Kjósendur velja næsta leiðtoga ESB Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 15. maí 2014 00:00 Nú á dögunum fóru fram í fyrsta sinn kappræður þeirra frambjóðenda sem bjóða sig fram til forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Kappræðurnar voru líflegar, þær sýndu fram á að frambjóðendurnir og flokkarnir hafa mismunandi sýn á það hvert Evrópa skal halda, enda er Evrópa síbreytilegt samfélag sem sveiflast eftir pólitískum vindum. Ekki ósvipað Íslandi. Frambjóðendurnir eru skemmtilegir og fjölbreyttir, eitthvað ætti að vera fyrir alla sem ganga að kjörborðinu núna í maí. Þar má nefna hægrimanninn Jean Claude Juncker, jafnaðarmanninn Martin Sculz, hinn frjálslynda Guy Verhofstadt, græningjana Ska Keller og José Bové og að lokum sósíalistann Alexis Tsipras. Þessar kappræður fóru þó fram hjá Íslendingum og lítill sem enginn áhugi var hjá fjölmiðlum til að fjalla um þessa sögulegu stund. Þetta er sögulegt vegna þess að í fyrsta skiptið geta kjósendur í Evrópu haft áhrif á það hver mun leiða Evrópusambandið í gegn um lýðræðislega kosningu. Hingað til hefur framkvæmdastjórnin verið skipuð með samningum á bak við luktar dyr en nú verður breyting á. Evrópusambandið er þarna að taka mikilvægt skref í að verða lýðræðislegri rödd borgara sinna. Á Íslandi ríkir hjá mörgum sá misskilningur að Evrópusambandið sé fyrirfram ákveðin pólitísk stærð. Að innganga í það feli í sér að samþykkja ákveðna pólitíska stefnu sem ekki breytist. Oft heyrir maður frá vinstri mönnum að Evrópusambandið sé of hægri sinnað og jafnan frá hægri mönnum að það sé of vinstri sinnað. Í dag er sambandinu aðallega stjórnað af hægriflokkum og stefnan því tekið mið af hugðarefnum hægrimanna. Þetta eru sömu hægrimenn og Sjálfstæðisflokkurinn er í flokkasamstarfi með.Eðlilegir sviptivindar En sannleikurinn er sá að Evrópusambandið tekur stakkaskiptum reglulega, ekki bara vegna krísunnar, heldur enn frekar vegna pólitískra áherslna leiðtoga þess. Það er merki um heilbrigða pólitíska menningu líkt og á Íslandi. Hér skiptast einnig á pólitískir sviptivindar sem öllum þykir eðlilegt. Gleymum því ekki að Evrópusambandið er í stöðugri þróun líkt og Ísland, og jákvæðu tíðindin eru að Evrópusambandið er sífellt að verða lýðræðislegra. Þó svo að Ísland sé ekki fullur þátttakandi í Evrópusamstarfinu ber okkur skylda til að fylgjast með og taka þátt í rökræðunum um framtíð Evrópu. Enda mun þróunin þar hafa áhrif á okkar afkomu sama hvort okkur líkar það betur eða verr. Kannski fáum við síðan einn daginn að hafa bein áhrif með okkar eigin frambjóðendum og kjósendum. Næstu kappræður verða 15. maí og þær verða aðgengilegar á netinu. Ég skora á fjölmiðla og alla áhugamenn um stjórnmál að fylgjast með umræðunni og taka þátt í henni fyrir Evrópuþingskosningarnar 25. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Nú á dögunum fóru fram í fyrsta sinn kappræður þeirra frambjóðenda sem bjóða sig fram til forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Kappræðurnar voru líflegar, þær sýndu fram á að frambjóðendurnir og flokkarnir hafa mismunandi sýn á það hvert Evrópa skal halda, enda er Evrópa síbreytilegt samfélag sem sveiflast eftir pólitískum vindum. Ekki ósvipað Íslandi. Frambjóðendurnir eru skemmtilegir og fjölbreyttir, eitthvað ætti að vera fyrir alla sem ganga að kjörborðinu núna í maí. Þar má nefna hægrimanninn Jean Claude Juncker, jafnaðarmanninn Martin Sculz, hinn frjálslynda Guy Verhofstadt, græningjana Ska Keller og José Bové og að lokum sósíalistann Alexis Tsipras. Þessar kappræður fóru þó fram hjá Íslendingum og lítill sem enginn áhugi var hjá fjölmiðlum til að fjalla um þessa sögulegu stund. Þetta er sögulegt vegna þess að í fyrsta skiptið geta kjósendur í Evrópu haft áhrif á það hver mun leiða Evrópusambandið í gegn um lýðræðislega kosningu. Hingað til hefur framkvæmdastjórnin verið skipuð með samningum á bak við luktar dyr en nú verður breyting á. Evrópusambandið er þarna að taka mikilvægt skref í að verða lýðræðislegri rödd borgara sinna. Á Íslandi ríkir hjá mörgum sá misskilningur að Evrópusambandið sé fyrirfram ákveðin pólitísk stærð. Að innganga í það feli í sér að samþykkja ákveðna pólitíska stefnu sem ekki breytist. Oft heyrir maður frá vinstri mönnum að Evrópusambandið sé of hægri sinnað og jafnan frá hægri mönnum að það sé of vinstri sinnað. Í dag er sambandinu aðallega stjórnað af hægriflokkum og stefnan því tekið mið af hugðarefnum hægrimanna. Þetta eru sömu hægrimenn og Sjálfstæðisflokkurinn er í flokkasamstarfi með.Eðlilegir sviptivindar En sannleikurinn er sá að Evrópusambandið tekur stakkaskiptum reglulega, ekki bara vegna krísunnar, heldur enn frekar vegna pólitískra áherslna leiðtoga þess. Það er merki um heilbrigða pólitíska menningu líkt og á Íslandi. Hér skiptast einnig á pólitískir sviptivindar sem öllum þykir eðlilegt. Gleymum því ekki að Evrópusambandið er í stöðugri þróun líkt og Ísland, og jákvæðu tíðindin eru að Evrópusambandið er sífellt að verða lýðræðislegra. Þó svo að Ísland sé ekki fullur þátttakandi í Evrópusamstarfinu ber okkur skylda til að fylgjast með og taka þátt í rökræðunum um framtíð Evrópu. Enda mun þróunin þar hafa áhrif á okkar afkomu sama hvort okkur líkar það betur eða verr. Kannski fáum við síðan einn daginn að hafa bein áhrif með okkar eigin frambjóðendum og kjósendum. Næstu kappræður verða 15. maí og þær verða aðgengilegar á netinu. Ég skora á fjölmiðla og alla áhugamenn um stjórnmál að fylgjast með umræðunni og taka þátt í henni fyrir Evrópuþingskosningarnar 25. maí.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun