Hvaðan koma þeir sem við eigum að kjósa? Kristinn Steinn Traustason skrifar 16. apríl 2014 11:13 Mikil umræða hefur verið í samfélaginu um kynjahlutfall í stjórnmálum. Fyrir borgarstjórnarkosningar nú í vor eru fleiri kvenmenn í framboði en karlar og vonandi verður hlutfall kynja jafnt í borgarstjórn eftir kosningar. Hins vegar hefur lítið verið fjallað um búsetu frambjóðenda en hugsanlega er búseta ekki síður mikilvæg en kyn. Ef bornir eru saman sex efstu frambjóðendur þeirra flokka sem bjóða fram til borgarstjórnar eftir póstnúmerum kemur í ljós að 50 prósent frambjóðenda búa í póstnúmeri 101 en þar búa um 13% íbúa borgarinnar. Samkvæmt tölum Hagstofunnar búa ríflega 46% borgarbúa í póstnúmerum 109-116 en einungis 19% frambjóðenda í sex efstu sætum flokkanna búa í þessum hverfum. Þegar áherslur borgarstjórnar á núverandi kjörtímabili eru skoðaðar kemur ekki á óvart að áhugi hefur að langmestu leyti verið á uppbyggingu í þeirra nærumhverfi. Á sama tíma hafa úthverfin setið á hakanum og þau jafnvel töluð niður. Farið hefur verið gegn vilja borgarbúa í austurhluta borgarinnar í skóla- og skipulagsmálum.Stenst ekki skoðun Borgarstjórn telur að Reykvíkingar vilji ekki búa í úthverfum, sú skoðun stenst ekki skoðun ef litið er til uppbyggingar í nágrannasveitarfélögunum. Þar er hægt að treysta á skipulag og hraða uppbyggingu hverfa þrátt fyrir „hrun“. Hvaða útsvarsgreiðendur vill Reykjavík hafa? Það er eðlilegt að flestir borgarbúar á aldrinum 16-24 ára vilji búa miðsvæðis, en hvað vilja þeir tíu árum og tveimur börnum seinna? Nú þegar ljóst er hvernig flokkarnir stilla upp sínum framboðslistum er spurning hverjir séu best til þess fallnir að þjóna hagsmunum allra borgarbúa. Er hugsanlega kominn tími til að breyta kosningafyrirkomulaginu þar sem borginni er skipt upp í tíu hverfi til samræmis við vinnu að nýju hverfisskipulagi? Í slíku skipulagi mætti tryggja að kjörnir fulltrúar í borgarstjórn yrðu í samræmi við dreifingu íbúa eftir hverfum borgarinnar. Ég hef þá skoðun að núverandi fyrirkomulag þjóni ekki hagsmunum allra borgarbúa. Núverandi úrtak borgarbúa í borgarstjórn endurspeglar ekki nægjanlega vel viðhorf allra borgarbúa. Að mínu mati er búsetuskipting borgarfulltrúa ekki síður mikilvæg en kynjaskipting. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Mikil umræða hefur verið í samfélaginu um kynjahlutfall í stjórnmálum. Fyrir borgarstjórnarkosningar nú í vor eru fleiri kvenmenn í framboði en karlar og vonandi verður hlutfall kynja jafnt í borgarstjórn eftir kosningar. Hins vegar hefur lítið verið fjallað um búsetu frambjóðenda en hugsanlega er búseta ekki síður mikilvæg en kyn. Ef bornir eru saman sex efstu frambjóðendur þeirra flokka sem bjóða fram til borgarstjórnar eftir póstnúmerum kemur í ljós að 50 prósent frambjóðenda búa í póstnúmeri 101 en þar búa um 13% íbúa borgarinnar. Samkvæmt tölum Hagstofunnar búa ríflega 46% borgarbúa í póstnúmerum 109-116 en einungis 19% frambjóðenda í sex efstu sætum flokkanna búa í þessum hverfum. Þegar áherslur borgarstjórnar á núverandi kjörtímabili eru skoðaðar kemur ekki á óvart að áhugi hefur að langmestu leyti verið á uppbyggingu í þeirra nærumhverfi. Á sama tíma hafa úthverfin setið á hakanum og þau jafnvel töluð niður. Farið hefur verið gegn vilja borgarbúa í austurhluta borgarinnar í skóla- og skipulagsmálum.Stenst ekki skoðun Borgarstjórn telur að Reykvíkingar vilji ekki búa í úthverfum, sú skoðun stenst ekki skoðun ef litið er til uppbyggingar í nágrannasveitarfélögunum. Þar er hægt að treysta á skipulag og hraða uppbyggingu hverfa þrátt fyrir „hrun“. Hvaða útsvarsgreiðendur vill Reykjavík hafa? Það er eðlilegt að flestir borgarbúar á aldrinum 16-24 ára vilji búa miðsvæðis, en hvað vilja þeir tíu árum og tveimur börnum seinna? Nú þegar ljóst er hvernig flokkarnir stilla upp sínum framboðslistum er spurning hverjir séu best til þess fallnir að þjóna hagsmunum allra borgarbúa. Er hugsanlega kominn tími til að breyta kosningafyrirkomulaginu þar sem borginni er skipt upp í tíu hverfi til samræmis við vinnu að nýju hverfisskipulagi? Í slíku skipulagi mætti tryggja að kjörnir fulltrúar í borgarstjórn yrðu í samræmi við dreifingu íbúa eftir hverfum borgarinnar. Ég hef þá skoðun að núverandi fyrirkomulag þjóni ekki hagsmunum allra borgarbúa. Núverandi úrtak borgarbúa í borgarstjórn endurspeglar ekki nægjanlega vel viðhorf allra borgarbúa. Að mínu mati er búsetuskipting borgarfulltrúa ekki síður mikilvæg en kynjaskipting.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar