Þökk sé ykkur! Svanhildur Konráðsdóttir skrifar 4. júní 2014 07:00 Fyrir tíu árum var alls óvíst hvernig landsmenn tækju í þá hugmynd að styðja við réttindi barna á heimsvísu með mánaðarlegum gjöfum. Gæta að velferð barna um veröld víða – velferð allra barna. Gerast heimsforeldrar og segja við sjálfa sig að það sé sameiginlegt verkefni okkar allra að búa börnum þessa heims örugga framtíð. Á tíu ára afmæli UNICEF á Íslandi gætum við ekki verið ánægðari eða þakklátari. Fólk hér á landi hefur fylkt sér á bak við málstað UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Í dag eru fleiri en 22.000 heimsforeldrar hér á landi eða rúm 9% fullorðinna landsmanna. Gjafir þeirra skipta sköpum fyrir börn um víða veröld og tryggja þeim hreint vatn, heilsugæslu, menntun, næringu, vernd gegn ofbeldi og önnur sjálfsögð réttindi. Heimsforeldrarnir eru hugsjónafólk á ólíkum aldri sem býr um allt land – og breiðfylking heimsforeldra hér á landi hefur vakið athygli hjá UNICEF alþjóðlega.Löngunin til að bæta Í nær sjö áratugi hefur UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, verið leiðandi í hjálparstarfi fyrir börn í heiminum. Við leggjum ríka áherslu á að ná til þeirra barna sem helst eiga undir högg að sækja. Það var því einstaklega ánægjulegt að finna hvað hugmyndin um að koma á fót UNICEF hér á landi fékk mikinn hljómgrunn. UNICEF á Íslandi spratt úr grasrótarstarfi sem var drifið áfram af lönguninni til að bæta réttindi barna. Hópur af ungu fólki tók sig saman og gott fólk og öflugir bakhjarlar tóku framtaki þeirra fagnandi og studdu hugmyndina. Án þeirra hefði UNICEF á Íslandi aldrei orðið að veruleika. Stofnun landsnefndarinnar var samvinna og baráttuhugur í hópnum. Fljótt fjölgaði síðan í hópi styrktaraðila þegar fyrstu heimsforeldrarnir gengu til liðs við okkur. UNICEF var komið til að vera hér á landi – komið til að þrýsta á um breytingar fyrir börn og standa fyrir varanlegum umbótum sem breyta heiminum þegar til lengri tíma er litið.Aldrei fleiri börn í skóla Á þeim áratug sem liðinn er hefur mikill árangur náðst í hjálparstarfi fyrir börn í heiminum. Stórlega hefur sem dæmi dregið úr barnadauða og aldrei hafa fleiri börn gengið í skóla en einmitt nú. Á sama tíma hefur mikill árangur náðst hvað varðar réttindi barna á Íslandi. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var lögfestur í fyrra og aukin fræðsla hefur skilað sér í meiri vitund um réttindi barna hér á landi. Eitt af hlutverkum UNICEF er að fræða börn um réttindi sín – og fræða fullorðna um réttindi barna. Á Íslandi sinnir UNICEF auk þess markvissri réttindagæslu fyrir börn, fylgist vandlega með stöðu barna og beitir sér til dæmis fyrir því að stjórnvöld hafi hagsmuni barna að leiðarljósi við ákvarðanatöku sína. Við höfum sem dæmi ítrekað bent á að ofbeldi í sínum fjölmörgu birtingarmyndum er ein helsta ógn sem steðjar að börnum hér á landi. Við höfum beitt okkur af alefli fyrir því að minnka ofbeldið og komið með vandlega útfærðar lausnir. Þessi áhersla UNICEF á Íslandi og annarra aðila á baráttu gegn ofbeldi hefur leitt til meiri framlaga til málaflokksins. Það er okkur mikið fagnaðarefni. Ekkert af þessu hefðum við getað gert nema vegna þess trausts sem við njótum frá heimsforeldrunum okkar og öðrum styrktaraðilum. Ykkur öllum viljum við því færa hjartans þakkir. Til hamingju með 10 ára samfylgd sem helguð er því að tryggja réttinn til betra lífs fyrir öll heimsins börn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir tíu árum var alls óvíst hvernig landsmenn tækju í þá hugmynd að styðja við réttindi barna á heimsvísu með mánaðarlegum gjöfum. Gæta að velferð barna um veröld víða – velferð allra barna. Gerast heimsforeldrar og segja við sjálfa sig að það sé sameiginlegt verkefni okkar allra að búa börnum þessa heims örugga framtíð. Á tíu ára afmæli UNICEF á Íslandi gætum við ekki verið ánægðari eða þakklátari. Fólk hér á landi hefur fylkt sér á bak við málstað UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Í dag eru fleiri en 22.000 heimsforeldrar hér á landi eða rúm 9% fullorðinna landsmanna. Gjafir þeirra skipta sköpum fyrir börn um víða veröld og tryggja þeim hreint vatn, heilsugæslu, menntun, næringu, vernd gegn ofbeldi og önnur sjálfsögð réttindi. Heimsforeldrarnir eru hugsjónafólk á ólíkum aldri sem býr um allt land – og breiðfylking heimsforeldra hér á landi hefur vakið athygli hjá UNICEF alþjóðlega.Löngunin til að bæta Í nær sjö áratugi hefur UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, verið leiðandi í hjálparstarfi fyrir börn í heiminum. Við leggjum ríka áherslu á að ná til þeirra barna sem helst eiga undir högg að sækja. Það var því einstaklega ánægjulegt að finna hvað hugmyndin um að koma á fót UNICEF hér á landi fékk mikinn hljómgrunn. UNICEF á Íslandi spratt úr grasrótarstarfi sem var drifið áfram af lönguninni til að bæta réttindi barna. Hópur af ungu fólki tók sig saman og gott fólk og öflugir bakhjarlar tóku framtaki þeirra fagnandi og studdu hugmyndina. Án þeirra hefði UNICEF á Íslandi aldrei orðið að veruleika. Stofnun landsnefndarinnar var samvinna og baráttuhugur í hópnum. Fljótt fjölgaði síðan í hópi styrktaraðila þegar fyrstu heimsforeldrarnir gengu til liðs við okkur. UNICEF var komið til að vera hér á landi – komið til að þrýsta á um breytingar fyrir börn og standa fyrir varanlegum umbótum sem breyta heiminum þegar til lengri tíma er litið.Aldrei fleiri börn í skóla Á þeim áratug sem liðinn er hefur mikill árangur náðst í hjálparstarfi fyrir börn í heiminum. Stórlega hefur sem dæmi dregið úr barnadauða og aldrei hafa fleiri börn gengið í skóla en einmitt nú. Á sama tíma hefur mikill árangur náðst hvað varðar réttindi barna á Íslandi. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var lögfestur í fyrra og aukin fræðsla hefur skilað sér í meiri vitund um réttindi barna hér á landi. Eitt af hlutverkum UNICEF er að fræða börn um réttindi sín – og fræða fullorðna um réttindi barna. Á Íslandi sinnir UNICEF auk þess markvissri réttindagæslu fyrir börn, fylgist vandlega með stöðu barna og beitir sér til dæmis fyrir því að stjórnvöld hafi hagsmuni barna að leiðarljósi við ákvarðanatöku sína. Við höfum sem dæmi ítrekað bent á að ofbeldi í sínum fjölmörgu birtingarmyndum er ein helsta ógn sem steðjar að börnum hér á landi. Við höfum beitt okkur af alefli fyrir því að minnka ofbeldið og komið með vandlega útfærðar lausnir. Þessi áhersla UNICEF á Íslandi og annarra aðila á baráttu gegn ofbeldi hefur leitt til meiri framlaga til málaflokksins. Það er okkur mikið fagnaðarefni. Ekkert af þessu hefðum við getað gert nema vegna þess trausts sem við njótum frá heimsforeldrunum okkar og öðrum styrktaraðilum. Ykkur öllum viljum við því færa hjartans þakkir. Til hamingju með 10 ára samfylgd sem helguð er því að tryggja réttinn til betra lífs fyrir öll heimsins börn.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun