Arion banki vill kaupa lánasafn Íbúðalánasjóðs Þorbjörn Þórðarson skrifar 15. desember 2014 20:19 Arion banki hefur áhuga á að kaupa lánasafn Íbúðalánasjóðs og sameinaða það bankanum. Sala lánasafnsins er eitt af því sem stjórnvöld hafa haft til skoðunar en skattgreiðendur hafa þurft að greiða 50 milljarða króna með sjóðnum á síðustu árum. Í tölvupósti sem Sigurður Erlingsson forstjóri Íbúðalánasjóðs sendi viðskiptavini viðraði hann þann möguleika að lánasafn sjóðsins yrði selt sem möguleg lausn á vanda sjóðsins. Höskuldur Ólafsson bankastjóri Arion banka segir að bankinn hafi áhuga á að kaupa lánasafn Íbúðalánasjóðs. „Vandi Íbúðalánasjóðs er mikill og ef að Arion banki gæti komið að því að leysa úr þeim vanda til dæmis með því að kaupa lánasafn Íbúðalánasjóðs þá væri það jákvætt og yrði skoðað.“Hefurðu komið þessu á framfæri við félagsmála- og húsnæðismálaráðherra? „Við höfum ekki gert það neitt sérstaklega en ef tækifæri skapast þá munum við skoða það mjög alvarlega,“ segir Höskuldur. „Í fyrsta lagi hefur engin ákvörðun verið tekin um sölu lánasafnsins. Í annan stað eru skuldir sjóðsins óuppgreiðanlegar. Þannig ef það á að selja eignir sjóðsins þá verður að vera möguleiki á að greiða upp skuldir sjóðsins. Fyrst það er ekki hægt, eins og skilmálum er háttað í fjármögnun sjóðsins, þá verður uppgreiðslutjón og það verður að bæta það með einhverjum hætti,“ segir Sigurður Erlingsson forstjóri Íbúðalánasjóðs.Þyrfti þá ekki verðið að endurspegla ætlað vaxtatap sjóðsins? „Það verður að gera það ef ekki á að hljótast af tjón.“ Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra sagði í fréttum okkar á fimmtudag að ekki kæmi til greina að selja lánasafn Íbúðalánasjóðs á meðan ríkisábyrgð væri á skuldum sjóðsins. Það eru þó skiptar skoðanir um hvort ríkisábyrgðin áskuldabréfum Íbúðalánasjóðs sé yfirleitt til staðar. Daníel Isebarn Ágústsson hæstaréttarlögmaður telur t.d. að engin ríkisábyrgð sé á þessum skuldum því heimildin vegna ríkisábyrgðarinnar styðjist ekki við sett lög. Fjárlagaheimild fullnægi ekki áskilnaði stjórnarskrárinnar um sett lög. Sé þetta rétt gætu stjórnvöld látið á þetta reyna. Til dæmis ef sjóðurinn myndi hætta að standa við skuldbindingar sínar, þ.e. hætta að greiða af skuldbréfum sínum. Daníel telur að ríkissjóður yrði sýknaður í slíku máli væri fjárkröfu beint að honum vegna skuldbindinga sjóðsins þar sem ætluð ríkisábyrgð styðjist ekki við sett lög. Tengdar fréttir Þúsundir viðskiptavina fastir með lán sín Þúsundir viðskiptavina Íbúðalánasjóðs geta ekki greitt upp lán sín eða endurfjármagnað þau vegna uppgreiðslugjalds sem sjóðurinn gerir kröfu um sem hleypur á milljónum króna. Rætt hefur verið um að bankarnir taki yfir lánasafn sjóðsins. 11. desember 2014 20:23 Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Arion banki hefur áhuga á að kaupa lánasafn Íbúðalánasjóðs og sameinaða það bankanum. Sala lánasafnsins er eitt af því sem stjórnvöld hafa haft til skoðunar en skattgreiðendur hafa þurft að greiða 50 milljarða króna með sjóðnum á síðustu árum. Í tölvupósti sem Sigurður Erlingsson forstjóri Íbúðalánasjóðs sendi viðskiptavini viðraði hann þann möguleika að lánasafn sjóðsins yrði selt sem möguleg lausn á vanda sjóðsins. Höskuldur Ólafsson bankastjóri Arion banka segir að bankinn hafi áhuga á að kaupa lánasafn Íbúðalánasjóðs. „Vandi Íbúðalánasjóðs er mikill og ef að Arion banki gæti komið að því að leysa úr þeim vanda til dæmis með því að kaupa lánasafn Íbúðalánasjóðs þá væri það jákvætt og yrði skoðað.“Hefurðu komið þessu á framfæri við félagsmála- og húsnæðismálaráðherra? „Við höfum ekki gert það neitt sérstaklega en ef tækifæri skapast þá munum við skoða það mjög alvarlega,“ segir Höskuldur. „Í fyrsta lagi hefur engin ákvörðun verið tekin um sölu lánasafnsins. Í annan stað eru skuldir sjóðsins óuppgreiðanlegar. Þannig ef það á að selja eignir sjóðsins þá verður að vera möguleiki á að greiða upp skuldir sjóðsins. Fyrst það er ekki hægt, eins og skilmálum er háttað í fjármögnun sjóðsins, þá verður uppgreiðslutjón og það verður að bæta það með einhverjum hætti,“ segir Sigurður Erlingsson forstjóri Íbúðalánasjóðs.Þyrfti þá ekki verðið að endurspegla ætlað vaxtatap sjóðsins? „Það verður að gera það ef ekki á að hljótast af tjón.“ Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra sagði í fréttum okkar á fimmtudag að ekki kæmi til greina að selja lánasafn Íbúðalánasjóðs á meðan ríkisábyrgð væri á skuldum sjóðsins. Það eru þó skiptar skoðanir um hvort ríkisábyrgðin áskuldabréfum Íbúðalánasjóðs sé yfirleitt til staðar. Daníel Isebarn Ágústsson hæstaréttarlögmaður telur t.d. að engin ríkisábyrgð sé á þessum skuldum því heimildin vegna ríkisábyrgðarinnar styðjist ekki við sett lög. Fjárlagaheimild fullnægi ekki áskilnaði stjórnarskrárinnar um sett lög. Sé þetta rétt gætu stjórnvöld látið á þetta reyna. Til dæmis ef sjóðurinn myndi hætta að standa við skuldbindingar sínar, þ.e. hætta að greiða af skuldbréfum sínum. Daníel telur að ríkissjóður yrði sýknaður í slíku máli væri fjárkröfu beint að honum vegna skuldbindinga sjóðsins þar sem ætluð ríkisábyrgð styðjist ekki við sett lög.
Tengdar fréttir Þúsundir viðskiptavina fastir með lán sín Þúsundir viðskiptavina Íbúðalánasjóðs geta ekki greitt upp lán sín eða endurfjármagnað þau vegna uppgreiðslugjalds sem sjóðurinn gerir kröfu um sem hleypur á milljónum króna. Rætt hefur verið um að bankarnir taki yfir lánasafn sjóðsins. 11. desember 2014 20:23 Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Þúsundir viðskiptavina fastir með lán sín Þúsundir viðskiptavina Íbúðalánasjóðs geta ekki greitt upp lán sín eða endurfjármagnað þau vegna uppgreiðslugjalds sem sjóðurinn gerir kröfu um sem hleypur á milljónum króna. Rætt hefur verið um að bankarnir taki yfir lánasafn sjóðsins. 11. desember 2014 20:23
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent