Hlutabréf í Tesla falla vegna lækkunar bensínsverðs Finnur Thorlacius skrifar 10. desember 2014 09:36 Verksmiðja Tesla í Kaliforníu. Hlutabréf í bandaríska rafmagnsbílaframleiðandanum Tesla lækkuðu talsvert í vikunni, en það eru nýmæli hvað varðar bréf þessa fyrirtækis. Síðustu 7 dagar eru þeir verstu hvað snertir verð í hlutabréfum í Tesla. Fóru bréf þess úr 255 dollurum á hlut niður í 206 dollara snemma í gær. Sú lækkun gekk þó örlítið til baka síðdegis og endaði í 216. Þessi lækkun er eingöngu rakin til lækkandi verðs á bensíni undanfarnar vikur og mánuði. Búist er við því að lágt verð á bensíni hvetji kaupendur nýrra bíla fremur til kaupa á bensín- og dísilbílum fremur en dýrari rafmagnsbílum. Spákaupmenn á bandaríska hlutabréfamarkaðnum hafa sumir spáð því að bréf í Tesla gætu lækkað hratt niður í 165 dollara á hlut. Oft hefur reyndar verið spáð lækkun á hlutabréfum í Tesla, en þau hafa einungis haft þá tilhneigingu að stíga hærra og hærra. Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent
Hlutabréf í bandaríska rafmagnsbílaframleiðandanum Tesla lækkuðu talsvert í vikunni, en það eru nýmæli hvað varðar bréf þessa fyrirtækis. Síðustu 7 dagar eru þeir verstu hvað snertir verð í hlutabréfum í Tesla. Fóru bréf þess úr 255 dollurum á hlut niður í 206 dollara snemma í gær. Sú lækkun gekk þó örlítið til baka síðdegis og endaði í 216. Þessi lækkun er eingöngu rakin til lækkandi verðs á bensíni undanfarnar vikur og mánuði. Búist er við því að lágt verð á bensíni hvetji kaupendur nýrra bíla fremur til kaupa á bensín- og dísilbílum fremur en dýrari rafmagnsbílum. Spákaupmenn á bandaríska hlutabréfamarkaðnum hafa sumir spáð því að bréf í Tesla gætu lækkað hratt niður í 165 dollara á hlut. Oft hefur reyndar verið spáð lækkun á hlutabréfum í Tesla, en þau hafa einungis haft þá tilhneigingu að stíga hærra og hærra.
Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent