Samkeppni í millilandaflugi Hörður Felix Harðarson skrifar 13. febrúar 2014 06:00 Málefni flugfélagsins WOW air hafa verið talsvert til umfjöllunar í fjölmiðlum að undanförnu. Þá umfjöllun er að rekja til ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins frá 1. nóvember á síðastliðnu ári þar sem komist var að þeirri niðurstöðu, að lokinni ítarlegri rannsókn, að fyrirkomulag við úthlutun afgreiðslutíma á Keflavíkurflugvelli hefði skaðleg áhrif á samkeppni. Af þeim sökum var tilteknum fyrirmælum beint til Isavia ohf. sem var ætlað að tryggja WOW air afgreiðslutíma sem gerðu flugfélaginu kleift að hefja flug til og frá Norður-Ameríku nú í vor. Isavia ohf. kærði ákvörðunina til áfrýjunarnefndar samkeppnismála og það sama gerði Icelandair. Áfrýjunarnefndin hefur ekki kveðið upp úrskurð sinn í málinu en hins vegar féllst nefndin á kröfur kærenda um að fresta réttaráhrifum ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins. Í kjölfar þeirrar ákvörðunar tilkynnti WOW air að félagið væri hætt við fyrirhugað flug til Norður-Ameríku þar sem félagið hefði ekki fengið nauðsynlega brottfarartíma. Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins er rakið að flugfélagið Icelandair sé nú með um 85-90% allra þeirra afgreiðslutíma að morgni og síðdegis sem hvað mesta þýðingu hafi við uppbyggingu leiðakerfis í flugi til og frá Íslandi. Rannsókn eftirlitsins hafi auk þess leitt í ljós að Icelandair gangi fyrir við úthlutun nýrra afgreiðslutíma og því séu möguleikar WOW air á að fá úthlutað fullnægjandi afgreiðslutímum „vart fyrir hendi“. Þá má geta þess að Samkeppniseftirlitið beindi þeim tilmælum til Isavia ohf. á árinu 2008 að taka umrætt fyrirkomulag við úthlutun afgreiðslutíma „þegar í stað“ til endurskoðunar, án þess að séð verði að við því hafi verið brugðist með nokkrum hætti.Viðbrögð ríkisfyrirtækisins Það vekur athygli hver viðbrögð ríkisfyrirtækisins Isavia ohf. hafa verið í umræddu máli. Hefur fyrirtækið andmælt afstöðu Samkeppniseftirlitsins, auk þess sem því hefur verið haldið fram að íslensk samkeppnisyfirvöld hafi enga lögsögu í málinu. Um úthlutun afgreiðslutíma fari eftir reglugerð um þetta efni nr. 1050/2008. Um sé að ræða samræmdar evrópskar reglur og óháður aðili, svokallaður samræmingarstjóri, annist úthlutun afgreiðslutíma eftir þeim reglum. Samræmingarstjórinn, Frank Holton, fylgdi þessum sjónarmiðum Isavia ohf. eftir með yfirlýsingum um að Íslendingar væru búnir að framselja allt vald í þessum efnum til hans og því hafi Samkeppniseftirlitið engar heimildir haft til að skipta sér af málinu. Þá mun samræmingarstjórinn hafa lýst því yfir á fundum með Samkeppniseftirlitinu að samkeppnissjónarmið kæmu ekki til skoðunar við úthlutun afgreiðslutíma.Skýr heimild Í samkeppnislögum er að finna skýra heimild Samkeppniseftirlitsins til að grípa til aðgerða gegn athöfnum opinberra aðila „að því marki sem þær kunna að hafa skaðleg áhrif á samkeppni“. Þess finnast dæmi að tiltekin starfsemi sé undanþegin ákvæðum samkeppnislaga en það verður þá eðli málsins samkvæmt einungis gert með lögum. Reglugerð ráðherra um úthlutun afgreiðslutíma á Keflavíkurflugvelli gengur ekki framar samkeppnislögum. Þá er ástæða til að geta þess hér að í umræddri reglugerð er raunar sérstaklega tiltekið að efni hennar hafi ekki áhrif á „vald opinberra yfirvalda til að krefjast færslu afgreiðslutíma milli flugrekenda og til að stjórna hvernig þeim er úthlutað í samræmi við innlend samkeppnislög eða 52. gr. samningsins um Evrópska efnahagssvæðið“. Sú framsetning er í samræmi við evrópskar reglur um sama efni, þ.e. að þar er einnig gert ráð fyrir því að innlend samkeppnisyfirvöld geti á grundvelli samkeppnissjónarmiða hlutast til um úthlutun afgreiðslutíma.Áhyggjuefni Sú staða sem hér er uppi hlýtur að valda nokkrum áhyggjum. Ríkisfyrirtækið Isavia ohf. vísar til þess að vald til úthlutunar á afgreiðslutímum hafi verið framselt til samræmingarstjóra. Isavia ohf. fer með framkvæmdastjórn Keflavíkurflugvallar og er sá aðili sem heldur utan um starfsemi samræmingarstjóra og samræmingarnefndar. Starfsemi samræmingarstjórans er samkvæmt því sem fram kemur í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins reist á samningi hans við Keflavíkurflugvöll frá árinu 2007. Verður því ekki annað séð en að fyrirmælum Samkeppniseftirlitsins hafi verið réttilega beint til Isavia ohf. Viðbrögð Isavia ohf. og samræmingarstjórans við fyrirmælum Samkeppniseftirlitsins hljóta að vera áhyggjuefni enda afar mikilvægt að samkeppni í flugi til og frá landinu sé virk og að stuðlað sé að innkomu nýrra aðila á þann markað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Sjá meira
Málefni flugfélagsins WOW air hafa verið talsvert til umfjöllunar í fjölmiðlum að undanförnu. Þá umfjöllun er að rekja til ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins frá 1. nóvember á síðastliðnu ári þar sem komist var að þeirri niðurstöðu, að lokinni ítarlegri rannsókn, að fyrirkomulag við úthlutun afgreiðslutíma á Keflavíkurflugvelli hefði skaðleg áhrif á samkeppni. Af þeim sökum var tilteknum fyrirmælum beint til Isavia ohf. sem var ætlað að tryggja WOW air afgreiðslutíma sem gerðu flugfélaginu kleift að hefja flug til og frá Norður-Ameríku nú í vor. Isavia ohf. kærði ákvörðunina til áfrýjunarnefndar samkeppnismála og það sama gerði Icelandair. Áfrýjunarnefndin hefur ekki kveðið upp úrskurð sinn í málinu en hins vegar féllst nefndin á kröfur kærenda um að fresta réttaráhrifum ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins. Í kjölfar þeirrar ákvörðunar tilkynnti WOW air að félagið væri hætt við fyrirhugað flug til Norður-Ameríku þar sem félagið hefði ekki fengið nauðsynlega brottfarartíma. Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins er rakið að flugfélagið Icelandair sé nú með um 85-90% allra þeirra afgreiðslutíma að morgni og síðdegis sem hvað mesta þýðingu hafi við uppbyggingu leiðakerfis í flugi til og frá Íslandi. Rannsókn eftirlitsins hafi auk þess leitt í ljós að Icelandair gangi fyrir við úthlutun nýrra afgreiðslutíma og því séu möguleikar WOW air á að fá úthlutað fullnægjandi afgreiðslutímum „vart fyrir hendi“. Þá má geta þess að Samkeppniseftirlitið beindi þeim tilmælum til Isavia ohf. á árinu 2008 að taka umrætt fyrirkomulag við úthlutun afgreiðslutíma „þegar í stað“ til endurskoðunar, án þess að séð verði að við því hafi verið brugðist með nokkrum hætti.Viðbrögð ríkisfyrirtækisins Það vekur athygli hver viðbrögð ríkisfyrirtækisins Isavia ohf. hafa verið í umræddu máli. Hefur fyrirtækið andmælt afstöðu Samkeppniseftirlitsins, auk þess sem því hefur verið haldið fram að íslensk samkeppnisyfirvöld hafi enga lögsögu í málinu. Um úthlutun afgreiðslutíma fari eftir reglugerð um þetta efni nr. 1050/2008. Um sé að ræða samræmdar evrópskar reglur og óháður aðili, svokallaður samræmingarstjóri, annist úthlutun afgreiðslutíma eftir þeim reglum. Samræmingarstjórinn, Frank Holton, fylgdi þessum sjónarmiðum Isavia ohf. eftir með yfirlýsingum um að Íslendingar væru búnir að framselja allt vald í þessum efnum til hans og því hafi Samkeppniseftirlitið engar heimildir haft til að skipta sér af málinu. Þá mun samræmingarstjórinn hafa lýst því yfir á fundum með Samkeppniseftirlitinu að samkeppnissjónarmið kæmu ekki til skoðunar við úthlutun afgreiðslutíma.Skýr heimild Í samkeppnislögum er að finna skýra heimild Samkeppniseftirlitsins til að grípa til aðgerða gegn athöfnum opinberra aðila „að því marki sem þær kunna að hafa skaðleg áhrif á samkeppni“. Þess finnast dæmi að tiltekin starfsemi sé undanþegin ákvæðum samkeppnislaga en það verður þá eðli málsins samkvæmt einungis gert með lögum. Reglugerð ráðherra um úthlutun afgreiðslutíma á Keflavíkurflugvelli gengur ekki framar samkeppnislögum. Þá er ástæða til að geta þess hér að í umræddri reglugerð er raunar sérstaklega tiltekið að efni hennar hafi ekki áhrif á „vald opinberra yfirvalda til að krefjast færslu afgreiðslutíma milli flugrekenda og til að stjórna hvernig þeim er úthlutað í samræmi við innlend samkeppnislög eða 52. gr. samningsins um Evrópska efnahagssvæðið“. Sú framsetning er í samræmi við evrópskar reglur um sama efni, þ.e. að þar er einnig gert ráð fyrir því að innlend samkeppnisyfirvöld geti á grundvelli samkeppnissjónarmiða hlutast til um úthlutun afgreiðslutíma.Áhyggjuefni Sú staða sem hér er uppi hlýtur að valda nokkrum áhyggjum. Ríkisfyrirtækið Isavia ohf. vísar til þess að vald til úthlutunar á afgreiðslutímum hafi verið framselt til samræmingarstjóra. Isavia ohf. fer með framkvæmdastjórn Keflavíkurflugvallar og er sá aðili sem heldur utan um starfsemi samræmingarstjóra og samræmingarnefndar. Starfsemi samræmingarstjórans er samkvæmt því sem fram kemur í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins reist á samningi hans við Keflavíkurflugvöll frá árinu 2007. Verður því ekki annað séð en að fyrirmælum Samkeppniseftirlitsins hafi verið réttilega beint til Isavia ohf. Viðbrögð Isavia ohf. og samræmingarstjórans við fyrirmælum Samkeppniseftirlitsins hljóta að vera áhyggjuefni enda afar mikilvægt að samkeppni í flugi til og frá landinu sé virk og að stuðlað sé að innkomu nýrra aðila á þann markað.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun