Viðskipti innlent

Sakaður um að svíkja nítján milljónir undan skatti

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Aðalmeðferð í málinu fer fram í Héraðsdómi Vesturlands í janúar.
Aðalmeðferð í málinu fer fram í Héraðsdómi Vesturlands í janúar. Vísir/GVA
Karlmaður á sextugsaldri á Vesturlandi sætir ákæru Sérstaks saksóknara fyrir meiriháttar brot á skattalögum. Maðurinn var stjórnarformaður í einkahlutafélaginu Leiksoppur Akraneskaupstaðar. Fyrirtækið var úrskurðað gjaldþrota haustið 2009.

Maðurinn er ákærður fyrir að hafa staðið skil á efnislega röngum virðisaukaskattsskýrslum og ekki hafa staðið skil á virðisaukaskatti einkahlutafélagsins á árunum 2005 til 2009. Heildarupphæðin er tæplega 19,5 milljónir króna. Maðurinn neitaði sök við þingfestingu málsins. Upphaflega voru synir mannsins einnig ákærðir en ákæran á hendur þeim var látin falla niður.

Aðalmeðferð í málinu fer fram í janúar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×