Bakkabræður í ríkisstjórn Þórir Stephensen skrifar 15. maí 2014 07:00 Íslenskur sagnaarfur á ekki margar þekktari eða skemmtilegri sögupersónur en þá Gísla, Eirík og Helga, bræðurna á Bakka í Svarfaðardal. Þeir voru svo skemmtilega vitgrannir að þeir hafa orðið aðhlátursefni margra kynslóða. Eitt fáránlegasta uppátæki þeirra var er þeir reistu sér baðstofu og höfðu hana gluggalausa til þess að hún yrði hlýrri á vetrum. En þá vantaði birtuna í bæinn. Til að bæta úr því, ákváðu þeir að bera myrkrið út og sólskinið inn í trogum. Þrátt fyrir dugnað þeirra við trogaburðinn hafði ekkert birt í bænum þegar leið á daginn. Þeir sáu ekki handa sinna skil frekar en áður. Ég get ekki að því gert að mér finnst sumt í gerðum núverandi ríkisstjórnar minna mig á baðstofubygginguna á Bakka. Einkum á það við um utanríkis- og fjármál. Meðan meirihluti þjóðarinnar vill láta á það reyna hvort við náum hugsanlega viðunandi samningum við Evrópusambandið um samstiga framfarir, þá hamast Bakkabræður ríkisstjórnarinnar, þeir Sigmundur Davíð, Bjarni og Gunnar Bragi, við að reyna að loka okkur inni í gluggalausu húsi. Við megum ekki sjá hvað aðrir gera best. Hugarfar frelsis og framfara á helst ekki að finna sér neinar glufur inn í samfélag okkar. Okkur á að nægja það sem þeir eru að bera okkur í sínum forneskjulegu trogum og reynist árangurslítið, af því að þeir virðast ekki, frekar en Bakkabræðurnir fyrir norðan, hafa þá andlegu hæfileika sem þarf til að leysa vandamálin þannig að samfélag okkar njóti birtu þeirra framfara sem öðrum hafa reynst vel. Flestir sæmilega skynsamir menn sjá hvert svona innilokunarstefna leiðir okkur. Því þarf ekki að orðlengja þetta. En þótt við vitum að Evrópusambandsaðild leysi ekki öll okkar vandamál, þá er sterk von við hana bundin, einkum í utanríkis- og fjármálum, og því lýk ég þessari grein með hvatningarorðum sr. Matthíasar. Takið þau til ykkar hver og einn, Sigmundur Davíð, Bjarni og Gunnar Bragi:Opnaðu bæinn, inn með sól!Öllu gefur hún líf og skjól,Vekur blómin og gyllir grein,gerir hvern dropa eðalstein.Opnaðu bæinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenskur sagnaarfur á ekki margar þekktari eða skemmtilegri sögupersónur en þá Gísla, Eirík og Helga, bræðurna á Bakka í Svarfaðardal. Þeir voru svo skemmtilega vitgrannir að þeir hafa orðið aðhlátursefni margra kynslóða. Eitt fáránlegasta uppátæki þeirra var er þeir reistu sér baðstofu og höfðu hana gluggalausa til þess að hún yrði hlýrri á vetrum. En þá vantaði birtuna í bæinn. Til að bæta úr því, ákváðu þeir að bera myrkrið út og sólskinið inn í trogum. Þrátt fyrir dugnað þeirra við trogaburðinn hafði ekkert birt í bænum þegar leið á daginn. Þeir sáu ekki handa sinna skil frekar en áður. Ég get ekki að því gert að mér finnst sumt í gerðum núverandi ríkisstjórnar minna mig á baðstofubygginguna á Bakka. Einkum á það við um utanríkis- og fjármál. Meðan meirihluti þjóðarinnar vill láta á það reyna hvort við náum hugsanlega viðunandi samningum við Evrópusambandið um samstiga framfarir, þá hamast Bakkabræður ríkisstjórnarinnar, þeir Sigmundur Davíð, Bjarni og Gunnar Bragi, við að reyna að loka okkur inni í gluggalausu húsi. Við megum ekki sjá hvað aðrir gera best. Hugarfar frelsis og framfara á helst ekki að finna sér neinar glufur inn í samfélag okkar. Okkur á að nægja það sem þeir eru að bera okkur í sínum forneskjulegu trogum og reynist árangurslítið, af því að þeir virðast ekki, frekar en Bakkabræðurnir fyrir norðan, hafa þá andlegu hæfileika sem þarf til að leysa vandamálin þannig að samfélag okkar njóti birtu þeirra framfara sem öðrum hafa reynst vel. Flestir sæmilega skynsamir menn sjá hvert svona innilokunarstefna leiðir okkur. Því þarf ekki að orðlengja þetta. En þótt við vitum að Evrópusambandsaðild leysi ekki öll okkar vandamál, þá er sterk von við hana bundin, einkum í utanríkis- og fjármálum, og því lýk ég þessari grein með hvatningarorðum sr. Matthíasar. Takið þau til ykkar hver og einn, Sigmundur Davíð, Bjarni og Gunnar Bragi:Opnaðu bæinn, inn með sól!Öllu gefur hún líf og skjól,Vekur blómin og gyllir grein,gerir hvern dropa eðalstein.Opnaðu bæinn.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun