Sjálftöku landeigenda verður að stöðva Stefán Þ. Þórsson skrifar 24. apríl 2014 07:00 Það var fróðlegt að hlusta á Óskar Magnússon í útvarpinu um daginn, þar sem hann reynir að réttlæta sína ólögmætu gjaldtöku við Kerið fyrir Ögmundi Jónassyni. Þar vísar Óskar í 28. grein laga um skipan ferðamála. Greinin er svohljóðandi:„Ráðherra er heimilt að ákveða, að fenginni umsögn Ferðamálastofu, að greitt skuli sanngjarnt gjald fyrir þjónustu sem veitt er á ferðamannastöðum enda sé fé það sem þannig safnast, að frádregnum innheimtukostnaði, eingöngu notað til verndar, fegrunar og snyrtingar viðkomandi staðar og til að bæta aðstöðu til móttöku ferðamanna.Ákvæði þessi taka þó ekki til þjóðgarða eða annarra svæða á vegum Umhverfisstofnunar nema samþykki hennar komi til.“ Ef þetta er hálmstráið sem hangið er í, þá skulum við skoða það aðeins nánar. Í fyrsta lagi þarf ráðherra að gefa út þessa heimild, eftir að Ferðamálastofa hefur gefið umsögn um viðkomandi svæði. Umsögnin væri þá forsenda fyrir gjaldtökuheimild ráðherra. Í tilviki Kersins er ekkert slíkt til staðar, svo ég viti til. Í öðru lagi er talað um „sanngjarnt gjald fyrir þjónustu sem veitt er á ferðamannastöðum“. Hér er þá verið að tala um aðgang að salernum eða hreinlætisaðstöðu og öðru slíku. Aðgangseyrir inn á svæðið, án allrar þjónustu, er fullkomin misnotkun á þessu ákvæði og getur aldrei verið réttlæting á téðu gjaldi. Í þriðja lagi, þá stendur eftirfarandi í lokin: „Ákvæði þessi taka þó ekki til þjóðgarða eða annarra svæða á vegum Umhverfisstofnunar nema samþykki hennar komi til.“ Nú er Kerið á náttúruminjaskrá og þar með náttúruverndarsvæði samkvæmt náttúruverndarlögum. Samkvæmt 28. grein laga um náttúruvernd frá 1999 eru öll náttúruverndarsvæði í umsjón Umhverfisstofnunar, nema annað sé tekið fram í lögum. Þannig að lögum samkvæmt eru Kerið og Tjarnarhólar í umsjón Umhverfisstofnunar, þó svo að landareignin sé í einkaeigu. Sú uppbygging sem er til staðar á svæðinu (aðkoma, bílastæði, göngustígar o.s.frv) hefur verið kostuð af almannafé. Það hefði aðeins verið gert ef svæðið væri í opinberri umsjón. Svo virðist sem ekkert af skilyrðum ákvæðisins sem Óskar vísar til sé uppfyllt. Engu að síður er þessi ólöglega miðasala að Kerinu látin viðgangast af umhverfisráðuneytinu og Umhverfisstofnun.Brot á almannarétti Það virðist einnig gæta misskilnings hjá Óskari hvað varðar ákvæðið um almannarétt. Það er svohljóðandi: „Mönnum er heimilt, án sérstaks leyfis landeiganda eða rétthafa, að fara gangandi, á skíðum, skautum og óvélknúnum sleðum eða á annan sambærilegan hátt um óræktað land og dveljast þar. Á eignarlandi í byggð er eiganda eða rétthafa þó heimilt að takmarka eða banna með merkingum við hlið og göngustíga umferð manna og dvöl á afgirtu óræktuðu landi.“ Hann túlkar heimild landeiganda til að takmarka eða banna umferð fólks á þann hátt að honum sé heimilt að krefjast aðgangseyris ef fólk vill fara um hans land. Það er ævintýraleg oftúlkun og hrein óskhyggja að komast að þeirri niðurstöðu að ákvæðið bjóði upp á það. Það eina sem landeigendur við Kerið geta gert, lögum samkvæmt, er að loka svæðinu. Það myndi vissulega vera ákveðin náttúruvernd falin í því, en arðgreiðslurnar þurfa þá að bíða um sinn. Reyndar þyrftu þeir í Kerfélaginu að bíða býsna lengi eftir arðgreiðslum, þar sem þær eru óheimilar samkvæmt ákvæðinu sem Óskar vísar í. Hins vegar má kannski túlka á annan hátt það sem stendur þar skýrum stöfum, ef vilji er fyrir hendi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Sjá meira
Það var fróðlegt að hlusta á Óskar Magnússon í útvarpinu um daginn, þar sem hann reynir að réttlæta sína ólögmætu gjaldtöku við Kerið fyrir Ögmundi Jónassyni. Þar vísar Óskar í 28. grein laga um skipan ferðamála. Greinin er svohljóðandi:„Ráðherra er heimilt að ákveða, að fenginni umsögn Ferðamálastofu, að greitt skuli sanngjarnt gjald fyrir þjónustu sem veitt er á ferðamannastöðum enda sé fé það sem þannig safnast, að frádregnum innheimtukostnaði, eingöngu notað til verndar, fegrunar og snyrtingar viðkomandi staðar og til að bæta aðstöðu til móttöku ferðamanna.Ákvæði þessi taka þó ekki til þjóðgarða eða annarra svæða á vegum Umhverfisstofnunar nema samþykki hennar komi til.“ Ef þetta er hálmstráið sem hangið er í, þá skulum við skoða það aðeins nánar. Í fyrsta lagi þarf ráðherra að gefa út þessa heimild, eftir að Ferðamálastofa hefur gefið umsögn um viðkomandi svæði. Umsögnin væri þá forsenda fyrir gjaldtökuheimild ráðherra. Í tilviki Kersins er ekkert slíkt til staðar, svo ég viti til. Í öðru lagi er talað um „sanngjarnt gjald fyrir þjónustu sem veitt er á ferðamannastöðum“. Hér er þá verið að tala um aðgang að salernum eða hreinlætisaðstöðu og öðru slíku. Aðgangseyrir inn á svæðið, án allrar þjónustu, er fullkomin misnotkun á þessu ákvæði og getur aldrei verið réttlæting á téðu gjaldi. Í þriðja lagi, þá stendur eftirfarandi í lokin: „Ákvæði þessi taka þó ekki til þjóðgarða eða annarra svæða á vegum Umhverfisstofnunar nema samþykki hennar komi til.“ Nú er Kerið á náttúruminjaskrá og þar með náttúruverndarsvæði samkvæmt náttúruverndarlögum. Samkvæmt 28. grein laga um náttúruvernd frá 1999 eru öll náttúruverndarsvæði í umsjón Umhverfisstofnunar, nema annað sé tekið fram í lögum. Þannig að lögum samkvæmt eru Kerið og Tjarnarhólar í umsjón Umhverfisstofnunar, þó svo að landareignin sé í einkaeigu. Sú uppbygging sem er til staðar á svæðinu (aðkoma, bílastæði, göngustígar o.s.frv) hefur verið kostuð af almannafé. Það hefði aðeins verið gert ef svæðið væri í opinberri umsjón. Svo virðist sem ekkert af skilyrðum ákvæðisins sem Óskar vísar til sé uppfyllt. Engu að síður er þessi ólöglega miðasala að Kerinu látin viðgangast af umhverfisráðuneytinu og Umhverfisstofnun.Brot á almannarétti Það virðist einnig gæta misskilnings hjá Óskari hvað varðar ákvæðið um almannarétt. Það er svohljóðandi: „Mönnum er heimilt, án sérstaks leyfis landeiganda eða rétthafa, að fara gangandi, á skíðum, skautum og óvélknúnum sleðum eða á annan sambærilegan hátt um óræktað land og dveljast þar. Á eignarlandi í byggð er eiganda eða rétthafa þó heimilt að takmarka eða banna með merkingum við hlið og göngustíga umferð manna og dvöl á afgirtu óræktuðu landi.“ Hann túlkar heimild landeiganda til að takmarka eða banna umferð fólks á þann hátt að honum sé heimilt að krefjast aðgangseyris ef fólk vill fara um hans land. Það er ævintýraleg oftúlkun og hrein óskhyggja að komast að þeirri niðurstöðu að ákvæðið bjóði upp á það. Það eina sem landeigendur við Kerið geta gert, lögum samkvæmt, er að loka svæðinu. Það myndi vissulega vera ákveðin náttúruvernd falin í því, en arðgreiðslurnar þurfa þá að bíða um sinn. Reyndar þyrftu þeir í Kerfélaginu að bíða býsna lengi eftir arðgreiðslum, þar sem þær eru óheimilar samkvæmt ákvæðinu sem Óskar vísar í. Hins vegar má kannski túlka á annan hátt það sem stendur þar skýrum stöfum, ef vilji er fyrir hendi.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun