Top Gear hitar upp Finnur Thorlacius skrifar 30. desember 2014 09:46 Nú um jólin var sýndur sérstakur jólaþáttur Top Gear í Bretlandi en í honum voru þremenningarnir Clarkson, May og Hammond á ferð í Argentínu að því er virðist með það markmið að eyðileggja þrjá gamla sportbíla. Sá þáttur var þó bara forleikur að 22. seríu þáttanna sem brátt verður sýndur. Í tilefni þess gerði BBC, framleiðandi þáttanna, þessa kynningarstiklu þar sem húmorinn ræður ferðinni sem fyrr. Í henni er kastljósinu beint að tilraunaökumanninum Stig og athöfnum hans í því fríi sem honum gafst á milli 21. gg 22. þáttaraðar. Hann virðist hafa dundað sér við að fara illa með Lamborghini Aventador sem hann leigir hjá bílaleigu og ekur um víða veröld og skilar svo í henglum. Einnig sést lítillega úr atriði nýju þáttaraðarinnar, þar sem Jaguar F-Type Coupe er tekinn til kostanna á prufuakstursbraut Top Gear í Dunsfold. Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent
Nú um jólin var sýndur sérstakur jólaþáttur Top Gear í Bretlandi en í honum voru þremenningarnir Clarkson, May og Hammond á ferð í Argentínu að því er virðist með það markmið að eyðileggja þrjá gamla sportbíla. Sá þáttur var þó bara forleikur að 22. seríu þáttanna sem brátt verður sýndur. Í tilefni þess gerði BBC, framleiðandi þáttanna, þessa kynningarstiklu þar sem húmorinn ræður ferðinni sem fyrr. Í henni er kastljósinu beint að tilraunaökumanninum Stig og athöfnum hans í því fríi sem honum gafst á milli 21. gg 22. þáttaraðar. Hann virðist hafa dundað sér við að fara illa með Lamborghini Aventador sem hann leigir hjá bílaleigu og ekur um víða veröld og skilar svo í henglum. Einnig sést lítillega úr atriði nýju þáttaraðarinnar, þar sem Jaguar F-Type Coupe er tekinn til kostanna á prufuakstursbraut Top Gear í Dunsfold.
Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent