700 kr fyrir að nota hraðbanka: "Viðkomandi ætti að sjálfsögðu að nota debetkort“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 17. desember 2014 10:31 "Fyrst og fremst skapast þessi kostnaður af því að þetta er í raun lán sem bankinn er að veita og þessi kostnaður er til að mæta vaxtakostnaði og áhættu sem lánveitingu fylgir,“ segir Kristján. „Viðkomandi ætti að sjálfsögðu að nota debetkort. Það er miklu ódýrara og betra fyrir hana og það gera langflestir,“ segir Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans.Vísir greindi frá því í gær að það hefði kostað íþróttakonuna Rögnu Ingólfsdóttur tæpar 700 krónur að taka fé út úr hraðbanka. Hún notaði kreditkort frá Landsbankanum til að taka út 20 þúsund krónur, en þóknunargjald bankans er 2,2 prósent. Þá leggst ofan á það 120 króna fastagjald. Alls voru þetta því tæpar 700 krónur, en þetta gjald er þó ekki nýtt af nálinni og hefur haldist óbreytt lengi að sögn Kristjáns.Kostnaðurinn mæti vaxtakostnaði og áhættu „Fyrst og fremst skapast þessi kostnaður af því að þetta er í raun lán sem bankinn er að veita og þessi kostnaður er til að mæta vaxtakostnaði og áhættu sem lánveitingu fylgir. Ef tekið er út af debetkorti þá er enginn vaxtakostnaður tengdur úttektinni, enda fer féð beint út af reikningi viðkomandi. Við ráðleggjum viðkomandi hiklaust að fara ódýrari leiðina og nota debetkortið,“ segir Kristján. Ragna hefur reglulega tekið fé út úr hraðbanka undanfarið ár og kom það henni verulega á óvart að sjá hversu kostnaðarsamt það hafi verið. Hún viðurkenndi þó að hafa ekki litið á verðskrá Landsbankans þar sem sjá má sundurliðað hversu mikill kostnaður það sé sem fylgi því að taka reiðufé út úr hraðbönkum. Henni finnst kostnaðurinn þó of hár og íhugar að skipta um viðskiptabanka.Ósátt við kostnaðinn „Mér finnst þetta alltof hár kostnaður. Ég er búin að gera þetta nokkuð oft og búið að kosta mig mikið síðasta árið, en framvegis reyni ég að taka út af debet eða jafnvel færi viðskipti mín til Íslandsbanka þar sem hann er mér nær,“ sagði Ragna í samtali við Vísi í gær. Líkt og Kristján segir er umtalsvert ódýrara að taka pening út af debetkorti. Viðskiptavinir Landsbankans geta tekið út af debetkorti þeim að kostnaðarlausu, sé það gert í hraðbanka Landsbankans. Sé það gert í hraðbönkum annarra banka kostar það um 150 krónur. Fram til ársins 2012 voru engin úttektargjöld af debetkortum í hraðbönkum landsins. Gjaldtaka hófst umrætt ár en bankarnir segja gjaldið renna í rekstur hraðbankakerfisins. Tengdar fréttir Rukkuð um 700 krónur fyrir að taka út úr hraðbanka Er 700 krónum fátækari eftir að hafa tekið úr öðrum en sínum viðskiptabanka. 16. desember 2014 15:47 Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira
„Viðkomandi ætti að sjálfsögðu að nota debetkort. Það er miklu ódýrara og betra fyrir hana og það gera langflestir,“ segir Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans.Vísir greindi frá því í gær að það hefði kostað íþróttakonuna Rögnu Ingólfsdóttur tæpar 700 krónur að taka fé út úr hraðbanka. Hún notaði kreditkort frá Landsbankanum til að taka út 20 þúsund krónur, en þóknunargjald bankans er 2,2 prósent. Þá leggst ofan á það 120 króna fastagjald. Alls voru þetta því tæpar 700 krónur, en þetta gjald er þó ekki nýtt af nálinni og hefur haldist óbreytt lengi að sögn Kristjáns.Kostnaðurinn mæti vaxtakostnaði og áhættu „Fyrst og fremst skapast þessi kostnaður af því að þetta er í raun lán sem bankinn er að veita og þessi kostnaður er til að mæta vaxtakostnaði og áhættu sem lánveitingu fylgir. Ef tekið er út af debetkorti þá er enginn vaxtakostnaður tengdur úttektinni, enda fer féð beint út af reikningi viðkomandi. Við ráðleggjum viðkomandi hiklaust að fara ódýrari leiðina og nota debetkortið,“ segir Kristján. Ragna hefur reglulega tekið fé út úr hraðbanka undanfarið ár og kom það henni verulega á óvart að sjá hversu kostnaðarsamt það hafi verið. Hún viðurkenndi þó að hafa ekki litið á verðskrá Landsbankans þar sem sjá má sundurliðað hversu mikill kostnaður það sé sem fylgi því að taka reiðufé út úr hraðbönkum. Henni finnst kostnaðurinn þó of hár og íhugar að skipta um viðskiptabanka.Ósátt við kostnaðinn „Mér finnst þetta alltof hár kostnaður. Ég er búin að gera þetta nokkuð oft og búið að kosta mig mikið síðasta árið, en framvegis reyni ég að taka út af debet eða jafnvel færi viðskipti mín til Íslandsbanka þar sem hann er mér nær,“ sagði Ragna í samtali við Vísi í gær. Líkt og Kristján segir er umtalsvert ódýrara að taka pening út af debetkorti. Viðskiptavinir Landsbankans geta tekið út af debetkorti þeim að kostnaðarlausu, sé það gert í hraðbanka Landsbankans. Sé það gert í hraðbönkum annarra banka kostar það um 150 krónur. Fram til ársins 2012 voru engin úttektargjöld af debetkortum í hraðbönkum landsins. Gjaldtaka hófst umrætt ár en bankarnir segja gjaldið renna í rekstur hraðbankakerfisins.
Tengdar fréttir Rukkuð um 700 krónur fyrir að taka út úr hraðbanka Er 700 krónum fátækari eftir að hafa tekið úr öðrum en sínum viðskiptabanka. 16. desember 2014 15:47 Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira
Rukkuð um 700 krónur fyrir að taka út úr hraðbanka Er 700 krónum fátækari eftir að hafa tekið úr öðrum en sínum viðskiptabanka. 16. desember 2014 15:47