Hlutfall launa tæplega 80 prósent af launakostnaði árið 2012 Stefán Árni Pálsson skrifar 17. desember 2014 10:27 vísir/getty Milli áranna 2008 og 2012 hefur samsetning launakostnaðar breyst og hlutfall annars launakostnaðar en launa aukist. Skýrist það helst af því að launagreiðslur í formi eingreiðslna lækkuðu og tryggingagjald hækkaði. Árið 2008 voru eingreiðslur 4,8% af launakostnaði en árið 2012 voru þær 2,4% og munar mest um breytingar á eingreiðslum í fjármálastarfsemi. Þá hækkaði hlutfall tryggingagjalds af launakostnaði úr 4,9% í 7,0% sem skýrist að mestu af breytingum á atvinnutryggingagjaldi sem er hluti af tryggingagjaldi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofu Íslands. Hlutfall annars launakostnaðar en launa var hæst í heilbrigðis- og félagsþjónustu eða 22,3% árið 2012 en lægst í byggingarstarfsemi eða 17,5%. Hátt hlutfall annars launakostnaðar í heilbrigðisþjónustu skýrist meðal annars af háu mótframlagi launagreiðenda í lífeyrissjóð og háu hlutfalli veikindafjarvista en veikindafjarvistir, sem hlutfall af launakostnaði, voru mestar í þeirri atvinnugrein. Í byggingarstarfsemi var minna um veikindi en í flestum öðrum atvinnugreinum. Launakostnaður á greidda stund var að meðaltali um 3.020 krónur árið 2012 sem er hækkun um 17,5% frá árinu 2008. Kostnaðurinn var lægstur í menningar-, íþrótta- og tómstundastarfsemi, eða um 2.320 krónur, en hæstur í fjármálastarfsemi, um 4.670 krónur á greidda stund. Hafa ber í huga að í einhverjum tilvikum geta vinnustundir verið vanmetnar, til dæmis þegar launamenn eru með fastlaunasamninga en slíkir samningar fela í sér að ekki er greitt sérstaklega fyrir tilfallandi yfirvinnu. Greiddar stundir innihalda allar greiddar fjarvistir, til dæmis vegna orlofs- og helgidaga og veikinda. Árið 2012 voru greiddar að meðaltali 1,24 stundir fyrir hverja unna vinnustund í þeim atvinnugreinum sem rannsóknin náði til. Þessar niðurstöður má finna í nýju hefti Hagtíðinda um launakostnað 2012. Þar má einnig finna upplýsingar eftir atvinnugrein um fjölda launamanna sem fengu greitt mótframlag í séreignasjóði og hlutfall fjarvista vegna veikinda af greiddum stundum. Í tilkynningunni segir að rannsóknin á launakostnaði á Íslandi byggi á niðurstöðum úr Labour Cost Survey sem er rannsókn sem Eurostat, hagstofa Evrópusambandsins, stendur fyrir og voru gögn fengin úr launarannsókn Hagstofu Íslands. Rannsóknin er framkvæmd á fjögurra ára fresti og er ætlað að veita upplýsingar um launakostnað og samsetningu hans í einstökum atvinnugreinum. Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Sjá meira
Milli áranna 2008 og 2012 hefur samsetning launakostnaðar breyst og hlutfall annars launakostnaðar en launa aukist. Skýrist það helst af því að launagreiðslur í formi eingreiðslna lækkuðu og tryggingagjald hækkaði. Árið 2008 voru eingreiðslur 4,8% af launakostnaði en árið 2012 voru þær 2,4% og munar mest um breytingar á eingreiðslum í fjármálastarfsemi. Þá hækkaði hlutfall tryggingagjalds af launakostnaði úr 4,9% í 7,0% sem skýrist að mestu af breytingum á atvinnutryggingagjaldi sem er hluti af tryggingagjaldi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofu Íslands. Hlutfall annars launakostnaðar en launa var hæst í heilbrigðis- og félagsþjónustu eða 22,3% árið 2012 en lægst í byggingarstarfsemi eða 17,5%. Hátt hlutfall annars launakostnaðar í heilbrigðisþjónustu skýrist meðal annars af háu mótframlagi launagreiðenda í lífeyrissjóð og háu hlutfalli veikindafjarvista en veikindafjarvistir, sem hlutfall af launakostnaði, voru mestar í þeirri atvinnugrein. Í byggingarstarfsemi var minna um veikindi en í flestum öðrum atvinnugreinum. Launakostnaður á greidda stund var að meðaltali um 3.020 krónur árið 2012 sem er hækkun um 17,5% frá árinu 2008. Kostnaðurinn var lægstur í menningar-, íþrótta- og tómstundastarfsemi, eða um 2.320 krónur, en hæstur í fjármálastarfsemi, um 4.670 krónur á greidda stund. Hafa ber í huga að í einhverjum tilvikum geta vinnustundir verið vanmetnar, til dæmis þegar launamenn eru með fastlaunasamninga en slíkir samningar fela í sér að ekki er greitt sérstaklega fyrir tilfallandi yfirvinnu. Greiddar stundir innihalda allar greiddar fjarvistir, til dæmis vegna orlofs- og helgidaga og veikinda. Árið 2012 voru greiddar að meðaltali 1,24 stundir fyrir hverja unna vinnustund í þeim atvinnugreinum sem rannsóknin náði til. Þessar niðurstöður má finna í nýju hefti Hagtíðinda um launakostnað 2012. Þar má einnig finna upplýsingar eftir atvinnugrein um fjölda launamanna sem fengu greitt mótframlag í séreignasjóði og hlutfall fjarvista vegna veikinda af greiddum stundum. Í tilkynningunni segir að rannsóknin á launakostnaði á Íslandi byggi á niðurstöðum úr Labour Cost Survey sem er rannsókn sem Eurostat, hagstofa Evrópusambandsins, stendur fyrir og voru gögn fengin úr launarannsókn Hagstofu Íslands. Rannsóknin er framkvæmd á fjögurra ára fresti og er ætlað að veita upplýsingar um launakostnað og samsetningu hans í einstökum atvinnugreinum.
Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent