Oosthuizen högglengstur | Met Nicklaus stendur enn Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. ágúst 2014 23:00 Louis Oosthuizen getur slegið boltann yfir 300 metra. vísir/getty PGA-meistaramótið í golfi hefst á morgun, en í gær var keppnin um lengsta teighöggið haldin á tíunda teig Valhalla-vallarins þar sem mótið fer fram. Þetta er í fyrsta skipti síðan 1984 sem keppnin um lengsta teighöggið er haldin fyrir PGA-meistaramótið og virtust allir sem tóku þátt hafa gaman að, allir nema einn.Bubba Watson lét eins og kjáni og sló boltann með þrjú járni. Eðlilega átti hann engan möguleika á sigri þó högglangur sé. Sjónvarpsmenn Golf Channel voru ekkert sérstaklega ánægðir með Bubba eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan. Suður-Afríkumaðurinn Louis Oosthuizen vann keppnina með höggi upp á 311 metra, en 312 metra högg goðsagnarinnar Jack Nicklaus frá árinu 1963 stendur enn. Fimmtíu og einu ári síðar hefur það ekki verið bætt. Ástralinn Jason Day varð annar, en hann sló einum metra styttra en Oosthuizen sem fékk 25.000 dali í verðlaun og gyllta peningaklemmu. Nicklaus notar sína klemmu frá 1963 enn þann dag í dag. „Þetta var frábær viðbót við mótið. Við höfðum allir virkilega gaman að. Vonandi heldur þetta áfram,“ sagði PhilMickelson kampakátur eftir keppnina.PGA-meistaramótið hefst á morgun á Golfstöðinni og verða allir fjórir keppnisdagarnir í beinni útsendingu. Fáðu þér áskrift hér.Your browser does not support iframes. Golf Tengdar fréttir Rory-tíminn ekki að hefjast Norður-Írinn segir menn aðeins of fljóta að stökkva á vagninn þegar vel gengur. 6. ágúst 2014 10:00 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
PGA-meistaramótið í golfi hefst á morgun, en í gær var keppnin um lengsta teighöggið haldin á tíunda teig Valhalla-vallarins þar sem mótið fer fram. Þetta er í fyrsta skipti síðan 1984 sem keppnin um lengsta teighöggið er haldin fyrir PGA-meistaramótið og virtust allir sem tóku þátt hafa gaman að, allir nema einn.Bubba Watson lét eins og kjáni og sló boltann með þrjú járni. Eðlilega átti hann engan möguleika á sigri þó högglangur sé. Sjónvarpsmenn Golf Channel voru ekkert sérstaklega ánægðir með Bubba eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan. Suður-Afríkumaðurinn Louis Oosthuizen vann keppnina með höggi upp á 311 metra, en 312 metra högg goðsagnarinnar Jack Nicklaus frá árinu 1963 stendur enn. Fimmtíu og einu ári síðar hefur það ekki verið bætt. Ástralinn Jason Day varð annar, en hann sló einum metra styttra en Oosthuizen sem fékk 25.000 dali í verðlaun og gyllta peningaklemmu. Nicklaus notar sína klemmu frá 1963 enn þann dag í dag. „Þetta var frábær viðbót við mótið. Við höfðum allir virkilega gaman að. Vonandi heldur þetta áfram,“ sagði PhilMickelson kampakátur eftir keppnina.PGA-meistaramótið hefst á morgun á Golfstöðinni og verða allir fjórir keppnisdagarnir í beinni útsendingu. Fáðu þér áskrift hér.Your browser does not support iframes.
Golf Tengdar fréttir Rory-tíminn ekki að hefjast Norður-Írinn segir menn aðeins of fljóta að stökkva á vagninn þegar vel gengur. 6. ágúst 2014 10:00 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Rory-tíminn ekki að hefjast Norður-Írinn segir menn aðeins of fljóta að stökkva á vagninn þegar vel gengur. 6. ágúst 2014 10:00