Hagsmunamat hins opinbera Kolbeinn Árnason skrifar 20. ágúst 2014 07:00 Það er hagur sjávarútvegsfyrirtækja að farið sé vel með auðlindir sjávar, að gengið sé um þær af virðingu og þær nýttar með hagkvæmum og umhverfisvænum hætti. Ábyrgar og sjálfbærar veiðar skipta ekki einungis máli varðandi nýtingu fiskistofnanna heldur er horft til þess erlendis hvernig við Íslendingar umgöngumst sjávarauðlindina þegar kemur að sölu- og markaðsstarfi með sjávarafurðir. Hlutverk Hafrannsóknastofnunar er að veita ráðgjöf um sjálfbæra nýtingu á fiskistofnunum í lögsögu Íslands og aflamark hvers fiskveiðiárs er ákveðið af ráðherra sjávarútvegsmála sem horfir til ráðgjafar Hafrannsóknastofnunar.Fjárfest fyrir milljarða Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki skipta sköpum í uppbyggingu efnahags þjóðarinnar eftir hrun bankanna. Þau gegna lykilhlutverki í gjaldeyrisöflun landsins, eru grunnatvinnuvegur, skapa hagvöxt, ný störf og halda úti starfsemi víða um landið. Þá hafa sjávarútvegsfyrirtækin í landinu fjárfest fyrir milljarða á síðustu misserum. Sjávarútvegsfyrirtækin eru í eigu Íslendinga og greiða alla almenna skatta og opinber gjöld eins og gerist og gengur í fyrirtækjarekstri á Íslandi. Ólíkt öðrum fyrirtækjum á Íslandi sem nýta náttúruauðlindir þá greiða sjávarútvegsfyrirtækin fyrir það sérstakt gjald, margumrætt veiðigjald sem meðal annars er ætlað að mæta kostnaði ríkisins við rannsóknir, stjórn, eftirlit og umsjón með fiskveiðum og vinnslu auk þess sem því er ætlað að tryggja þjóðinni hlutdeild í arði sem nýting auðlindarinnar skapar.Standa undir kostnaðinum Á árinu 2013 greiddu íslensk sjávarútvegsfyrirtæki 9,7 milljarða króna í ríkissjóð í formi veiðigjalda. Fyrirtækin greiða auk þessa mun hærri fjárhæðir í gegnum hið hefðbundna skattkerfi. Þau greiða til að mynda stóran hluta alls tekjuskatts lögaðila í landinu. Árið 2013 nam kostnaður við rekstur Hafrannsóknastofnunar 1.581 m.kr. og rekstur Fiskistofu 839 m.kr. Það liggur því fyrir að veiðigjöldin ein og sér standa meira en ríflega undir kostnaði ríkisins af rannsóknum, stjórn og eftirliti vegna sjávarútvegs í landinu. Samt virðast ekki til fjármunir til að standa að allra nauðsynlegustu rannsóknum sem þarf til að hægt sé að nýta auðlindina með ábyrgum hætti.Eigum mikið undir Nú liggur fyrir að Hafrannsóknastofnun hefur ekki fjármuni til að fara í árlega haustmælingu á loðnustofninum. Að óbreyttu falli haustmælingin því niður sökum fjárskorts og muni mæling á loðnustofninum ekki fara fram fyrr en eftir áramót. Þetta eykur líkurnar á því að mæling á loðnustofninum heppnist ekki sem skyldi með þeim afleiðingum að kvótaaukning upp á ríflega 200 þúsund tonn verði ekki gefin út. Til að varpa ljósi á hagsmuni málsins má ætla að útflutningsverðmæti 200 þús. tonna af loðnu sé ekki undir 12 milljörðum króna í gjaldeyristekjum. Til hliðsjónar má ætla að loðnuleiðangur Hafró kosti um 60-70 milljónir króna. Fyrirtæki í sjávarútvegi og þjóðin öll eiga mikið undir því að haf- og fiskirannsóknum á Íslandsmiðum sé sinnt af myndugleik. Þetta hlutverk taka stjórnendur sjávarútvegsfyrirtækja alvarlega, sem nýlegt dæmi má nefna aðkomu aðila í rækjuveiðum að kostun mælinga á rækju. Sjávarútvegur á Íslandi er enn sem áður hryggjarstykkið í íslensku atvinnulífi. Ef mikilvægar grunnrannsóknir, sem aflamark byggist á, eru ekki stundaðar sökum fjárskorts, þrátt fyrir áðurnefnd veiðigjöld og skatta, vaknar sú spurning hvort rannsóknum á þessu sviði sé betur komið á hendi sjávarútvegsfyrirtækjanna sjálfra, gegn lækkun gjalda. Sjávarútvegsfyrirtækin hafa öll hag af því til lengri tíma að fiskistofnarnir við Ísland dafni sem best og rannsóknum sé sinnt af ábyrgð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Það er hagur sjávarútvegsfyrirtækja að farið sé vel með auðlindir sjávar, að gengið sé um þær af virðingu og þær nýttar með hagkvæmum og umhverfisvænum hætti. Ábyrgar og sjálfbærar veiðar skipta ekki einungis máli varðandi nýtingu fiskistofnanna heldur er horft til þess erlendis hvernig við Íslendingar umgöngumst sjávarauðlindina þegar kemur að sölu- og markaðsstarfi með sjávarafurðir. Hlutverk Hafrannsóknastofnunar er að veita ráðgjöf um sjálfbæra nýtingu á fiskistofnunum í lögsögu Íslands og aflamark hvers fiskveiðiárs er ákveðið af ráðherra sjávarútvegsmála sem horfir til ráðgjafar Hafrannsóknastofnunar.Fjárfest fyrir milljarða Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki skipta sköpum í uppbyggingu efnahags þjóðarinnar eftir hrun bankanna. Þau gegna lykilhlutverki í gjaldeyrisöflun landsins, eru grunnatvinnuvegur, skapa hagvöxt, ný störf og halda úti starfsemi víða um landið. Þá hafa sjávarútvegsfyrirtækin í landinu fjárfest fyrir milljarða á síðustu misserum. Sjávarútvegsfyrirtækin eru í eigu Íslendinga og greiða alla almenna skatta og opinber gjöld eins og gerist og gengur í fyrirtækjarekstri á Íslandi. Ólíkt öðrum fyrirtækjum á Íslandi sem nýta náttúruauðlindir þá greiða sjávarútvegsfyrirtækin fyrir það sérstakt gjald, margumrætt veiðigjald sem meðal annars er ætlað að mæta kostnaði ríkisins við rannsóknir, stjórn, eftirlit og umsjón með fiskveiðum og vinnslu auk þess sem því er ætlað að tryggja þjóðinni hlutdeild í arði sem nýting auðlindarinnar skapar.Standa undir kostnaðinum Á árinu 2013 greiddu íslensk sjávarútvegsfyrirtæki 9,7 milljarða króna í ríkissjóð í formi veiðigjalda. Fyrirtækin greiða auk þessa mun hærri fjárhæðir í gegnum hið hefðbundna skattkerfi. Þau greiða til að mynda stóran hluta alls tekjuskatts lögaðila í landinu. Árið 2013 nam kostnaður við rekstur Hafrannsóknastofnunar 1.581 m.kr. og rekstur Fiskistofu 839 m.kr. Það liggur því fyrir að veiðigjöldin ein og sér standa meira en ríflega undir kostnaði ríkisins af rannsóknum, stjórn og eftirliti vegna sjávarútvegs í landinu. Samt virðast ekki til fjármunir til að standa að allra nauðsynlegustu rannsóknum sem þarf til að hægt sé að nýta auðlindina með ábyrgum hætti.Eigum mikið undir Nú liggur fyrir að Hafrannsóknastofnun hefur ekki fjármuni til að fara í árlega haustmælingu á loðnustofninum. Að óbreyttu falli haustmælingin því niður sökum fjárskorts og muni mæling á loðnustofninum ekki fara fram fyrr en eftir áramót. Þetta eykur líkurnar á því að mæling á loðnustofninum heppnist ekki sem skyldi með þeim afleiðingum að kvótaaukning upp á ríflega 200 þúsund tonn verði ekki gefin út. Til að varpa ljósi á hagsmuni málsins má ætla að útflutningsverðmæti 200 þús. tonna af loðnu sé ekki undir 12 milljörðum króna í gjaldeyristekjum. Til hliðsjónar má ætla að loðnuleiðangur Hafró kosti um 60-70 milljónir króna. Fyrirtæki í sjávarútvegi og þjóðin öll eiga mikið undir því að haf- og fiskirannsóknum á Íslandsmiðum sé sinnt af myndugleik. Þetta hlutverk taka stjórnendur sjávarútvegsfyrirtækja alvarlega, sem nýlegt dæmi má nefna aðkomu aðila í rækjuveiðum að kostun mælinga á rækju. Sjávarútvegur á Íslandi er enn sem áður hryggjarstykkið í íslensku atvinnulífi. Ef mikilvægar grunnrannsóknir, sem aflamark byggist á, eru ekki stundaðar sökum fjárskorts, þrátt fyrir áðurnefnd veiðigjöld og skatta, vaknar sú spurning hvort rannsóknum á þessu sviði sé betur komið á hendi sjávarútvegsfyrirtækjanna sjálfra, gegn lækkun gjalda. Sjávarútvegsfyrirtækin hafa öll hag af því til lengri tíma að fiskistofnarnir við Ísland dafni sem best og rannsóknum sé sinnt af ábyrgð.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun