Top Gear hitar upp Finnur Thorlacius skrifar 30. desember 2014 09:46 Nú um jólin var sýndur sérstakur jólaþáttur Top Gear í Bretlandi en í honum voru þremenningarnir Clarkson, May og Hammond á ferð í Argentínu að því er virðist með það markmið að eyðileggja þrjá gamla sportbíla. Sá þáttur var þó bara forleikur að 22. seríu þáttanna sem brátt verður sýndur. Í tilefni þess gerði BBC, framleiðandi þáttanna, þessa kynningarstiklu þar sem húmorinn ræður ferðinni sem fyrr. Í henni er kastljósinu beint að tilraunaökumanninum Stig og athöfnum hans í því fríi sem honum gafst á milli 21. gg 22. þáttaraðar. Hann virðist hafa dundað sér við að fara illa með Lamborghini Aventador sem hann leigir hjá bílaleigu og ekur um víða veröld og skilar svo í henglum. Einnig sést lítillega úr atriði nýju þáttaraðarinnar, þar sem Jaguar F-Type Coupe er tekinn til kostanna á prufuakstursbraut Top Gear í Dunsfold. Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Nú um jólin var sýndur sérstakur jólaþáttur Top Gear í Bretlandi en í honum voru þremenningarnir Clarkson, May og Hammond á ferð í Argentínu að því er virðist með það markmið að eyðileggja þrjá gamla sportbíla. Sá þáttur var þó bara forleikur að 22. seríu þáttanna sem brátt verður sýndur. Í tilefni þess gerði BBC, framleiðandi þáttanna, þessa kynningarstiklu þar sem húmorinn ræður ferðinni sem fyrr. Í henni er kastljósinu beint að tilraunaökumanninum Stig og athöfnum hans í því fríi sem honum gafst á milli 21. gg 22. þáttaraðar. Hann virðist hafa dundað sér við að fara illa með Lamborghini Aventador sem hann leigir hjá bílaleigu og ekur um víða veröld og skilar svo í henglum. Einnig sést lítillega úr atriði nýju þáttaraðarinnar, þar sem Jaguar F-Type Coupe er tekinn til kostanna á prufuakstursbraut Top Gear í Dunsfold.
Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent