GR-ingurinn Þórður Rafn Gissurason vann sitt fyrsta mót á atvinnumannamótaröð um helgina.
Hann bar sigur úr býtum á móti á Jamega-mótaröðinni, en þar vann hann tveggja daga mót sem fram fór á Englandi.
Þórður Rafn lék á 67 höggum fyrri hringinn og 68 á þeim síðari og lauk keppni á samtals fimm höggum undir pari.
„Fékk 800 þús krónur fyrir sigurinn. Ótrúlega ánægður með lífið. Vonandi verður tempóið í gangi út árið,“ skrifaði Þórður Rafn kampakátur á Facebook-síðu sína eftir sigurinn.
Þórður Rafn fékk 800 þúsund krónur fyrir sigur á atvinnumannamóti
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið





Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti
Íslenski boltinn

Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum
Íslenski boltinn

Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United?
Enski boltinn


