Sendum ráðamönnum tóninn Silja Traustadóttir skrifar 13. nóvember 2014 07:00 DAGUR 1.„Af hverju fer systir mín í fiðlutíma en ég fæ ekki að fara í píanó?“ spurði 8 ára sonur minn daginn sem verkfall tónlistarkennara hófst. „Af því að fiðlukennarinn hennar spilar í Sinfóníunni og er í öðru stéttarfélagi,“ svaraði ég. „Fær hann góð laun?“ „Nei, þau duga ekki til, svo hann kennir í tónlistarskólanum í aukastarfi.“ DAGUR 2. „Kom eitthvað í fréttum um verkfallið í dag?“ spurði stráksi. „Nei, en það var mikið fjallað um verkfall lækna, þeir ætla víst allir að flytja úr landi til þess að fá betri laun.“ „En píanókennarinn minn, hann er menntaður í útlöndum, flytur hann kannski líka?“ „Vonandi ekki, nema það vanti píanókennara til að kenna öllum brottfluttu læknabörnunum.“ DAGUR 7. „Mér finnst að tónlistarkennarar eigi að fá góð laun, heimtuðu þeir kannski of mikið?“ „Þeir báðu um sama og aðrir kennarar en þorðu ekkert að minnast á laun fólks sem passar peninga, stýrir tölvum eða þvaðrar um lausasölu áfengis á Alþingi.“ DAGUR 10. „Fá tónlistarkennararnir engin laun núna?“ „Nei, venjulegt fólk fær engin laun þegar það vinnur ekki, nema aðstoðarmaður innanríkisráðherra sem heldur sínum 893 þúsundum á meðan mál hans er fyrir dómstólum.“ „En eru ekki störf aðstoðarmanns ráðherra og tónlistarkennara ólík?“ „Tja, báðir undirbúa einn einstakling í einu fyrir að koma opinberlega fram án þess að verða sér til mikillar skammar.“ DAGUR 11. „Vorum við kannski ekki búin að borga okkar hlut í tónlistarnáminu?“ „Jú, ég borgaði 214.839 kr. fyrir ykkur systkinin með glöðu geði. Við fáum hins vegar ekki mikið fyrir þær meðan á verkfalli stendur.“ DAGUR 14. „Kom eitthvað í fréttunum um mótmæli okkar tónlistarnemenda við Ráðhúsið í dag og áskorunina til borgarstjóra sem lúðrasveitarstrákurinn úr Árbænum las upp?“ „Nei, en skúringakonurnar í stjórnarráðinu voru reknar, þær voru víst á allt of háum launum.“ „Flytja þær þá líka úr landi?“ „Jaa, það þarf líklega mannskap í að halda öllum þessum fínu spítölum í útlöndum hreinum og maður getur víst skúrað á hvaða tungumáli sem er.“ DAGUR 16. „Af hverju heyrist næstum ekkert um þetta verkfall í fréttunum?“ „Af því að þið eruð enginn þrýstihópur; þið eigið engan kvóta og hafið ekki aldur til þess að kjósa Framsóknarflokkinn.“ DAGUR 18. „Hefur menntamálaráðherra ekki áhuga á tónlist og getur beitt sér?“ „Hann er flinkur píanóleikari og var lengi í tónlistarnámi, en hann er svo óskaplega upptekinn af því að skerða nám í framhaldsskólum að það er ekki meira á hann leggjandi.“ DAGUR 19. „Getum við gert eitthvað í þessu?“ „Það er búið að semja við öll hin kennarafélögin fyrir löngu svo aldrei hefði þurft að koma til verkfalls. Sveitarfélögin halda kannski að þau spari upp í væntanlega hækkun með verkfalli en nemendur og foreldrar eru illa sviknir. Fjölmiðlar standa sig hvorki í því að veita upplýsingar né spyrja gagnrýninna spurninga. Margar greinar um hvað tónlistin er mikilvæg og mannbætandi hafa birst, kennarar og nemendur hafa mótmælt. Það er fátt eftir, nema að senda ráðamönnum tóninn.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
DAGUR 1.„Af hverju fer systir mín í fiðlutíma en ég fæ ekki að fara í píanó?“ spurði 8 ára sonur minn daginn sem verkfall tónlistarkennara hófst. „Af því að fiðlukennarinn hennar spilar í Sinfóníunni og er í öðru stéttarfélagi,“ svaraði ég. „Fær hann góð laun?“ „Nei, þau duga ekki til, svo hann kennir í tónlistarskólanum í aukastarfi.“ DAGUR 2. „Kom eitthvað í fréttum um verkfallið í dag?“ spurði stráksi. „Nei, en það var mikið fjallað um verkfall lækna, þeir ætla víst allir að flytja úr landi til þess að fá betri laun.“ „En píanókennarinn minn, hann er menntaður í útlöndum, flytur hann kannski líka?“ „Vonandi ekki, nema það vanti píanókennara til að kenna öllum brottfluttu læknabörnunum.“ DAGUR 7. „Mér finnst að tónlistarkennarar eigi að fá góð laun, heimtuðu þeir kannski of mikið?“ „Þeir báðu um sama og aðrir kennarar en þorðu ekkert að minnast á laun fólks sem passar peninga, stýrir tölvum eða þvaðrar um lausasölu áfengis á Alþingi.“ DAGUR 10. „Fá tónlistarkennararnir engin laun núna?“ „Nei, venjulegt fólk fær engin laun þegar það vinnur ekki, nema aðstoðarmaður innanríkisráðherra sem heldur sínum 893 þúsundum á meðan mál hans er fyrir dómstólum.“ „En eru ekki störf aðstoðarmanns ráðherra og tónlistarkennara ólík?“ „Tja, báðir undirbúa einn einstakling í einu fyrir að koma opinberlega fram án þess að verða sér til mikillar skammar.“ DAGUR 11. „Vorum við kannski ekki búin að borga okkar hlut í tónlistarnáminu?“ „Jú, ég borgaði 214.839 kr. fyrir ykkur systkinin með glöðu geði. Við fáum hins vegar ekki mikið fyrir þær meðan á verkfalli stendur.“ DAGUR 14. „Kom eitthvað í fréttunum um mótmæli okkar tónlistarnemenda við Ráðhúsið í dag og áskorunina til borgarstjóra sem lúðrasveitarstrákurinn úr Árbænum las upp?“ „Nei, en skúringakonurnar í stjórnarráðinu voru reknar, þær voru víst á allt of háum launum.“ „Flytja þær þá líka úr landi?“ „Jaa, það þarf líklega mannskap í að halda öllum þessum fínu spítölum í útlöndum hreinum og maður getur víst skúrað á hvaða tungumáli sem er.“ DAGUR 16. „Af hverju heyrist næstum ekkert um þetta verkfall í fréttunum?“ „Af því að þið eruð enginn þrýstihópur; þið eigið engan kvóta og hafið ekki aldur til þess að kjósa Framsóknarflokkinn.“ DAGUR 18. „Hefur menntamálaráðherra ekki áhuga á tónlist og getur beitt sér?“ „Hann er flinkur píanóleikari og var lengi í tónlistarnámi, en hann er svo óskaplega upptekinn af því að skerða nám í framhaldsskólum að það er ekki meira á hann leggjandi.“ DAGUR 19. „Getum við gert eitthvað í þessu?“ „Það er búið að semja við öll hin kennarafélögin fyrir löngu svo aldrei hefði þurft að koma til verkfalls. Sveitarfélögin halda kannski að þau spari upp í væntanlega hækkun með verkfalli en nemendur og foreldrar eru illa sviknir. Fjölmiðlar standa sig hvorki í því að veita upplýsingar né spyrja gagnrýninna spurninga. Margar greinar um hvað tónlistin er mikilvæg og mannbætandi hafa birst, kennarar og nemendur hafa mótmælt. Það er fátt eftir, nema að senda ráðamönnum tóninn.“
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar