Áskorun til vinnustaða Hildur Friðriksdóttir skrifar 1. apríl 2014 07:00 Hér með skora ég á stjórnendur fyrirtækja og stofnana að taka umræðu meðal starfsfólks síns, mánudaginn 7. apríl nk., um hvort langvarandi streita sé til staðar hjá starfsfólkinu eða á vinnustaðnum sem heild. Þessi dagsetning er ekki tilviljun heldur er 7. apríl upphafsdagur árlegrar herferðar Evrópsku vinnuverndarstofnunarinnar (European Agency for Safety and Health) um heilbrigða vinnustaði. Að þessu sinni snýr herferðin að streitu og sálfélagslegum áhættuþáttum, sem stjórnendur virðast stundum eiga erfiðara með að átta sig á og vinna með frekar en umhverfis- og öryggismálum.60% fjarvista vegna streitu Innan Evrópusambandsins er talið að 50-60% veikindafjarvista megi rekja til streitu og annarra sálfélagslegra þátta. Sálfélagslegir áhættuþættir tengjast andlegri og líkamlegri vanlíðan sem rekja má til vinnuaðstæðna og stjórnunarhátta. Margt skiptir máli en til dæmis má nefna erfið samskipti á vinnustað, að gerðar séu of miklar eða of litlar kröfur til starfsmanns miðað við þá þekkingu sem hann hefur, stöðug tímapressa, að geta ekki tekið hlé eftir þörfum, auk fjölmargra annarra þátta. Streita myndast þegar kröfur í vinnu eru umfram hæfni eða getu starfsmannsins til að standast kröfurnar, hvort sem hann skortir verkfæri, þekkingu, upplýsingar eða úrræði, svo dæmi séu nefnd. Oft má með litlum eða engum tilkostnaði draga úr streitu og þar með auka vellíðan á vinnustaðnum. Í verkefnavinnu í fyrirlestrum um álag, streitu og kulnun í starfi, sem ég hef haldið á tugum vinnustaða, hefur alltaf sýnt sig að hægt er að draga úr streitu til dæmis með breyttu vinnulagi, markvissara upplýsingaflæði og bættum samskiptum. Þættir sem kosta engin útgjöld heldur einungis breytta hugsun eða viðhorf.Tengsl við kvilla og sjúkdóma Margir átta sig ekki á hversu víðtæk tengsl eru á milli langvarandi streitu og ýmissa sjúkdóma og kvilla, eins og til dæmis verkja í hálsi og herðum, bakverks, höfuðverks, kransæðasjúkdóms, hjartsláttartruflana, þunglyndis, kvíða og síðast en ekki síst svefnerfiðleika. Fólk sem er haldið mikilli og langvarandi streitu er líklegra til að hafa leitað oftar til læknis vegna þessara einkenna og að vera meira fjarverandi frá vinnu vegna veikinda. Ávinningur þess að skoða hvað veldur streitu á vinnustöðum er því mikill. Stjórnendur sem taka streitu starfsfólks síns alvarlega og vinna að lausnum munu fljótt sjá ánægðara starfsfólk og aukna framleiðni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Betri þjónusta Strætó Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Hér með skora ég á stjórnendur fyrirtækja og stofnana að taka umræðu meðal starfsfólks síns, mánudaginn 7. apríl nk., um hvort langvarandi streita sé til staðar hjá starfsfólkinu eða á vinnustaðnum sem heild. Þessi dagsetning er ekki tilviljun heldur er 7. apríl upphafsdagur árlegrar herferðar Evrópsku vinnuverndarstofnunarinnar (European Agency for Safety and Health) um heilbrigða vinnustaði. Að þessu sinni snýr herferðin að streitu og sálfélagslegum áhættuþáttum, sem stjórnendur virðast stundum eiga erfiðara með að átta sig á og vinna með frekar en umhverfis- og öryggismálum.60% fjarvista vegna streitu Innan Evrópusambandsins er talið að 50-60% veikindafjarvista megi rekja til streitu og annarra sálfélagslegra þátta. Sálfélagslegir áhættuþættir tengjast andlegri og líkamlegri vanlíðan sem rekja má til vinnuaðstæðna og stjórnunarhátta. Margt skiptir máli en til dæmis má nefna erfið samskipti á vinnustað, að gerðar séu of miklar eða of litlar kröfur til starfsmanns miðað við þá þekkingu sem hann hefur, stöðug tímapressa, að geta ekki tekið hlé eftir þörfum, auk fjölmargra annarra þátta. Streita myndast þegar kröfur í vinnu eru umfram hæfni eða getu starfsmannsins til að standast kröfurnar, hvort sem hann skortir verkfæri, þekkingu, upplýsingar eða úrræði, svo dæmi séu nefnd. Oft má með litlum eða engum tilkostnaði draga úr streitu og þar með auka vellíðan á vinnustaðnum. Í verkefnavinnu í fyrirlestrum um álag, streitu og kulnun í starfi, sem ég hef haldið á tugum vinnustaða, hefur alltaf sýnt sig að hægt er að draga úr streitu til dæmis með breyttu vinnulagi, markvissara upplýsingaflæði og bættum samskiptum. Þættir sem kosta engin útgjöld heldur einungis breytta hugsun eða viðhorf.Tengsl við kvilla og sjúkdóma Margir átta sig ekki á hversu víðtæk tengsl eru á milli langvarandi streitu og ýmissa sjúkdóma og kvilla, eins og til dæmis verkja í hálsi og herðum, bakverks, höfuðverks, kransæðasjúkdóms, hjartsláttartruflana, þunglyndis, kvíða og síðast en ekki síst svefnerfiðleika. Fólk sem er haldið mikilli og langvarandi streitu er líklegra til að hafa leitað oftar til læknis vegna þessara einkenna og að vera meira fjarverandi frá vinnu vegna veikinda. Ávinningur þess að skoða hvað veldur streitu á vinnustöðum er því mikill. Stjórnendur sem taka streitu starfsfólks síns alvarlega og vinna að lausnum munu fljótt sjá ánægðara starfsfólk og aukna framleiðni.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar