Kennarar í sigurvímu Haukur R. Hauksson skrifar 8. apríl 2014 07:00 Hvílíkur sigur eftir þriggja vikna verkfall, við náðum 2,8% hækkun þetta árið. Það tekur okkur upp undir þrjú ár að vinna upp tekjumissinn í verkfallinu svo ekki sé talin með rýrnun á verkfallssjóðnum. Samninganefnd okkar sá einnig hag í því að semja um næstu tvö árin, 2% fyrir árið 2015 og 2% fyrir árið 2016. Það sjá allir hvílíkur árangur náðist þarna og 20% launamunur við viðmiðunarhópinn í BHM hlýtur með þessu að verða úr sögunni – eða hvað? „Heildarmyndin er geðfelld,“ sagði Ólafur H. Sigurjónsson, formaður Félags stjórnenda í framhaldsskólum. Hvað er svona geðfellt, Ólafur, eða átti orðið að vera ógeðfellt? Aðalgulrótin var að bæta fimm dögum við kennsluárið. Þá „hækka“ launin ef þið samþykkið einir allra stétta lengingu vinnutímabils. Þetta var fagnaðarerindið. Nú held ég að kominn sé tími til að framhaldsskólakennarar gefi KÍ frí og komi sér yfir til BHM. Að lokum óska ég Gunnari Björnssyni, formanni samninganefndar ríkisins, ásamt menntamálaráðherra, til hamingju með þann árangur að ná að lítillækka kennarastéttina fullkomlega. Það gekk eftir sem Gunnar sagði í upphafi samninganna „hér verður ekkert slakað á“ og stóð við það. Eitt að lokum. Ef við kennarar sættum okkur við þessa skömm og höfnum ekki þessum samningi, stimplum við kennarastéttina endanlega sem láglaunastétt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Hvílíkur sigur eftir þriggja vikna verkfall, við náðum 2,8% hækkun þetta árið. Það tekur okkur upp undir þrjú ár að vinna upp tekjumissinn í verkfallinu svo ekki sé talin með rýrnun á verkfallssjóðnum. Samninganefnd okkar sá einnig hag í því að semja um næstu tvö árin, 2% fyrir árið 2015 og 2% fyrir árið 2016. Það sjá allir hvílíkur árangur náðist þarna og 20% launamunur við viðmiðunarhópinn í BHM hlýtur með þessu að verða úr sögunni – eða hvað? „Heildarmyndin er geðfelld,“ sagði Ólafur H. Sigurjónsson, formaður Félags stjórnenda í framhaldsskólum. Hvað er svona geðfellt, Ólafur, eða átti orðið að vera ógeðfellt? Aðalgulrótin var að bæta fimm dögum við kennsluárið. Þá „hækka“ launin ef þið samþykkið einir allra stétta lengingu vinnutímabils. Þetta var fagnaðarerindið. Nú held ég að kominn sé tími til að framhaldsskólakennarar gefi KÍ frí og komi sér yfir til BHM. Að lokum óska ég Gunnari Björnssyni, formanni samninganefndar ríkisins, ásamt menntamálaráðherra, til hamingju með þann árangur að ná að lítillækka kennarastéttina fullkomlega. Það gekk eftir sem Gunnar sagði í upphafi samninganna „hér verður ekkert slakað á“ og stóð við það. Eitt að lokum. Ef við kennarar sættum okkur við þessa skömm og höfnum ekki þessum samningi, stimplum við kennarastéttina endanlega sem láglaunastétt.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar