggja hann niður. Með því má byggja spítala okkar allra og leggja grunn að heilbrigðiskerfi sem þjóðin getur verið stolt af næstu áratugi. Betri fjárfestingu er varla hægt að hugsa sér. Og það þarf að taka til hendinni víðar. Veiðigjöldin þurfti að sníða betur til en ekki lækka, ferðamenn geta greitt komugjöld til að verja náttúruna skemmdum og ferðaþjónustan á að borga skatt af sínum virðisauka. Fjármunir teknir af sanngirni og færðir þangað sem þeirra er mest þörf með hagsmuni allra að leiðarljósi eru ekki dautt fé, heldur krónur sem færast úr einum vasa í annan rétt eins og aðrar krónur sem bera uppi atvinnulíf og viðskipti, þjónustu og menningu í nútímasamfélagi.Stendur lýðveldið undir nafni? Stefna ríkisstjórnarinnar er hægristefna, snýst um klíkustjórnmál og niðurrif í þágu einkavina og það er hættulegt. Lýðveldi sem ræður ekki við heilbrigðismálin og skilur dómskerfið eftir í uppnámi stendur ekki undir sjálfu sér, stendur ekki undir nafni. Ríkisstjórn sem hatast við launafólk, jafnt á almennum vinnumarkaði og í almannaþjónustu, sem skilur ekki fólkið sem þurfti að standa af sér allt fjárglæfrabröltið og bera uppi samfélagið þessi erfiðu ár, sú stjórn er ekki á vetur setjandi. Við þurfum aðra og betri ríkisstjórn, stjórn sem vinnur með fólki en ekki gegn því.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun