

Bændur vildu síma 1905, „þeir vildu gemsann“
Fyrir þessum pólitísku hreyfingum fóru tveir af glæsilegustu mönnum Íslandssögunnar, annars vegar Hannes Hafstein, ráðherra og skáld. Hann var sæstrengsmaður. Hins vegar Einar Benediktsson, skáld og athafnamaður. Hann vildi loftskeytasamband og var sjálfur með umboð og einkaleyfi Marconifélagsins á Norðurlöndunum.
Um hvað var deilt 1905?
Nú hendir þetta slys Bolla Héðinsson, ágætan mann, að tengja símadeiluna 1905 inn í þá umræðu að núverandi ríkisstjórn hefur ákveðið að koma hreint fram við Brussel og draga aðlögunina að ESB til baka og fylgja þar með eftir hálfnuðu verki fyrri ríkisstjórnar sem hafði lagt viðræðurnar í frost af því að þær voru að stranda á stóru málunum um landbúnað og sjávarútveg, ekki síst landhelginni. Spyrjið bara þá Steingrím J. Sigfússon og Ögmund Jónasson um staðreyndir málsins.
Bolli verður að lesa betur heima, hann getur farið í bæði ævisögu Einars Benediktssonar eftir Guðjón Friðriksson eða Öldina okkar eða Söguþræði Símans og Sögu Símans í 100 ár. En þar segir frá Reykjavíkurreið bænda 1905 og virðist hún vera liður í mjög pólitískum átökum á Íslandi þá.
Tillögur bændafundarins snerust um tvö stór pólitísk mál. Í fyrsta lagi ályktaði fundurinn um þann „stjórnarfarslega voða, sem sjálfstjórn hinnar íslensku þjóðar stafar af því, að forsætisráðherra Dana undirskrifi skipunarbréf Íslandsráðherra“. Í öðru lagi skorar „Bændafundurinn á Alþingi mjög alvarlega að hafna algerlega ritsímasamningi þeim, er ráðherra Íslands gerði sl. haust við stóra norræna símafélagið.
Jafnframt skorar fundurinn á þing og stjórn að sinna tilboðum loftskeytafélaga um loftskeytasamband milli Íslands og útlanda og innan lands eða fresta málinu að öðrum kosti“.
Hverjir voru í liði bænda?
Þessir bændur voru ekki að mótmæla síma, þeir voru að mæla með nýjustu tækni og töluðu fyrir loftskeytasambandi við útlönd. Í hópi þessara bænda voru fyrirliðarnir ekki neinir afturhaldsmenn, þar fór sjálfur Einar Benediktsson, skáld og sýslumaður Rangæinga fyrir liði. Nú spyr ég þig Bolli og alla þá sem þekkja sögu Einars Benediktssonar en hann stóð að þessari hópreið: Hver trúir þeirri vitleysu að hann, framsæknasti Íslendingurinn í upphafi síðustu aldar, heimsborgari og mestur framfaramaður landsins, hafi barist gegn símanum, ég spyr?
Einar var langt á undan samtímanum, búinn að hanna rafvæðingu landsins fyrir fyrri heimsstyrjöld, sá alls staðar tækifæri, vildi selja norðurljósin sem gert er nú eitt hundrað árum síðar. Hver trúir að hann hafi barist gegn símasambandi eða samskiptum við umheiminn? En Einar var á heimavelli hvar sem hann kom á mannfagnaði erlendis, viðskiftajöfur Íslands. Það voru heldur engir aukvisar í hans liði. Þar má nefna þá Björn Jónsson, síðar ráðherra, Valtý Guðmundsson, alþingismann og ritstjóra, og Eyjólf Guðmundsson, landshöfðingja í Hvammi, Gest Einarsson á Hæli, Þorstein Thorarensen á Móeiðarhvoli og séra Jens Pálsson í Görðum.
Frumburður landsins
Að lokum þakkaði Guðmundur Finnbogason, mestur menntamaður þá, bændum skörungsskapinn að sýna, að þeir vildu ekki selja frumburðarrétt sinn eins og Esaú forðum. Bændurnir 1905 voru í sömu hugleiðingum og fólkið sem nú stendur á Austurvelli. Þeir komu til að mótmæla stjórnvöldum. Deilan nú snýst kannski enn frekar um frumburðarrétt okkar og landsins. Og hverjir ráði lífi og lögum, auðlindum og ákvörðunum Íslendinga í framtíðinni. En í þeim efnum voru þeir samherjar, Hannes Hafstein og Einar Benediktsson.
Þeir vildu frelsi landsins, fjárfestingu og framfarir. Eins og ég trúi reyndar að allir Íslendingar vilji hvar sem þeir standa í Evrópusambandsmálinu. Bændurnir 1905 voru á undan í hugsuninni en ekki afturhaldsmenn.
Skoðun

Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér
Heiða Ingimarsdóttir skrifar

Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn
Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar

Geislameðferð sem lífsbjörg
Ingibjörg Isaksen skrifar

Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Stöðvum helvíti á jörðu
Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar

Hversu mikið er nóg?
Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar

Til þeirra sem fagna
Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar

Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis
Elliði Vignisson skrifar

Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni
Ellen Calmon skrifar

Að flokka hver vinnur og hver tapar
Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar

Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi
Jón Kaldal skrifar

Má berja blaðamenn?
Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar

Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum
Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar

Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá
Sveinn Rúnar Hauksson skrifar

Samfélagið innan samfélagsins
Sigríður Svanborgardóttir skrifar

Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu
Andri Björn Róbertsson skrifar

Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum
Kjartan Páll Sveinsson skrifar

„Oft er flagð undir fögru skinni“
Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar

Orðhengilsháttur og lygar
Elín Erna Steinarsdóttir skrifar

Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki?
Sigvaldi Einarsson skrifar

Ráðherra gengur fram án laga
Svanur Guðmundsson skrifar

Hagkvæmur kostur utan friðlands
Jóna Bjarnadóttir skrifar

Gagnsæi og inntak
Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar

Sumargjöf
Þórunn Sigurðardóttir skrifar

Hannað fyrir miklu stærri markaði
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Grafarvogur framtíðar verður til
Sara Björg Sigurðardóttir skrifar

Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja
Sigurjón Þórðarson skrifar

Menntastefna 2030
Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar

Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands
Uggi Jónsson skrifar