Hroki og hleypidómar Gísla Sigurjón Jónsson skrifar 1. apríl 2014 19:00 Gísli Marteinn Baldursson hélt erindi á vegum Landsbankans á dögunum undir yfirskriftinni ,,Er hætta á að Reykjavík verði túristagildra?“ Erindið var að hluta mjög gott að frátöldum ákveðnum hrokafullum ummælum. Í umræðunni hefur verið að þörf sé að stækka ferðamannasvæðið á höfuðborgarsvæðinu þar sem miðbærinn er sprunginn. Margir líta því til Kópavogs þar sem hann er jú mið-punktur höfuðborgarsvæðisins og hefur alla burði til að taka á móti ferðamönnum. ,,Ég bið til Guðs að einhver túristi lendi ekki í því að vera á einhverju glötuðu hóteli í Kópavogi, fyrirgefið þið. Vegna þess að hann verður bara brenndur af því. Það er ekki gaman þar.“ Sagði Gísli Marteinn í kynningunni og þessi ummæli fara fyrir brjóstið á mér sem og öðrum stoltum Kópavogsbúum. Þau eru sett fram til að gera lítið úr okkar frábæra bæjarfélagi. Þessi ummæli eru Gísla Marteini til skammar og bera vott af hroka og fáfræði ásamt því augljósa að vera kol röng. Líkt og Gísli Marteinn kom inn á í yfirferð sinni þá vilja ferðamenn forðast „túristagildruna“ sem miðbærinn er að verða og því er eðlilegt að horft sé yfir Fossvoginn í átt að Kópavogi. Fjölgun hótela í Kópavogi er í kortunum og væntalegt að nokkur ný hótel muni opna í Kópavogi á næstu árum. Kópavogur hefur nefnilega alla burði til að verða eftirsóknarverður áfangastaður fyrir ferðamenn að sækja. Er það eitthvað sem Gísli Marteinn óttast? Gísli Marteinn hendir fram mörgum góðum rökum í yfirferð sinni sem einmitt styðja það að Kópavogur sé ákjósanlegur staður fyrir ferðamenn áður en hann fer svo í þversögn við sjálfan sig. Í vinnslu núna er mótun ferðamálastefnu fyrir Kópavogsbæ, hér eru tækifærin, mun betri tækifæri heldur en í Skeifunni og Múlunum sem Gísli nefnir. Gísli telur lykilinn að því að verða eftirsóttur áfangastaður ferðamanna er að vera ,,most livable city“ eða besti staður til að búa á. Sameiginlegir hagsmunir fara saman að gera Reykjavík að frábærri borg til að búa í og að gera Reykjavík að frábærri túristaborg. Kópavogur hefur hinsvegar tvöfaldast í íbúafjölda á síðustu 15 árum einmitt vegna þess að það er frábært að búa þar. Á sama tíma hefur Reykjavík stækkað um tæp 10%. Kópavogur er nefnilega frábær staður til að búa í og þar af leiðandi ákjósanlegur kostur fyrir ferðamenn, allavega samkvæmt Gísla. Gísli fer um víðan völl í erindi sínu og segir ferðamenn forðast túristagildruna og aðra ferðamenn. Ferðamenn vilja vera „lókal“ og nefnir kaffihús sem hann á hluti í og Sundlaug vesturbæjar sem ákjósanlega kosti í vesturbæ Reykjavíkur því þeir eru lókal. Í Kópavogi finnur þú tvær af flottustu sundlaugum landsins þar sem ekki hefur verið mikill ágangur ferðamanna og myndu flokkast að mínu viti sem „lókal“. Ég tel Vesturbæjarlaugina ekki standast neinn samanburð við þær laugar. Í Kópavogi eru einnig margir góðir hverfispöbbar og ágætis næturlíf sem ferðamenn geta sótt í mun öruggari umhverfi en í borg óttans. Með tilkomu göngubrúar frá Kársnesi yfir í Nauthólsvík er komin virkilega skemmtileg tenging frá Kópavogi í miðbæ Reykjavíkur. Sú samgöngubót mun opna nýjar víddir fyrir Kópavog sem áfangastað. Í Kópavogi er eina tívolí landsins, ein flottasta verslunarmiðstöð landsins, frábært skíðasvæði í Bláfjöllum, falleg opin græn svæði, skemmtilegar göngu og hjólaleiðir, álfarnir við Álfhólsveg, fjölbreyttir veitingastaðir, Þríhnjúkagígur sem er eitt mesta náttúruundur landsins, íþróttaaðstaða á heimsmælikvarða, flott tónlistarhús, glæsilegt listasafn, Hamraborgina og svo lengi mætti telja. Ásamt öllu þessu og meira til hefur Kópavogur frábæra íbúa sem taka vel á móti gestum og eru lausir við hroka. Kópavogsbær hefur nefnilega alla þá innviði sem þarf, nema hótel til að höfða til ferðamanna. Það liggur því í augum uppi að Kópavogur muni vekja athylgi ferðamanna á komandi árum en þá þarf samt að halda rétt á spilunum. Það þarf að bæta almenningssamgöngur og fara í markvisst markaðsstarf til að kynna Kópavog sem ákjósnlegan áfangastað fyrir ferðamenn. Hvort það markaðsstarf verði í samvinnu með Höfuðborgarstofu eða ekki verður að vega og meta. Ég tel það best að markaðssetja Kópavog undir nafni Kópavogs en ekki undir sama hatti og Reykjavík. Hamraborgarsvæðið mun njóta góðs af auknum ferðamannastraumi og styrkjast enn frekar sem miðbær Kópavogs. Gísli Marteinn heldur því svo fram í lok erindisins að ferðamenn komi alla þessa leið til Íslands til að sjá og hitta Reykvíkinga, því að Reykvíkingar eru svo kúl. Vissulega eru Reykvíkingar flottir en ég get ekki séð að þeir séu eitthvað athyglisverðari eða flottari en aðrir Íslendingar. Ég bið því til Guðs að Gísli Marteinn lendi á einhverju frábæru hóteli í Kópavogi einn daginn og hann átti sig á því að það er nefnilega virkilega gaman þar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Gísli Marteinn Baldursson hélt erindi á vegum Landsbankans á dögunum undir yfirskriftinni ,,Er hætta á að Reykjavík verði túristagildra?“ Erindið var að hluta mjög gott að frátöldum ákveðnum hrokafullum ummælum. Í umræðunni hefur verið að þörf sé að stækka ferðamannasvæðið á höfuðborgarsvæðinu þar sem miðbærinn er sprunginn. Margir líta því til Kópavogs þar sem hann er jú mið-punktur höfuðborgarsvæðisins og hefur alla burði til að taka á móti ferðamönnum. ,,Ég bið til Guðs að einhver túristi lendi ekki í því að vera á einhverju glötuðu hóteli í Kópavogi, fyrirgefið þið. Vegna þess að hann verður bara brenndur af því. Það er ekki gaman þar.“ Sagði Gísli Marteinn í kynningunni og þessi ummæli fara fyrir brjóstið á mér sem og öðrum stoltum Kópavogsbúum. Þau eru sett fram til að gera lítið úr okkar frábæra bæjarfélagi. Þessi ummæli eru Gísla Marteini til skammar og bera vott af hroka og fáfræði ásamt því augljósa að vera kol röng. Líkt og Gísli Marteinn kom inn á í yfirferð sinni þá vilja ferðamenn forðast „túristagildruna“ sem miðbærinn er að verða og því er eðlilegt að horft sé yfir Fossvoginn í átt að Kópavogi. Fjölgun hótela í Kópavogi er í kortunum og væntalegt að nokkur ný hótel muni opna í Kópavogi á næstu árum. Kópavogur hefur nefnilega alla burði til að verða eftirsóknarverður áfangastaður fyrir ferðamenn að sækja. Er það eitthvað sem Gísli Marteinn óttast? Gísli Marteinn hendir fram mörgum góðum rökum í yfirferð sinni sem einmitt styðja það að Kópavogur sé ákjósanlegur staður fyrir ferðamenn áður en hann fer svo í þversögn við sjálfan sig. Í vinnslu núna er mótun ferðamálastefnu fyrir Kópavogsbæ, hér eru tækifærin, mun betri tækifæri heldur en í Skeifunni og Múlunum sem Gísli nefnir. Gísli telur lykilinn að því að verða eftirsóttur áfangastaður ferðamanna er að vera ,,most livable city“ eða besti staður til að búa á. Sameiginlegir hagsmunir fara saman að gera Reykjavík að frábærri borg til að búa í og að gera Reykjavík að frábærri túristaborg. Kópavogur hefur hinsvegar tvöfaldast í íbúafjölda á síðustu 15 árum einmitt vegna þess að það er frábært að búa þar. Á sama tíma hefur Reykjavík stækkað um tæp 10%. Kópavogur er nefnilega frábær staður til að búa í og þar af leiðandi ákjósanlegur kostur fyrir ferðamenn, allavega samkvæmt Gísla. Gísli fer um víðan völl í erindi sínu og segir ferðamenn forðast túristagildruna og aðra ferðamenn. Ferðamenn vilja vera „lókal“ og nefnir kaffihús sem hann á hluti í og Sundlaug vesturbæjar sem ákjósanlega kosti í vesturbæ Reykjavíkur því þeir eru lókal. Í Kópavogi finnur þú tvær af flottustu sundlaugum landsins þar sem ekki hefur verið mikill ágangur ferðamanna og myndu flokkast að mínu viti sem „lókal“. Ég tel Vesturbæjarlaugina ekki standast neinn samanburð við þær laugar. Í Kópavogi eru einnig margir góðir hverfispöbbar og ágætis næturlíf sem ferðamenn geta sótt í mun öruggari umhverfi en í borg óttans. Með tilkomu göngubrúar frá Kársnesi yfir í Nauthólsvík er komin virkilega skemmtileg tenging frá Kópavogi í miðbæ Reykjavíkur. Sú samgöngubót mun opna nýjar víddir fyrir Kópavog sem áfangastað. Í Kópavogi er eina tívolí landsins, ein flottasta verslunarmiðstöð landsins, frábært skíðasvæði í Bláfjöllum, falleg opin græn svæði, skemmtilegar göngu og hjólaleiðir, álfarnir við Álfhólsveg, fjölbreyttir veitingastaðir, Þríhnjúkagígur sem er eitt mesta náttúruundur landsins, íþróttaaðstaða á heimsmælikvarða, flott tónlistarhús, glæsilegt listasafn, Hamraborgina og svo lengi mætti telja. Ásamt öllu þessu og meira til hefur Kópavogur frábæra íbúa sem taka vel á móti gestum og eru lausir við hroka. Kópavogsbær hefur nefnilega alla þá innviði sem þarf, nema hótel til að höfða til ferðamanna. Það liggur því í augum uppi að Kópavogur muni vekja athylgi ferðamanna á komandi árum en þá þarf samt að halda rétt á spilunum. Það þarf að bæta almenningssamgöngur og fara í markvisst markaðsstarf til að kynna Kópavog sem ákjósnlegan áfangastað fyrir ferðamenn. Hvort það markaðsstarf verði í samvinnu með Höfuðborgarstofu eða ekki verður að vega og meta. Ég tel það best að markaðssetja Kópavog undir nafni Kópavogs en ekki undir sama hatti og Reykjavík. Hamraborgarsvæðið mun njóta góðs af auknum ferðamannastraumi og styrkjast enn frekar sem miðbær Kópavogs. Gísli Marteinn heldur því svo fram í lok erindisins að ferðamenn komi alla þessa leið til Íslands til að sjá og hitta Reykvíkinga, því að Reykvíkingar eru svo kúl. Vissulega eru Reykvíkingar flottir en ég get ekki séð að þeir séu eitthvað athyglisverðari eða flottari en aðrir Íslendingar. Ég bið því til Guðs að Gísli Marteinn lendi á einhverju frábæru hóteli í Kópavogi einn daginn og hann átti sig á því að það er nefnilega virkilega gaman þar.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun