Bakkmyndavélar skylda árið 2018 Finnur Thorlacius skrifar 1. apríl 2014 11:36 Útsýni úr bakkmyndavél. theautochannel.com Fyrir bandaríska þinginu liggur nú frumvarp þess efnis að í öllum nýjum bílum árið 2018 verði að vera bakkmyndavélar. Umræða um þessa kröfu hefur verið á þinginu frá því árið 2008, eftir mörg slys þar sem foreldrar og aðrir ökumenn höfðu bakkað yfir börn og þau látist. Tillaga lá fyrir strax árið 2010, en gildistöku hennar var sífellt frestað vegna þess mikla kostnaðar sem bílaframleiðendur þyrftu að leggja í. Frumvarpið sem nú liggur frammi kveður á um áfangabundna skildu framleiðenda og í maí árið 2016 verða 10% nýrra bíla allra framleiðenda að vera með bakkmyndavélar, 40% í maí árið 2017 og 100% í maí árið 2018. Er þetta gert til að bílframleiðendur hafi aðlögunartíma. Mörg fyrirtæki uppfylla skilduna fyrir árið 2016 og nokkur einnig fyrir árið 2017. Tillagan tekur einnig til þess sjónsviðs sem myndavélarnar þurfa að ná til. Kostnaður framleiðenda við bakkmyndavél í hverjum bíl er 132-142 dollarar, eða 15-16 þúsund krónur og þar sem kaupendur eru almennt hrifnir af þessum búnaði þykir mörgum að sá kostnaður sé ekki mjög íþyngjandi fyrir þá. Heildarkostnaður framleiðendanna verður engu að síður 546-640 milljón dollarar á ári, eða 61-72 milljarðar króna. Dauðaslys í Bandaríkjunum þar sem bakkað er yfir fólk eru um 210 á ári og að auki valda þau 15.000 slysum. Búist er við því að bakkmyndavélar komi í veg fyrir 60-70 dauðaslys í Bandaríkjunum af þessum orsökum. Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent
Fyrir bandaríska þinginu liggur nú frumvarp þess efnis að í öllum nýjum bílum árið 2018 verði að vera bakkmyndavélar. Umræða um þessa kröfu hefur verið á þinginu frá því árið 2008, eftir mörg slys þar sem foreldrar og aðrir ökumenn höfðu bakkað yfir börn og þau látist. Tillaga lá fyrir strax árið 2010, en gildistöku hennar var sífellt frestað vegna þess mikla kostnaðar sem bílaframleiðendur þyrftu að leggja í. Frumvarpið sem nú liggur frammi kveður á um áfangabundna skildu framleiðenda og í maí árið 2016 verða 10% nýrra bíla allra framleiðenda að vera með bakkmyndavélar, 40% í maí árið 2017 og 100% í maí árið 2018. Er þetta gert til að bílframleiðendur hafi aðlögunartíma. Mörg fyrirtæki uppfylla skilduna fyrir árið 2016 og nokkur einnig fyrir árið 2017. Tillagan tekur einnig til þess sjónsviðs sem myndavélarnar þurfa að ná til. Kostnaður framleiðenda við bakkmyndavél í hverjum bíl er 132-142 dollarar, eða 15-16 þúsund krónur og þar sem kaupendur eru almennt hrifnir af þessum búnaði þykir mörgum að sá kostnaður sé ekki mjög íþyngjandi fyrir þá. Heildarkostnaður framleiðendanna verður engu að síður 546-640 milljón dollarar á ári, eða 61-72 milljarðar króna. Dauðaslys í Bandaríkjunum þar sem bakkað er yfir fólk eru um 210 á ári og að auki valda þau 15.000 slysum. Búist er við því að bakkmyndavélar komi í veg fyrir 60-70 dauðaslys í Bandaríkjunum af þessum orsökum.
Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent