Hvaðan koma þeir sem við eigum að kjósa? Kristinn Steinn Traustason skrifar 16. apríl 2014 11:13 Mikil umræða hefur verið í samfélaginu um kynjahlutfall í stjórnmálum. Fyrir borgarstjórnarkosningar nú í vor eru fleiri kvenmenn í framboði en karlar og vonandi verður hlutfall kynja jafnt í borgarstjórn eftir kosningar. Hins vegar hefur lítið verið fjallað um búsetu frambjóðenda en hugsanlega er búseta ekki síður mikilvæg en kyn. Ef bornir eru saman sex efstu frambjóðendur þeirra flokka sem bjóða fram til borgarstjórnar eftir póstnúmerum kemur í ljós að 50 prósent frambjóðenda búa í póstnúmeri 101 en þar búa um 13% íbúa borgarinnar. Samkvæmt tölum Hagstofunnar búa ríflega 46% borgarbúa í póstnúmerum 109-116 en einungis 19% frambjóðenda í sex efstu sætum flokkanna búa í þessum hverfum. Þegar áherslur borgarstjórnar á núverandi kjörtímabili eru skoðaðar kemur ekki á óvart að áhugi hefur að langmestu leyti verið á uppbyggingu í þeirra nærumhverfi. Á sama tíma hafa úthverfin setið á hakanum og þau jafnvel töluð niður. Farið hefur verið gegn vilja borgarbúa í austurhluta borgarinnar í skóla- og skipulagsmálum.Stenst ekki skoðun Borgarstjórn telur að Reykvíkingar vilji ekki búa í úthverfum, sú skoðun stenst ekki skoðun ef litið er til uppbyggingar í nágrannasveitarfélögunum. Þar er hægt að treysta á skipulag og hraða uppbyggingu hverfa þrátt fyrir „hrun“. Hvaða útsvarsgreiðendur vill Reykjavík hafa? Það er eðlilegt að flestir borgarbúar á aldrinum 16-24 ára vilji búa miðsvæðis, en hvað vilja þeir tíu árum og tveimur börnum seinna? Nú þegar ljóst er hvernig flokkarnir stilla upp sínum framboðslistum er spurning hverjir séu best til þess fallnir að þjóna hagsmunum allra borgarbúa. Er hugsanlega kominn tími til að breyta kosningafyrirkomulaginu þar sem borginni er skipt upp í tíu hverfi til samræmis við vinnu að nýju hverfisskipulagi? Í slíku skipulagi mætti tryggja að kjörnir fulltrúar í borgarstjórn yrðu í samræmi við dreifingu íbúa eftir hverfum borgarinnar. Ég hef þá skoðun að núverandi fyrirkomulag þjóni ekki hagsmunum allra borgarbúa. Núverandi úrtak borgarbúa í borgarstjórn endurspeglar ekki nægjanlega vel viðhorf allra borgarbúa. Að mínu mati er búsetuskipting borgarfulltrúa ekki síður mikilvæg en kynjaskipting. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Einelti og heilsufar barna Teitur Guðmundsson Fastir pennar Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Geldfiskur er málið Bubbi Morthens Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Sjá meira
Mikil umræða hefur verið í samfélaginu um kynjahlutfall í stjórnmálum. Fyrir borgarstjórnarkosningar nú í vor eru fleiri kvenmenn í framboði en karlar og vonandi verður hlutfall kynja jafnt í borgarstjórn eftir kosningar. Hins vegar hefur lítið verið fjallað um búsetu frambjóðenda en hugsanlega er búseta ekki síður mikilvæg en kyn. Ef bornir eru saman sex efstu frambjóðendur þeirra flokka sem bjóða fram til borgarstjórnar eftir póstnúmerum kemur í ljós að 50 prósent frambjóðenda búa í póstnúmeri 101 en þar búa um 13% íbúa borgarinnar. Samkvæmt tölum Hagstofunnar búa ríflega 46% borgarbúa í póstnúmerum 109-116 en einungis 19% frambjóðenda í sex efstu sætum flokkanna búa í þessum hverfum. Þegar áherslur borgarstjórnar á núverandi kjörtímabili eru skoðaðar kemur ekki á óvart að áhugi hefur að langmestu leyti verið á uppbyggingu í þeirra nærumhverfi. Á sama tíma hafa úthverfin setið á hakanum og þau jafnvel töluð niður. Farið hefur verið gegn vilja borgarbúa í austurhluta borgarinnar í skóla- og skipulagsmálum.Stenst ekki skoðun Borgarstjórn telur að Reykvíkingar vilji ekki búa í úthverfum, sú skoðun stenst ekki skoðun ef litið er til uppbyggingar í nágrannasveitarfélögunum. Þar er hægt að treysta á skipulag og hraða uppbyggingu hverfa þrátt fyrir „hrun“. Hvaða útsvarsgreiðendur vill Reykjavík hafa? Það er eðlilegt að flestir borgarbúar á aldrinum 16-24 ára vilji búa miðsvæðis, en hvað vilja þeir tíu árum og tveimur börnum seinna? Nú þegar ljóst er hvernig flokkarnir stilla upp sínum framboðslistum er spurning hverjir séu best til þess fallnir að þjóna hagsmunum allra borgarbúa. Er hugsanlega kominn tími til að breyta kosningafyrirkomulaginu þar sem borginni er skipt upp í tíu hverfi til samræmis við vinnu að nýju hverfisskipulagi? Í slíku skipulagi mætti tryggja að kjörnir fulltrúar í borgarstjórn yrðu í samræmi við dreifingu íbúa eftir hverfum borgarinnar. Ég hef þá skoðun að núverandi fyrirkomulag þjóni ekki hagsmunum allra borgarbúa. Núverandi úrtak borgarbúa í borgarstjórn endurspeglar ekki nægjanlega vel viðhorf allra borgarbúa. Að mínu mati er búsetuskipting borgarfulltrúa ekki síður mikilvæg en kynjaskipting.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar