Viðskipti innlent

Flugmenn skrifa undir nýjan kjarasamning

Stefán Árni Pálsson skrifar
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair.
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair. vísir
Icelandair Group hf., Icelandair ehf. og Félag íslenskra atvinnuflugmanna hafa undirritað kjarasamning sem gildir til 30. september 2017 en þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair.

Samningurinn fer nú í kynningu og atkvæðagreiðslu hjá FÍA.

„Þessi nýi þriggja ára samningur við FÍA er, ef hann verður samþykktur, mikilvægt skref fyrir félagið. Með stöðugleika gefast tækifæri til áframhaldandi innri vaxtar,“ segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×