Trúin á hagsmunina Bjarni Karlsson skrifar 11. september 2014 07:00 Við lifum í menningu sem nennir ekki að ræða ólíkar skoðanir en horfir fremur á hagsmuni. Við tökum meiningar manna eða lífsskoðanir ekki of hátíðlega því þegar upp er staðið virðast allir bara vera að hugsa um sína hagsmuni. Deilurnar um morgun- og kvöldorð á RÚV hafa fengið þennan farveg líkt og annað. Stór notendahópur gengur fram og vill halda þessu óbreyttu og flestir líta svo á að hér séu hagsmunir trúaðra sem haldi sínum kröfum á lofti. Gegn þessu kemur sú staðhæfing að hér sé fátt á ferð annað en argur minnihlutahópur eldri borgara og þeirra sem vilji boða tiltekna trú. Taka skal fram að frá því dagskrárstjórnendur Rásar 1 tilkynntu að fella skyldi niður allan guðsorðalestur og bænahald kvölds og morgna hefur orðið viðsnúningur. Samanlagður tími kvöld- og morgunorða hefur ekki verið styttur heldur hafa morgunorðin með biblíulestri, íhugun og bæn orðið ítarlegri en áður, bætt hefur verið við þætti þar sem fjalla skal um trúmál á víðum grunni hvert sunnudagskvöld á besta tíma auk þess sem góðir útvarpsmenn hafa tekið höndum saman í þættinum Rökkurtónum á gamla kvöldorðatímanum þar sem við fáum að heyra áhugaverða tilraun guðfræðingsins og útvarpsmannsins Ævars Kjartanssonar til að hugleiða á forsendum almennrar skynsemi. Leikin eru ljúf lög og segja má að þarna sé mál hugar og hjarta á dagskrá þótt ég og aðrir sem iðka bæn sakni þess að heyra ekki bænamál. Ekki verður þó sagt að dagskrárstjórar hafi ekki hlýtt á fólk og endurskoðað fyrri ákvarðanir. Að mínum dómi getur það ekki verið krafa okkar sem trúum á Jesú að kristindómur sé tjáður í ríkisútvarpinu. Við þráum að svo sé og óskum þess heitt en við krefjumst þess ekki. Eina krafan sem kristnin í landinu getur haldið á lofti er krafan um almannahag. Jesús stóð með almenningi gegn allri þöggun og smættun á fólki. – Veistu ekki að ég hef vald? Spurði Pílatus Krist. – Þú hefðir ekkert vald nema þér væri gefið það að ofan, ansaði hann. Þannig benti hann á hvernig þvingunarvaldið er spunnið að ofan úr kerfi yfirráða. Svar hans er ævarandi áminning til allra sem fara með völd: Mundu að þú ert maður eins og ég.Bænamál ólíkra kirkjudeilda Tíðarandinn horfir á hagsmuni en gefur lítið fyrir skoðanir. Pólitík er látin fjalla um hag ólíkra hópa og þegar talað er um réttlæti er einkum átt við jafnræðisregluna því við trúum ekki að til sé neitt réttlæti í sjálfu sér. Ég hygg að hugmyndin um hagsmuni á kostnað lífsskoðana sé snjallasta útfærslan á yfirráðum sem fram hefur komið og að Pílatus og rómverska valdið með sína landstjóra og standandi heri hafi verið hógvært í samanburði. Rökræðu er hafnað, hvers konar lífssýn tortryggð og þeim fækkar sem bera ábyrgð gagnvart almenningi á sama tíma og ofurlaun vaxa og margvíslegur annar ójöfnuður gagnvart mönnum og náttúru vegna þess að það er ekkert réttlæti, bara hagsmunir. Við þetta bætist sú tæra snilld að kostnaður yfirráðakerfisins er í lágmarki því allur almenningur er samtaka í trúnni á að ekkert réttlæti sé til í heiminum og hin fátæku telja sig sjálf bera ábyrgð á stöðu sinni. Þannig ritskoðar almenningur sjálfan sig og hin stóru trúarbrögð vestræns nútíma eru trúin á hagsmunina. Fylgjendur Jesú frá Nasaret geta ekki skilgreint sig sem hagsmunahóp. Að því leyti sem kristin kirkja fer að eðli sínu og fylgir stofnanda sínum stendur hún utan hagsmuna og heldur engu á lofti öðru en almannahag. Við trúum á Guð sem elskar af ástríðu og hefur fyrirætlanir, meiningar. Við treystum Jesú Kristi og sjáum í honum hið sanna réttlæti. Við trúum á heilagan anda sem býr í fólki og laðar fram Guðs góða vilja. Þess vegna höfum við enga kenningu aðra en persónu frelsarans, ekkert trúarkerfi nema bænamálið og íhugun ritningarinnar, enga kröfu umfram þá að mennskan sé ekki kæfð með hroka. Þar er komin ástæða þess að við vonum að guðsorð og bænir fái að óma í útvarpinu. Hvernig væri ef Ævar Kjartansson leyfði okkur að heyra bænamál ólíkra kirkjudeilda og trúarbragða á kvöldin? Okkar hefðbundna og þjóðlega kristni ætti sinn stað á morgnana en ákall mannsandans í fjölbreytileika sínum á kvöldin? Væri það ekki sanngjarnt og þokkafullt? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Við lifum í menningu sem nennir ekki að ræða ólíkar skoðanir en horfir fremur á hagsmuni. Við tökum meiningar manna eða lífsskoðanir ekki of hátíðlega því þegar upp er staðið virðast allir bara vera að hugsa um sína hagsmuni. Deilurnar um morgun- og kvöldorð á RÚV hafa fengið þennan farveg líkt og annað. Stór notendahópur gengur fram og vill halda þessu óbreyttu og flestir líta svo á að hér séu hagsmunir trúaðra sem haldi sínum kröfum á lofti. Gegn þessu kemur sú staðhæfing að hér sé fátt á ferð annað en argur minnihlutahópur eldri borgara og þeirra sem vilji boða tiltekna trú. Taka skal fram að frá því dagskrárstjórnendur Rásar 1 tilkynntu að fella skyldi niður allan guðsorðalestur og bænahald kvölds og morgna hefur orðið viðsnúningur. Samanlagður tími kvöld- og morgunorða hefur ekki verið styttur heldur hafa morgunorðin með biblíulestri, íhugun og bæn orðið ítarlegri en áður, bætt hefur verið við þætti þar sem fjalla skal um trúmál á víðum grunni hvert sunnudagskvöld á besta tíma auk þess sem góðir útvarpsmenn hafa tekið höndum saman í þættinum Rökkurtónum á gamla kvöldorðatímanum þar sem við fáum að heyra áhugaverða tilraun guðfræðingsins og útvarpsmannsins Ævars Kjartanssonar til að hugleiða á forsendum almennrar skynsemi. Leikin eru ljúf lög og segja má að þarna sé mál hugar og hjarta á dagskrá þótt ég og aðrir sem iðka bæn sakni þess að heyra ekki bænamál. Ekki verður þó sagt að dagskrárstjórar hafi ekki hlýtt á fólk og endurskoðað fyrri ákvarðanir. Að mínum dómi getur það ekki verið krafa okkar sem trúum á Jesú að kristindómur sé tjáður í ríkisútvarpinu. Við þráum að svo sé og óskum þess heitt en við krefjumst þess ekki. Eina krafan sem kristnin í landinu getur haldið á lofti er krafan um almannahag. Jesús stóð með almenningi gegn allri þöggun og smættun á fólki. – Veistu ekki að ég hef vald? Spurði Pílatus Krist. – Þú hefðir ekkert vald nema þér væri gefið það að ofan, ansaði hann. Þannig benti hann á hvernig þvingunarvaldið er spunnið að ofan úr kerfi yfirráða. Svar hans er ævarandi áminning til allra sem fara með völd: Mundu að þú ert maður eins og ég.Bænamál ólíkra kirkjudeilda Tíðarandinn horfir á hagsmuni en gefur lítið fyrir skoðanir. Pólitík er látin fjalla um hag ólíkra hópa og þegar talað er um réttlæti er einkum átt við jafnræðisregluna því við trúum ekki að til sé neitt réttlæti í sjálfu sér. Ég hygg að hugmyndin um hagsmuni á kostnað lífsskoðana sé snjallasta útfærslan á yfirráðum sem fram hefur komið og að Pílatus og rómverska valdið með sína landstjóra og standandi heri hafi verið hógvært í samanburði. Rökræðu er hafnað, hvers konar lífssýn tortryggð og þeim fækkar sem bera ábyrgð gagnvart almenningi á sama tíma og ofurlaun vaxa og margvíslegur annar ójöfnuður gagnvart mönnum og náttúru vegna þess að það er ekkert réttlæti, bara hagsmunir. Við þetta bætist sú tæra snilld að kostnaður yfirráðakerfisins er í lágmarki því allur almenningur er samtaka í trúnni á að ekkert réttlæti sé til í heiminum og hin fátæku telja sig sjálf bera ábyrgð á stöðu sinni. Þannig ritskoðar almenningur sjálfan sig og hin stóru trúarbrögð vestræns nútíma eru trúin á hagsmunina. Fylgjendur Jesú frá Nasaret geta ekki skilgreint sig sem hagsmunahóp. Að því leyti sem kristin kirkja fer að eðli sínu og fylgir stofnanda sínum stendur hún utan hagsmuna og heldur engu á lofti öðru en almannahag. Við trúum á Guð sem elskar af ástríðu og hefur fyrirætlanir, meiningar. Við treystum Jesú Kristi og sjáum í honum hið sanna réttlæti. Við trúum á heilagan anda sem býr í fólki og laðar fram Guðs góða vilja. Þess vegna höfum við enga kenningu aðra en persónu frelsarans, ekkert trúarkerfi nema bænamálið og íhugun ritningarinnar, enga kröfu umfram þá að mennskan sé ekki kæfð með hroka. Þar er komin ástæða þess að við vonum að guðsorð og bænir fái að óma í útvarpinu. Hvernig væri ef Ævar Kjartansson leyfði okkur að heyra bænamál ólíkra kirkjudeilda og trúarbragða á kvöldin? Okkar hefðbundna og þjóðlega kristni ætti sinn stað á morgnana en ákall mannsandans í fjölbreytileika sínum á kvöldin? Væri það ekki sanngjarnt og þokkafullt?
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun