Að rífast við sjálfan sig Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 19. september 2014 00:00 Það er ekki hægt að halda því fram að það sé djúpstæður ágreiningur milli stjórnar og stjórnarandstöðu um einföldun á virðisaukaskattskerfinu. Það væri líka fjarstæða að halda því fram að það sé himinn og haf á milli stefnu núverandi og fyrrverandi stjórnar vegna auðlegðarskattsins. Þegar Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, settist tímabundið í stól fjármálaráðherra, í einni af fjölmörgum ráðherra- og ráðuneytishrókeringum síðasta kjörtímabils, sagði hún í viðtali við Viðskiptablaðið þann 25. ágúst 2012: „Ég myndi vilja skoða það að lækka efra þrepið þegar fram í sækir. Mér líst betur á það að vera bara með eitt þrep, þannig að við getum lækkað það sem nú er í efra þrepi og endurskoðað það sem er á undanþágunni. Við þurfum að endurskoða þetta reglulega. Allir borga virðisaukaskatt en við stýrum síðan ráðstöfunartekjunum og jöfnuði í gegnum tekjuskattinn. Ég er ánægð með þessi þrjú tekjuskattsþrep. Það eru hins vegar ákveðin vandamál með auðlegðarskattinn. Hann er þó tímabundinn og ég mun leggja áherslu á að endurnýja hann ekki.“ Nú getur enginn haldið því fram að á síðasta kjörtímabili hafi engar deilur verið uppi í hinni norrænu velferðarstjórn um lítil mál og stór. En enginn þáverandi stjórnarliði mótmælti þó ummælum ráðherrans. Reyndar var það stefna beggja þáverandi stjórnarflokka í aðdraganda kosninga vorið 2013, að endurnýja ekki auðlegðarskattinn heldur láta gildistíma hans renna út um áramótin 2014-2015 líkt og áform núverandi ríkisstjórnar eru.Popúlísk upphlaup „góða fólksins“ Það er álit flestra ef ekki allra er um efnahags- og skattamál fjalla, að það sé beinlínis rangt að jafna kjör fólks með neyslustýringum í gegnum neysluskattakerfið. Rétta leiðin til þeirra hluta sé að gera það í gegnum tekjuskattinn og bótakerfið. Því má vel halda fram að þverpólitísk sátt sé um afnám vörugjalda, líkt og stefnt er að í nýframlögðu fjárlagafrumvarpi. Enda vörugjöldin svo sannarlega barn síns tíma og álitamál reyndar hvort þau hafi nokkurn tímann verið réttlætanleg. Það sé hins vegar ekki pólitískt klókt að þeirra mati að fagna þeim breytingum svo eftir sé tekið. Heldur sé það umræðunni frekar til framdráttar að vera „fúll á móti“ og hamra á röngum útreikningum um niðurstöðu þessara aðgerða allra fyrir íslensk heimili. Það er einnig alveg morgunljóst að ekki er hægt að koma á einu virðisaukaskattsþrepi nema bæði þrepin nálgist hvort annað. Það lægra hækki og hærra þrepið lækki. Að reikna með öðru ber í besta falli vott um „valkvæða“ vanþekkingu á málinu. Vissulega má alltaf um það deila hvort lækkunin hafi mátt vera meiri á kostnað hækkunarinnar. En í ljósi afnáms vörugjalda, er það alveg kýrskýrt, að um skref í átt til betri kjara almennings sé að ræða. Hvað sem rangfærslum og popúlískum upphlaupum „góða fólksins“ líður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 15. maí 2023 - 75 ár frá upphafi Nakba Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Það er ekki hægt að halda því fram að það sé djúpstæður ágreiningur milli stjórnar og stjórnarandstöðu um einföldun á virðisaukaskattskerfinu. Það væri líka fjarstæða að halda því fram að það sé himinn og haf á milli stefnu núverandi og fyrrverandi stjórnar vegna auðlegðarskattsins. Þegar Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, settist tímabundið í stól fjármálaráðherra, í einni af fjölmörgum ráðherra- og ráðuneytishrókeringum síðasta kjörtímabils, sagði hún í viðtali við Viðskiptablaðið þann 25. ágúst 2012: „Ég myndi vilja skoða það að lækka efra þrepið þegar fram í sækir. Mér líst betur á það að vera bara með eitt þrep, þannig að við getum lækkað það sem nú er í efra þrepi og endurskoðað það sem er á undanþágunni. Við þurfum að endurskoða þetta reglulega. Allir borga virðisaukaskatt en við stýrum síðan ráðstöfunartekjunum og jöfnuði í gegnum tekjuskattinn. Ég er ánægð með þessi þrjú tekjuskattsþrep. Það eru hins vegar ákveðin vandamál með auðlegðarskattinn. Hann er þó tímabundinn og ég mun leggja áherslu á að endurnýja hann ekki.“ Nú getur enginn haldið því fram að á síðasta kjörtímabili hafi engar deilur verið uppi í hinni norrænu velferðarstjórn um lítil mál og stór. En enginn þáverandi stjórnarliði mótmælti þó ummælum ráðherrans. Reyndar var það stefna beggja þáverandi stjórnarflokka í aðdraganda kosninga vorið 2013, að endurnýja ekki auðlegðarskattinn heldur láta gildistíma hans renna út um áramótin 2014-2015 líkt og áform núverandi ríkisstjórnar eru.Popúlísk upphlaup „góða fólksins“ Það er álit flestra ef ekki allra er um efnahags- og skattamál fjalla, að það sé beinlínis rangt að jafna kjör fólks með neyslustýringum í gegnum neysluskattakerfið. Rétta leiðin til þeirra hluta sé að gera það í gegnum tekjuskattinn og bótakerfið. Því má vel halda fram að þverpólitísk sátt sé um afnám vörugjalda, líkt og stefnt er að í nýframlögðu fjárlagafrumvarpi. Enda vörugjöldin svo sannarlega barn síns tíma og álitamál reyndar hvort þau hafi nokkurn tímann verið réttlætanleg. Það sé hins vegar ekki pólitískt klókt að þeirra mati að fagna þeim breytingum svo eftir sé tekið. Heldur sé það umræðunni frekar til framdráttar að vera „fúll á móti“ og hamra á röngum útreikningum um niðurstöðu þessara aðgerða allra fyrir íslensk heimili. Það er einnig alveg morgunljóst að ekki er hægt að koma á einu virðisaukaskattsþrepi nema bæði þrepin nálgist hvort annað. Það lægra hækki og hærra þrepið lækki. Að reikna með öðru ber í besta falli vott um „valkvæða“ vanþekkingu á málinu. Vissulega má alltaf um það deila hvort lækkunin hafi mátt vera meiri á kostnað hækkunarinnar. En í ljósi afnáms vörugjalda, er það alveg kýrskýrt, að um skref í átt til betri kjara almennings sé að ræða. Hvað sem rangfærslum og popúlískum upphlaupum „góða fólksins“ líður.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun