Loftið þarf að skipta um nafn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. desember 2014 14:04 Loftið í Austurstræti. Vísir/Anton Skemmtistaðurinn Loftið í Austurstræti þarf að finna sér nýtt nafn. Í úrskurði Neytendastofu kemur fram að fyrirtækið Boltabarinn ehf., sem rekur Loftið, hafi brotið lög um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu með heiti barsins. Neytendastofu barst kvörtun frá Farfuglar ses í september 2013 en Farfuglar reka farfuglaheimilið og barinn Loft Bar í Bankastræti. Bent var á að fyrirtækið ætti einkaleyfi á vörumerkjunum Loft og Loftbarinn. Í daglegu tali gangi farfuglaheimilið hins vegar undir nafninu Loftið. Þegar frést hafi af fyrirhugaðri opnun Loftsins í Austurstræti hafi verið haft samband við eiganda staðarins og hann varaður við notkun nafnsins. Sá hafi gefið lítið fyrir andmælin og viljað meina að „Loftið“ væri annað en „Loft“.Loft í Bankastræti.Vísir/AntonNafnið veldur ruglingshættu Í úrskurði Neytendastofu segir að ljóst sé að aðilar starfi á sama markaðssvæði enda báðir áfengisveitingastaðir auk þes að aðeins 300 metrar eru á milli staðanna. Þá sé mikil hljóðlíking með heitum staðanna þótt ákveðinn greinir skilji þar að. Greinirinn geti ekki verið úrslitaákvæði til aðgreiningar heitanna. Telur Neytendastofa að notkun Boltabarsins á heitinu Loft eða Loftið, þar með talið á léninu loftidbar.is, sé til þess fallin að valda ruglingshættu. Loftið í Austurstræti er nokkuð vinsæll staður í næturlífi borgarbúa. Þangað sækir allajafna fólk yfir þrítugu en krafist er snyrtilegs klæðaburðar af gestum. Þá hefur staðurinn komist í fréttirnar til dæmis vegna ósáttra gesta sem þurftu að yfirgefa borð sitt vegna frægari gestaog í ótengt skipti þar sem gestur var með húðflúr á handleggjum. Danfríður Árnadóttir, eigandi Loftsins, ræddi við Reykjavík síðdegis á sínum tíma í tilefni af uppákomunni með Gordon Ramsay. Hægt er að hlusta á upptökuna í spilaranum hér að neðan. Tengdar fréttir Deila um Loft í 101 "Það liggur fyrir að við erum með einkaleyfi á vörumerkinu Loft og það stendur. Við erum ekki búin að ákveða hversu hart við göngum fram til að sækja rétt okkar en við viljum eðli málsins samkvæmt halda nafninu fyrir okkur,“ segir Sigríður Ólafsdóttir, rekstrarstjóri Farfugla í Reykjavík sem eiga Loft Hostel í Bankastræti. Farfuglaheimilið opnaði fyrir skömmu og hefur að sögn Sigríðar einkarétt á nafninu "Loft“ innan veitingageirans. 23. maí 2013 06:00 Misstu borðið út af frægu fólki - útskýrði málið fyrir Gordon Ramsay "Þetta var mjög sérkennilegt, en starfsfólkið var fínt, þetta voru líklega einhverjir stjórnendur sem voru að misskilja,“ segir listakonan Herdís Stefáns sem var gert að víkja fyrir gæðakokkinum Gordon Ramsay síðasta laugardagskvöld. 2. júlí 2013 13:10 Hent út af Loftinu því hún er með húðflúr Fordómar gegn húðflúri virðast við lýði á Íslandi Berglind Jóhannesdóttir fékk að fjúka af veitingastað vegna þess að hún er með tattú á handleggjunum. 12. ágúst 2013 14:25 Liðinu á Loftinu leiddist ekki Loftið lounge bar hélt haustfögnuð föstudaginn 13. september og fagnaði tilkomu nýs eldhúss. 17. september 2013 14:15 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Skemmtistaðurinn Loftið í Austurstræti þarf að finna sér nýtt nafn. Í úrskurði Neytendastofu kemur fram að fyrirtækið Boltabarinn ehf., sem rekur Loftið, hafi brotið lög um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu með heiti barsins. Neytendastofu barst kvörtun frá Farfuglar ses í september 2013 en Farfuglar reka farfuglaheimilið og barinn Loft Bar í Bankastræti. Bent var á að fyrirtækið ætti einkaleyfi á vörumerkjunum Loft og Loftbarinn. Í daglegu tali gangi farfuglaheimilið hins vegar undir nafninu Loftið. Þegar frést hafi af fyrirhugaðri opnun Loftsins í Austurstræti hafi verið haft samband við eiganda staðarins og hann varaður við notkun nafnsins. Sá hafi gefið lítið fyrir andmælin og viljað meina að „Loftið“ væri annað en „Loft“.Loft í Bankastræti.Vísir/AntonNafnið veldur ruglingshættu Í úrskurði Neytendastofu segir að ljóst sé að aðilar starfi á sama markaðssvæði enda báðir áfengisveitingastaðir auk þes að aðeins 300 metrar eru á milli staðanna. Þá sé mikil hljóðlíking með heitum staðanna þótt ákveðinn greinir skilji þar að. Greinirinn geti ekki verið úrslitaákvæði til aðgreiningar heitanna. Telur Neytendastofa að notkun Boltabarsins á heitinu Loft eða Loftið, þar með talið á léninu loftidbar.is, sé til þess fallin að valda ruglingshættu. Loftið í Austurstræti er nokkuð vinsæll staður í næturlífi borgarbúa. Þangað sækir allajafna fólk yfir þrítugu en krafist er snyrtilegs klæðaburðar af gestum. Þá hefur staðurinn komist í fréttirnar til dæmis vegna ósáttra gesta sem þurftu að yfirgefa borð sitt vegna frægari gestaog í ótengt skipti þar sem gestur var með húðflúr á handleggjum. Danfríður Árnadóttir, eigandi Loftsins, ræddi við Reykjavík síðdegis á sínum tíma í tilefni af uppákomunni með Gordon Ramsay. Hægt er að hlusta á upptökuna í spilaranum hér að neðan.
Tengdar fréttir Deila um Loft í 101 "Það liggur fyrir að við erum með einkaleyfi á vörumerkinu Loft og það stendur. Við erum ekki búin að ákveða hversu hart við göngum fram til að sækja rétt okkar en við viljum eðli málsins samkvæmt halda nafninu fyrir okkur,“ segir Sigríður Ólafsdóttir, rekstrarstjóri Farfugla í Reykjavík sem eiga Loft Hostel í Bankastræti. Farfuglaheimilið opnaði fyrir skömmu og hefur að sögn Sigríðar einkarétt á nafninu "Loft“ innan veitingageirans. 23. maí 2013 06:00 Misstu borðið út af frægu fólki - útskýrði málið fyrir Gordon Ramsay "Þetta var mjög sérkennilegt, en starfsfólkið var fínt, þetta voru líklega einhverjir stjórnendur sem voru að misskilja,“ segir listakonan Herdís Stefáns sem var gert að víkja fyrir gæðakokkinum Gordon Ramsay síðasta laugardagskvöld. 2. júlí 2013 13:10 Hent út af Loftinu því hún er með húðflúr Fordómar gegn húðflúri virðast við lýði á Íslandi Berglind Jóhannesdóttir fékk að fjúka af veitingastað vegna þess að hún er með tattú á handleggjunum. 12. ágúst 2013 14:25 Liðinu á Loftinu leiddist ekki Loftið lounge bar hélt haustfögnuð föstudaginn 13. september og fagnaði tilkomu nýs eldhúss. 17. september 2013 14:15 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Deila um Loft í 101 "Það liggur fyrir að við erum með einkaleyfi á vörumerkinu Loft og það stendur. Við erum ekki búin að ákveða hversu hart við göngum fram til að sækja rétt okkar en við viljum eðli málsins samkvæmt halda nafninu fyrir okkur,“ segir Sigríður Ólafsdóttir, rekstrarstjóri Farfugla í Reykjavík sem eiga Loft Hostel í Bankastræti. Farfuglaheimilið opnaði fyrir skömmu og hefur að sögn Sigríðar einkarétt á nafninu "Loft“ innan veitingageirans. 23. maí 2013 06:00
Misstu borðið út af frægu fólki - útskýrði málið fyrir Gordon Ramsay "Þetta var mjög sérkennilegt, en starfsfólkið var fínt, þetta voru líklega einhverjir stjórnendur sem voru að misskilja,“ segir listakonan Herdís Stefáns sem var gert að víkja fyrir gæðakokkinum Gordon Ramsay síðasta laugardagskvöld. 2. júlí 2013 13:10
Hent út af Loftinu því hún er með húðflúr Fordómar gegn húðflúri virðast við lýði á Íslandi Berglind Jóhannesdóttir fékk að fjúka af veitingastað vegna þess að hún er með tattú á handleggjunum. 12. ágúst 2013 14:25
Liðinu á Loftinu leiddist ekki Loftið lounge bar hélt haustfögnuð föstudaginn 13. september og fagnaði tilkomu nýs eldhúss. 17. september 2013 14:15