Lífið

Brotist inn hjá Sam Smith

Þjófar brutust inn hjá tónlistarmanninum Sam Smith á heimili hans í suðurhluta London á meðan hann spilaði á tónlistarhátíðinni Glastonbury um helgina.

Ekki hefur komið í ljós hvað nákvæmlega var tekið en Smith er að sögn erlendu slúðurpressunnar sár yfir atvikinu.

Er þetta ekki í fyrsta skipti sem brotist hefur verið inn í sömu íbúð en fyrr á árinu lenti kappinn í öðrum innbrotsþjófum. Hann íhugar nú að flytja, þrátt fyrir að þykja mjög vænt um íbúðina. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.