Viðskipti innlent

Orkan lækkar verð á bensíni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Orkan hefur því lækkað verð á bensínlítranum um 44 krónur síðan í júní.
Orkan hefur því lækkað verð á bensínlítranum um 44 krónur síðan í júní. vísir/aðsend
Orkan hefur lækkað verð á bensínlítranum um þrjár krónur og dísil lítranum um tvær krónur. Kostar bensínlítrinn eftir lækkunina 206,50 kr./l og dísillítrinn 209,50 kr./l.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu en þar sem að verðlækkunin komi til vegna lækkunar á heimsmarkaðsverði á olíu og hefur Orkan því lækkað verð á bensínlítranum um 44 krónur síðan í júní eða tæp 18 prósent.

Verð á dísillítranum hefur lækkað um tæp 14 prósent á meðan Bandaríkjadollar hefur styrkst um rúmlega 11 prósent síðan í júní.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×