Vöxtur í bílasölu í Evrópu 15. mánuðinn í röð Finnur Thorlacius skrifar 17. desember 2014 10:12 Volkswagen Golf, einn söluhæsti bíllinn í Evrópu. Bílasala jókst um 1% í nóvember í Evrópu og hefur bílasala nú vaxið í 15 mánuði í röð í álfunni. Bílasala á árinu hefur vaxið um 6% í Evrópu á árinu og búist er við 4-5% vexti á næsta ári. Renault jók söluna um 4% og 11% vöxtur Dacia, sem er í eigu Renault átti þar stærstan þátt. Hlutdeild Renault í Evrópu er nú 9,5%, en var 9,2% í fyrra. Volkswagen jók söluna um 3% í nóvember og þar hjálpaði einnig góð sala undirmerkisins Seat mikið til, en þar jókst salan um 10%. Nú er markaðshlutdeild Volkswagen bílafjölskyldunnar í Evrópu 26,7%, eða meira en fjórði hver bíll. Nissan ætti frábæran nóvembermánuð og jókst sala bíla þeirra um 19%, en sala Toyota jókst um 3%. Lúxusbílamerkin áttu einnig fínan mánuð og jókst sala Mercedes Benz um 10%, BMW um 9%, Volvo um 9% og Audi um 4%. Í þremur af stærstu bílasölulöndum Evrópu varð vöxtur, 17% á Spáni, 8% í Bretlandi og 5% á Ítalíu. Í Frakklandi minnkaði salan um 3% og um 2% í Þýskalandi. Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Bílasala jókst um 1% í nóvember í Evrópu og hefur bílasala nú vaxið í 15 mánuði í röð í álfunni. Bílasala á árinu hefur vaxið um 6% í Evrópu á árinu og búist er við 4-5% vexti á næsta ári. Renault jók söluna um 4% og 11% vöxtur Dacia, sem er í eigu Renault átti þar stærstan þátt. Hlutdeild Renault í Evrópu er nú 9,5%, en var 9,2% í fyrra. Volkswagen jók söluna um 3% í nóvember og þar hjálpaði einnig góð sala undirmerkisins Seat mikið til, en þar jókst salan um 10%. Nú er markaðshlutdeild Volkswagen bílafjölskyldunnar í Evrópu 26,7%, eða meira en fjórði hver bíll. Nissan ætti frábæran nóvembermánuð og jókst sala bíla þeirra um 19%, en sala Toyota jókst um 3%. Lúxusbílamerkin áttu einnig fínan mánuð og jókst sala Mercedes Benz um 10%, BMW um 9%, Volvo um 9% og Audi um 4%. Í þremur af stærstu bílasölulöndum Evrópu varð vöxtur, 17% á Spáni, 8% í Bretlandi og 5% á Ítalíu. Í Frakklandi minnkaði salan um 3% og um 2% í Þýskalandi.
Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira