Viðskipti innlent

Bensínverð lækkað um tæpar fjörutíu krónur síðan í sumar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Atlantsolía rekur nítján dælustöðvar víðs vegar um landið.
Atlantsolía rekur nítján dælustöðvar víðs vegar um landið. Vísir/Hari
Atlantsolía lækkar verð á bensíni og dísil í dag en nú kostar bensínlítrinn 212,60 og lækkar um fimm krónur.

Dísillítrinn kostar í dag 214,60 krónur og lækkar um fjórar krónur.

Um miðjan júní fór verðið í 251,50 og hefur því lækkað um tæpar 40 krónur.

Á ársgrunni nemur sú lækkun um 45 þúsund krónum fyrir meðal fjölskyldu eftir því sem kemur fram í tilkynningu frá Atlantsolíu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×