Viðskipti innlent

Krónuverð í verslunum Kjarvals

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Ein af verslunum Kjarvals er á Hvolsvelli.
Ein af verslunum Kjarvals er á Hvolsvelli. Vísir/Magnús Hlynur
Sexhundruð vörunúmer hafa verið lækkuð í sex verslunum Kjarvals á Suðurlandi í samræmi við verð í verslunum Krónunnar. Á næstu vikum verða vörunúmerin komin í eitt þúsund.

 

„Við erum í sjálfum sér ekki að breyta Kjarval í Krónuna en erum samt að gera heilmiklar breytingar sem felast í því að allar mjólkurvörur eins og ostar og smjör og almennar mjólkurvörur verða á Krónuverði,“ segir Kristinn Skúlason, rekstrarstjóri Krónunnar.

„Nú þegar erum við að pakka fersku kjöti á Selfossi sem er á Krónuverði í allar verslanir Kjarvals. Við erum með um sexhundruð vörunúmer í dag á Krónuverði en markmið okkar er að vera með um eittþúsund vörunúmer á Krónuverði í verslunum Kjarvals á Suðurlandi. Þá ætlum við að bæta okkur talsvert í allri ferskri vöru s.s. ávöxtum grænmeti, kjöti og hraðréttum.“

 

Verslanirnar eru á Kirkjubæjarklaustri, Vík í Mýrdal, Hvolsvelli, Hellu, Þorlákshöfn og í Vestmannaeyjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×