Eflum íþróttir – Horfum til framtíðar Willum Þór Þórsson skrifar 27. maí 2014 15:17 Uppruna Framsóknarflokksins má m.a. rekja til ungmennafélaganna sem þegar í upphafi síðustu aldar börðust fyrir almennum umbótum, aukinni menntun og bættu mannlífi í gegnum samvinnu og öflugt félagsstarf. Þannig er íþrótta- og æskulýðsstarf samofið sögu Framsóknarflokksins. Þegar grannt er skoðað má sjá þátt Framsóknarmanna í þeirri gríðarmikilli uppbyggingu mannvirkja og íþróttalífs í Kópavogi. Það þróttmikla og fjölmenna starf sem á sér stað í HK, Breiðabliki og Gerplu ber þessari uppbyggingu glöggt merki. Þá er athyglisvert starfið í Íþróttafélaginu Glóð, sem verður 10 ára í ár. Kjörorð þeirra; hreyfing, fæðuval, heilsa, ætti að vera okkur öllum til eftirbreytni. Stærsta reiðhöll landsins opnaði á árinu á Kjóavöllum og það verður að hrósa hestamannafélaginu Spretti fyrir kraft og dugnað við að reisa þetta glæsilega mannvirki sem á án vafa á eftir að efla hestamennskuna á svæðinu. Það er um leið mikilvægt að Kópavogsbær komi að því með myndarlegum hætti að tryggja stöndugan rekstur þessa mikla mannvirkis. Íþrótta- og ungmennafélög eru fjölskyldu- og félagsmiðstöðvar nútímasamfélags og þar þurfum við að horfa til hönnunar og aðstöðu til að tryggja að þær geti með þeim hætti sinnt hlutverki sínu bæði hvað varðar íþróttaiðkunina sjálfa og svo það félagslega starf sem því fylgir. Kjarninn í öllu þessu félagsstarfi hvílir á herðum sjálfboðaliða, sem löngum hefur skipað veglegan sess í öllu okkar félagsstarfi. Starfsemin skilar miklum almannagæðum til okkar samfélags og þá er hægt að vitna til fjölmargra rannsókna sem staðfesta forvarnargildi íþrótta og að þátttaka barna og unglinga í skipulögðu íþróttastarfi dregur úr líkum á hvers konar frávikshegðun. Þannig hafa rannsóknir m.a. sýnt að þátttaka í skipulögðu íþróttastarfi hefur jákvæð áhrif á námsárangur, sjálfsmynd, sjálfsvirðingu, líkamsmynd, heilsu og almenna líðan. Í nýlegri rannsókn sem sem unnin var af Rannsóknum og Greiningu fyrir fræðslusvið ÍSÍ kemur m.a. fram að unglingar sem stunda íþróttir með viðurkenndu íþróttafélagi eru líklegri til að standa sig betur í íslensku og stærðfræði. Sjálfsmynd þeirra er sterkari og þessir krakkar eru almennt hamingjusamari og ánægðari með líf sitt. Við teljum því mikilvægt að verja sjálfboðaliðastarfið í íþróttahreyfingunni og efla mannvirkjagerð. Í þeim tilgangi lögðum við Framsóknarmenn, á liðnu þingi, fram þingsályktunartillögu sem felur fjármála- og efnahagsráðherra að taka til endurskoðunar virðisaukskattsumhverfi íþróttahreyfingarinnar. Tillagan er tvíþætt og felur í sér að íþrótta- og ungmennafélög verði undanþegin virðisaukaskatti að öllu leyti og að þau fái jafnframt heimild til að fá endurgreiddan virðisaukaskatt af byggingu íþróttamannvirkja. Meginmarkmiðið er að ríkisstjórnin komi að því að efla skipulagða íþróttastarfsemi og þátttöku foreldra og annarra sjálfboðaliða í því starfi, verja sjálfboðaliðastarfið og efla mannvirkjagerð. Þannig viljum við Framsóknarmenn á báðum stjórnsýslustigum, ríkis og sveitarfélaga, halda áfram að vinna að uppbyggingu íþróttamannvirkja og efla skipulagt íþrótta- og tómstundastarf. Þá viljum við hjálpa fjölskyldum bæjarins við að styðja og hvetja börnin sín til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi með betra frístundakorti til handa ungum sem öldnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Willum Þór Þórsson Mest lesið Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Sjá meira
Uppruna Framsóknarflokksins má m.a. rekja til ungmennafélaganna sem þegar í upphafi síðustu aldar börðust fyrir almennum umbótum, aukinni menntun og bættu mannlífi í gegnum samvinnu og öflugt félagsstarf. Þannig er íþrótta- og æskulýðsstarf samofið sögu Framsóknarflokksins. Þegar grannt er skoðað má sjá þátt Framsóknarmanna í þeirri gríðarmikilli uppbyggingu mannvirkja og íþróttalífs í Kópavogi. Það þróttmikla og fjölmenna starf sem á sér stað í HK, Breiðabliki og Gerplu ber þessari uppbyggingu glöggt merki. Þá er athyglisvert starfið í Íþróttafélaginu Glóð, sem verður 10 ára í ár. Kjörorð þeirra; hreyfing, fæðuval, heilsa, ætti að vera okkur öllum til eftirbreytni. Stærsta reiðhöll landsins opnaði á árinu á Kjóavöllum og það verður að hrósa hestamannafélaginu Spretti fyrir kraft og dugnað við að reisa þetta glæsilega mannvirki sem á án vafa á eftir að efla hestamennskuna á svæðinu. Það er um leið mikilvægt að Kópavogsbær komi að því með myndarlegum hætti að tryggja stöndugan rekstur þessa mikla mannvirkis. Íþrótta- og ungmennafélög eru fjölskyldu- og félagsmiðstöðvar nútímasamfélags og þar þurfum við að horfa til hönnunar og aðstöðu til að tryggja að þær geti með þeim hætti sinnt hlutverki sínu bæði hvað varðar íþróttaiðkunina sjálfa og svo það félagslega starf sem því fylgir. Kjarninn í öllu þessu félagsstarfi hvílir á herðum sjálfboðaliða, sem löngum hefur skipað veglegan sess í öllu okkar félagsstarfi. Starfsemin skilar miklum almannagæðum til okkar samfélags og þá er hægt að vitna til fjölmargra rannsókna sem staðfesta forvarnargildi íþrótta og að þátttaka barna og unglinga í skipulögðu íþróttastarfi dregur úr líkum á hvers konar frávikshegðun. Þannig hafa rannsóknir m.a. sýnt að þátttaka í skipulögðu íþróttastarfi hefur jákvæð áhrif á námsárangur, sjálfsmynd, sjálfsvirðingu, líkamsmynd, heilsu og almenna líðan. Í nýlegri rannsókn sem sem unnin var af Rannsóknum og Greiningu fyrir fræðslusvið ÍSÍ kemur m.a. fram að unglingar sem stunda íþróttir með viðurkenndu íþróttafélagi eru líklegri til að standa sig betur í íslensku og stærðfræði. Sjálfsmynd þeirra er sterkari og þessir krakkar eru almennt hamingjusamari og ánægðari með líf sitt. Við teljum því mikilvægt að verja sjálfboðaliðastarfið í íþróttahreyfingunni og efla mannvirkjagerð. Í þeim tilgangi lögðum við Framsóknarmenn, á liðnu þingi, fram þingsályktunartillögu sem felur fjármála- og efnahagsráðherra að taka til endurskoðunar virðisaukskattsumhverfi íþróttahreyfingarinnar. Tillagan er tvíþætt og felur í sér að íþrótta- og ungmennafélög verði undanþegin virðisaukaskatti að öllu leyti og að þau fái jafnframt heimild til að fá endurgreiddan virðisaukaskatt af byggingu íþróttamannvirkja. Meginmarkmiðið er að ríkisstjórnin komi að því að efla skipulagða íþróttastarfsemi og þátttöku foreldra og annarra sjálfboðaliða í því starfi, verja sjálfboðaliðastarfið og efla mannvirkjagerð. Þannig viljum við Framsóknarmenn á báðum stjórnsýslustigum, ríkis og sveitarfélaga, halda áfram að vinna að uppbyggingu íþróttamannvirkja og efla skipulagt íþrótta- og tómstundastarf. Þá viljum við hjálpa fjölskyldum bæjarins við að styðja og hvetja börnin sín til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi með betra frístundakorti til handa ungum sem öldnum.
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun