Ekki í mínu nafni Hlédís Sveinsdóttir skrifar 4. ágúst 2014 17:15 Ég man ekki hvar ég heyrði fyrst um Helförina. En ég man hvernig mér leið og hvaða spurningar vöknuðu. Af hverju gerði enginn neitt? Hvernig getur þjóðarmorð viðgengist í svona langan tíma án þess að alþjóðasamfélagið bregðist við? Ég man einnig eftir samtali milli mín og afa míns heitins um Helförina. Það eru ótal spurningar sem vakna þegar stálpað barn reynir að skilja óskiljanlega hegðun. Um leið og ég þakkaði fyrir að hafa ekki fæðst á þessum tíma fann ég til skammar og spurði afa af hverju hann og hans kynslóð hefðu ekki gert neitt. Þau voru jú á besta aldri þegar þessu ósköp gengu yfir. Ég man líka eftir þunganum sem færðist yfir rödd hans þegar hann sagði mér að þau hefði ekki vitað fyrr en síðar hversu mikil viðbjóður átti sér stað. Ég hafði samúð með afa og hans kynslóð, hugsaði um hvað það hlyti að vera sárt að vita til þess að eitthvað jafn viðurstyggilegt og Helförin hefði átt sér stað á sama tíma og þau lifðu. Þökk sé Internetinu vitum við, ólíkt fyrri kynslóðum, nákvæmlega hvað er í gangi í Palestínu í dag. Við vitum tölu látinna beggja megin, aldur og áhugamál barna sem aflífuð eru á okkar tíma. Núna. Myndir berast okkur samdægurs af sundurtættum barnslíkömum. Samt situr alþjóðasamfélagið hljótt hjá. Kurteislegt bréf til yfirvalda í Ísrael er góð byrjun en þarf að fylgja eftir af hörku. Það er Helför í gangi í dag, núna. Ég líki þessu saman við jafn skelfilegan atburð og Helförina vegna þess að í mínum huga eru þetta ekki deilur og ekki stríð. Í deilum og stríði takast tveir eða fleiri á með tiltölulega jöfnum styrk. Í þjóðarmorði eru eittþúsund sjöhundruð og sextán Palestínumenn, að stórum hluta börn, drepin með köldu blóði á móti sextíu og þremur Ísraelum. Allt eru þetta jafn verðmæt líf, þó öðru megin séu það þjálfaðir hermenn sem falla (utan þriggja) en óbreyttir borgarar og börn að stórum hluta hinum megin. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Ísraelsher fer í þjóðarhreinsun á Palestínumönnum, og ekki það síðasta ef alþjóðasamfélagið vaknar ekki og þvingar Ísrael til að virða alþjóðalög. Við ráðum því ekki á hvaða tíma við lifum, og bara að hluta til getum við stjórnað í hverju við lendum. En við ráðum því alltaf hvernig við bregðumst við. Það langar engan að verða vitni að morði né bera vitni í morðmáli. Það segir sig sjálft að gerandinn gæti verið okkur hættulegur. En ef þú á annað borð ert vitni, stendur valið annarsvegar um að vera heigullinn, taka ekki afstöðu og bera ekki vitni eða gera það sem rétt er, þótt það sé óþægilegt. Hvernig ætlum við að svara barnabörnum okkar? Jú, við vissum nákvæmlega hvaða hryllingur væri í gangi og jú, við reyndum allt sem við gátum. Hvað? Við sendum kurteist bréf. Aðgerðaleysi er afstaða. Það er í raun ákvörðun um að gera ekki neitt. Það er óttinn við að bera vitni og verða fyrir óþægindum því gerandinn er valdamikill. Það er þá skjalfest hér með að það er ekki í mínu nafni. Ég vil að við slítum stjórnmálasambandi við Ísrael. Núna.Höfundur hefur dvalið í Ísrael og Palestínu, hefur skrifað BA- ritgerð í HHS (heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði) um málefni Palestínu/Ísraels og hefur lært sögu Vestur-Asíu við Christ college í Bangalore.Hlédís Sveinsdóttir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hlédís Sveinsdóttir Mest lesið Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Ég man ekki hvar ég heyrði fyrst um Helförina. En ég man hvernig mér leið og hvaða spurningar vöknuðu. Af hverju gerði enginn neitt? Hvernig getur þjóðarmorð viðgengist í svona langan tíma án þess að alþjóðasamfélagið bregðist við? Ég man einnig eftir samtali milli mín og afa míns heitins um Helförina. Það eru ótal spurningar sem vakna þegar stálpað barn reynir að skilja óskiljanlega hegðun. Um leið og ég þakkaði fyrir að hafa ekki fæðst á þessum tíma fann ég til skammar og spurði afa af hverju hann og hans kynslóð hefðu ekki gert neitt. Þau voru jú á besta aldri þegar þessu ósköp gengu yfir. Ég man líka eftir þunganum sem færðist yfir rödd hans þegar hann sagði mér að þau hefði ekki vitað fyrr en síðar hversu mikil viðbjóður átti sér stað. Ég hafði samúð með afa og hans kynslóð, hugsaði um hvað það hlyti að vera sárt að vita til þess að eitthvað jafn viðurstyggilegt og Helförin hefði átt sér stað á sama tíma og þau lifðu. Þökk sé Internetinu vitum við, ólíkt fyrri kynslóðum, nákvæmlega hvað er í gangi í Palestínu í dag. Við vitum tölu látinna beggja megin, aldur og áhugamál barna sem aflífuð eru á okkar tíma. Núna. Myndir berast okkur samdægurs af sundurtættum barnslíkömum. Samt situr alþjóðasamfélagið hljótt hjá. Kurteislegt bréf til yfirvalda í Ísrael er góð byrjun en þarf að fylgja eftir af hörku. Það er Helför í gangi í dag, núna. Ég líki þessu saman við jafn skelfilegan atburð og Helförina vegna þess að í mínum huga eru þetta ekki deilur og ekki stríð. Í deilum og stríði takast tveir eða fleiri á með tiltölulega jöfnum styrk. Í þjóðarmorði eru eittþúsund sjöhundruð og sextán Palestínumenn, að stórum hluta börn, drepin með köldu blóði á móti sextíu og þremur Ísraelum. Allt eru þetta jafn verðmæt líf, þó öðru megin séu það þjálfaðir hermenn sem falla (utan þriggja) en óbreyttir borgarar og börn að stórum hluta hinum megin. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Ísraelsher fer í þjóðarhreinsun á Palestínumönnum, og ekki það síðasta ef alþjóðasamfélagið vaknar ekki og þvingar Ísrael til að virða alþjóðalög. Við ráðum því ekki á hvaða tíma við lifum, og bara að hluta til getum við stjórnað í hverju við lendum. En við ráðum því alltaf hvernig við bregðumst við. Það langar engan að verða vitni að morði né bera vitni í morðmáli. Það segir sig sjálft að gerandinn gæti verið okkur hættulegur. En ef þú á annað borð ert vitni, stendur valið annarsvegar um að vera heigullinn, taka ekki afstöðu og bera ekki vitni eða gera það sem rétt er, þótt það sé óþægilegt. Hvernig ætlum við að svara barnabörnum okkar? Jú, við vissum nákvæmlega hvaða hryllingur væri í gangi og jú, við reyndum allt sem við gátum. Hvað? Við sendum kurteist bréf. Aðgerðaleysi er afstaða. Það er í raun ákvörðun um að gera ekki neitt. Það er óttinn við að bera vitni og verða fyrir óþægindum því gerandinn er valdamikill. Það er þá skjalfest hér með að það er ekki í mínu nafni. Ég vil að við slítum stjórnmálasambandi við Ísrael. Núna.Höfundur hefur dvalið í Ísrael og Palestínu, hefur skrifað BA- ritgerð í HHS (heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði) um málefni Palestínu/Ísraels og hefur lært sögu Vestur-Asíu við Christ college í Bangalore.Hlédís Sveinsdóttir.
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun