Áskoranir í menntamálum Skúli Helgason skrifar 7. febrúar 2014 06:00 Menntamál eru afdrifaríkasti málaflokkur stjórnmálanna. Skólarnir ráða miklu um framtíð barnanna okkar og því er ekki hægt að ofmeta þýðingu þeirra fyrir velferð einstaklingsins og þjóðarhag. Menntun er almannagæði sem við þurfum öll að standa vörð um. Engu að síður eru kennarar láglaunastétt í samfélaginu og mikið skortir á viðurkenningu á störfum þeirra. Nýlegar fréttir um ofbeldi einstakra nemenda gagnvart kennurum sýna að við höfum verk að vinna.Fyrirmyndir Þær þjóðir sem mestum árangri hafa náð í menntamálum eiga það sammerkt að búa vel að sínum kennurum, byrjunarlaun eru sómasamleg, mikil áhersla er lögð á að velja hæft fólk til kennarastarfa, vel er staðið að starfsþróun kennara og þeim er treyst til að útfæra meginmarkmið skólastefnu á grundvelli fagmennsku sinnar. Nefna má Kanada, Finnland og einstök fylki Bandaríkjanna í þessu sambandi. Mikilvægt er að við lærum af reynslu þeirra í því umbótaferli sem fram undan er. Nýleg PISA-könnun sýnir að bæta þarf árangur, sérstaklega í lestri og náttúrufræði og nýta innlendar og erlendar fyrirmyndir í kennsluháttum. Ljóst er að efla þarf lesskilning með markvissum aðgerðum, enda er hann grundvallarfærni varðandi frekara nám og vinnu.Brottfall Hættumerki birtast m.a. í háu brottfalli framhaldsskólanema og ofuráherslu á bóknám á kostnað verk- og tæknináms. Ég beitti mér fyrir því að lagt yrði mat á þjóðhagsleg áhrif brottfallsins á vegum Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og verða niðurstöður kynntar á næstu vikum. Ljóst er að milljarðar króna fara forgörðum vegna þess að nærri 30% nemenda hætta námi í framhaldsskólum áður en kemur að útskrift. Það er mikil einföldun að hægt sé að leysa brottfallsvandann með því að stytta nám í framhaldsskólum. Brottfallið á sér skýringar m.a. í náms- eða hegðunarerfiðleikum, félagslegum eða heilsufarslegum aðstæðum, námsleiða og öðru sem er þegar ljóst í grunnskóla og verður vandinn ekki leystur nema með nánu samstarfi grunnskóla og framhaldsskóla, þar sem leitast er við að greina snemma áhættuþætti og beina nemendum á rétta braut þar sem áhugasvið og styrkleikar fá að njóta sín.Menntun í fremstu röð Við mætum ekki áskorunum í menntamálum með einföldum töfralausnum. Leiðin til árangurs er að stjórnvöld myndi bandalag með fagfólki í skólum um sameiginlega stefnu í skólamálum með það að markmiði að öll börn hafi aðgang að menntun í fremstu röð. Reykjavík hefur burði til að gegna þar forystuhlutverki í góðu samstarfi við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og ég er tilbúinn að leiða þá mikilvægu vinnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Menntamál eru afdrifaríkasti málaflokkur stjórnmálanna. Skólarnir ráða miklu um framtíð barnanna okkar og því er ekki hægt að ofmeta þýðingu þeirra fyrir velferð einstaklingsins og þjóðarhag. Menntun er almannagæði sem við þurfum öll að standa vörð um. Engu að síður eru kennarar láglaunastétt í samfélaginu og mikið skortir á viðurkenningu á störfum þeirra. Nýlegar fréttir um ofbeldi einstakra nemenda gagnvart kennurum sýna að við höfum verk að vinna.Fyrirmyndir Þær þjóðir sem mestum árangri hafa náð í menntamálum eiga það sammerkt að búa vel að sínum kennurum, byrjunarlaun eru sómasamleg, mikil áhersla er lögð á að velja hæft fólk til kennarastarfa, vel er staðið að starfsþróun kennara og þeim er treyst til að útfæra meginmarkmið skólastefnu á grundvelli fagmennsku sinnar. Nefna má Kanada, Finnland og einstök fylki Bandaríkjanna í þessu sambandi. Mikilvægt er að við lærum af reynslu þeirra í því umbótaferli sem fram undan er. Nýleg PISA-könnun sýnir að bæta þarf árangur, sérstaklega í lestri og náttúrufræði og nýta innlendar og erlendar fyrirmyndir í kennsluháttum. Ljóst er að efla þarf lesskilning með markvissum aðgerðum, enda er hann grundvallarfærni varðandi frekara nám og vinnu.Brottfall Hættumerki birtast m.a. í háu brottfalli framhaldsskólanema og ofuráherslu á bóknám á kostnað verk- og tæknináms. Ég beitti mér fyrir því að lagt yrði mat á þjóðhagsleg áhrif brottfallsins á vegum Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og verða niðurstöður kynntar á næstu vikum. Ljóst er að milljarðar króna fara forgörðum vegna þess að nærri 30% nemenda hætta námi í framhaldsskólum áður en kemur að útskrift. Það er mikil einföldun að hægt sé að leysa brottfallsvandann með því að stytta nám í framhaldsskólum. Brottfallið á sér skýringar m.a. í náms- eða hegðunarerfiðleikum, félagslegum eða heilsufarslegum aðstæðum, námsleiða og öðru sem er þegar ljóst í grunnskóla og verður vandinn ekki leystur nema með nánu samstarfi grunnskóla og framhaldsskóla, þar sem leitast er við að greina snemma áhættuþætti og beina nemendum á rétta braut þar sem áhugasvið og styrkleikar fá að njóta sín.Menntun í fremstu röð Við mætum ekki áskorunum í menntamálum með einföldum töfralausnum. Leiðin til árangurs er að stjórnvöld myndi bandalag með fagfólki í skólum um sameiginlega stefnu í skólamálum með það að markmiði að öll börn hafi aðgang að menntun í fremstu röð. Reykjavík hefur burði til að gegna þar forystuhlutverki í góðu samstarfi við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og ég er tilbúinn að leiða þá mikilvægu vinnu.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun