Menntun og tækifæri fyrir alla – 1. maí 2014 28. apríl 2014 07:00 Barátta verkalýðshreyfingarinnar hefur frá upphafi byggst á sýn um samfélag jafnréttis og jafnra tækifæra þar sem allir hafa möguleika til menntunar og tækifæri til þátttöku á vinnumarkaði. Möguleikar ungs fólks til að sækja sér menntun við hæfi er mikilvæg forsenda virkrar þátttöku á vinnumarkaði og starfstækifæra í framtíðinni. Menntakerfið svarar í dag ekki kröfum um tækifæri til náms sem svara þörfum einstaklinga og atvinnulífs. Þá eru sterkar vísbendingar um að vaxandi hópur foreldra hafi ekki efni á að fjármagna framhaldsskólanám barna sinna vegna kostnaðar. Afleiðingin er sú að brottfall ungmenna úr framhaldsskólum á Íslandi er óásættanlegt og mun meira en gerist meðal nágrannaþjóðanna. Um leið dregur verulega úr möguleikum þeirra á vinnumarkaði sem hverfa úr námi. Atvinna við hæfi og þátttaka á vinnumarkaði er sjálfsögð krafa og lykillinn að virkri þátttöku í samfélaginu. Virkni og almenn atvinnuþátttaka er jafnframt mikilvæg forsenda velferðarsamfélagsins. Þúsundir einstaklinga eru atvinnulausar. Þetta á ekki síst við um mikinn fjölda ungs fólks sem aldrei hefur náð að festa sig í sessi á vinnumarkaði. Í stefnumörkuninni Ísland 2020 hafa stjórnvöld sett sem markmið að hlutfall Íslendinga á aldrinum 25-64 ára sem ekki hafa lokið formlegri framhaldsmenntun lækki úr 30% í 10% á næstu árum. Samtök launafólks hafa lagt mikla áherslu á að viðurkennt verði mikilvægi þess að fólk sem komið er út á vinnumarkaðinn hafi tækifæri til að auka þekkingu sína og færni. Annað tækifæri til náms fyrir fólk með litla formlega viðurkennda menntun er mikilvægt, ásamt því að svara þörf launafólks og fyrirtækja fyrir eftir- og endurmenntun og nýsköpun til að mæta breyttum kröfum atvinnulífsins á hverjum tíma. Öflug og framsækin menntastefna er mikilvægur drifkraftur efnahagslífsins og samfélagsins alls. Réttur allra til menntunar og starfa við hæfi er eitt stærsta jafnréttismál samtímans. Um leið er aukin menntun og tækifæri til virkrar atvinnuþátttöku mikilvæg forsenda árangurs í að draga úr ójöfnuði í samfélaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Sjá meira
Barátta verkalýðshreyfingarinnar hefur frá upphafi byggst á sýn um samfélag jafnréttis og jafnra tækifæra þar sem allir hafa möguleika til menntunar og tækifæri til þátttöku á vinnumarkaði. Möguleikar ungs fólks til að sækja sér menntun við hæfi er mikilvæg forsenda virkrar þátttöku á vinnumarkaði og starfstækifæra í framtíðinni. Menntakerfið svarar í dag ekki kröfum um tækifæri til náms sem svara þörfum einstaklinga og atvinnulífs. Þá eru sterkar vísbendingar um að vaxandi hópur foreldra hafi ekki efni á að fjármagna framhaldsskólanám barna sinna vegna kostnaðar. Afleiðingin er sú að brottfall ungmenna úr framhaldsskólum á Íslandi er óásættanlegt og mun meira en gerist meðal nágrannaþjóðanna. Um leið dregur verulega úr möguleikum þeirra á vinnumarkaði sem hverfa úr námi. Atvinna við hæfi og þátttaka á vinnumarkaði er sjálfsögð krafa og lykillinn að virkri þátttöku í samfélaginu. Virkni og almenn atvinnuþátttaka er jafnframt mikilvæg forsenda velferðarsamfélagsins. Þúsundir einstaklinga eru atvinnulausar. Þetta á ekki síst við um mikinn fjölda ungs fólks sem aldrei hefur náð að festa sig í sessi á vinnumarkaði. Í stefnumörkuninni Ísland 2020 hafa stjórnvöld sett sem markmið að hlutfall Íslendinga á aldrinum 25-64 ára sem ekki hafa lokið formlegri framhaldsmenntun lækki úr 30% í 10% á næstu árum. Samtök launafólks hafa lagt mikla áherslu á að viðurkennt verði mikilvægi þess að fólk sem komið er út á vinnumarkaðinn hafi tækifæri til að auka þekkingu sína og færni. Annað tækifæri til náms fyrir fólk með litla formlega viðurkennda menntun er mikilvægt, ásamt því að svara þörf launafólks og fyrirtækja fyrir eftir- og endurmenntun og nýsköpun til að mæta breyttum kröfum atvinnulífsins á hverjum tíma. Öflug og framsækin menntastefna er mikilvægur drifkraftur efnahagslífsins og samfélagsins alls. Réttur allra til menntunar og starfa við hæfi er eitt stærsta jafnréttismál samtímans. Um leið er aukin menntun og tækifæri til virkrar atvinnuþátttöku mikilvæg forsenda árangurs í að draga úr ójöfnuði í samfélaginu.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun