700 kr fyrir að nota hraðbanka: "Viðkomandi ætti að sjálfsögðu að nota debetkort“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 17. desember 2014 10:31 "Fyrst og fremst skapast þessi kostnaður af því að þetta er í raun lán sem bankinn er að veita og þessi kostnaður er til að mæta vaxtakostnaði og áhættu sem lánveitingu fylgir,“ segir Kristján. „Viðkomandi ætti að sjálfsögðu að nota debetkort. Það er miklu ódýrara og betra fyrir hana og það gera langflestir,“ segir Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans.Vísir greindi frá því í gær að það hefði kostað íþróttakonuna Rögnu Ingólfsdóttur tæpar 700 krónur að taka fé út úr hraðbanka. Hún notaði kreditkort frá Landsbankanum til að taka út 20 þúsund krónur, en þóknunargjald bankans er 2,2 prósent. Þá leggst ofan á það 120 króna fastagjald. Alls voru þetta því tæpar 700 krónur, en þetta gjald er þó ekki nýtt af nálinni og hefur haldist óbreytt lengi að sögn Kristjáns.Kostnaðurinn mæti vaxtakostnaði og áhættu „Fyrst og fremst skapast þessi kostnaður af því að þetta er í raun lán sem bankinn er að veita og þessi kostnaður er til að mæta vaxtakostnaði og áhættu sem lánveitingu fylgir. Ef tekið er út af debetkorti þá er enginn vaxtakostnaður tengdur úttektinni, enda fer féð beint út af reikningi viðkomandi. Við ráðleggjum viðkomandi hiklaust að fara ódýrari leiðina og nota debetkortið,“ segir Kristján. Ragna hefur reglulega tekið fé út úr hraðbanka undanfarið ár og kom það henni verulega á óvart að sjá hversu kostnaðarsamt það hafi verið. Hún viðurkenndi þó að hafa ekki litið á verðskrá Landsbankans þar sem sjá má sundurliðað hversu mikill kostnaður það sé sem fylgi því að taka reiðufé út úr hraðbönkum. Henni finnst kostnaðurinn þó of hár og íhugar að skipta um viðskiptabanka.Ósátt við kostnaðinn „Mér finnst þetta alltof hár kostnaður. Ég er búin að gera þetta nokkuð oft og búið að kosta mig mikið síðasta árið, en framvegis reyni ég að taka út af debet eða jafnvel færi viðskipti mín til Íslandsbanka þar sem hann er mér nær,“ sagði Ragna í samtali við Vísi í gær. Líkt og Kristján segir er umtalsvert ódýrara að taka pening út af debetkorti. Viðskiptavinir Landsbankans geta tekið út af debetkorti þeim að kostnaðarlausu, sé það gert í hraðbanka Landsbankans. Sé það gert í hraðbönkum annarra banka kostar það um 150 krónur. Fram til ársins 2012 voru engin úttektargjöld af debetkortum í hraðbönkum landsins. Gjaldtaka hófst umrætt ár en bankarnir segja gjaldið renna í rekstur hraðbankakerfisins. Tengdar fréttir Rukkuð um 700 krónur fyrir að taka út úr hraðbanka Er 700 krónum fátækari eftir að hafa tekið úr öðrum en sínum viðskiptabanka. 16. desember 2014 15:47 Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
„Viðkomandi ætti að sjálfsögðu að nota debetkort. Það er miklu ódýrara og betra fyrir hana og það gera langflestir,“ segir Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans.Vísir greindi frá því í gær að það hefði kostað íþróttakonuna Rögnu Ingólfsdóttur tæpar 700 krónur að taka fé út úr hraðbanka. Hún notaði kreditkort frá Landsbankanum til að taka út 20 þúsund krónur, en þóknunargjald bankans er 2,2 prósent. Þá leggst ofan á það 120 króna fastagjald. Alls voru þetta því tæpar 700 krónur, en þetta gjald er þó ekki nýtt af nálinni og hefur haldist óbreytt lengi að sögn Kristjáns.Kostnaðurinn mæti vaxtakostnaði og áhættu „Fyrst og fremst skapast þessi kostnaður af því að þetta er í raun lán sem bankinn er að veita og þessi kostnaður er til að mæta vaxtakostnaði og áhættu sem lánveitingu fylgir. Ef tekið er út af debetkorti þá er enginn vaxtakostnaður tengdur úttektinni, enda fer féð beint út af reikningi viðkomandi. Við ráðleggjum viðkomandi hiklaust að fara ódýrari leiðina og nota debetkortið,“ segir Kristján. Ragna hefur reglulega tekið fé út úr hraðbanka undanfarið ár og kom það henni verulega á óvart að sjá hversu kostnaðarsamt það hafi verið. Hún viðurkenndi þó að hafa ekki litið á verðskrá Landsbankans þar sem sjá má sundurliðað hversu mikill kostnaður það sé sem fylgi því að taka reiðufé út úr hraðbönkum. Henni finnst kostnaðurinn þó of hár og íhugar að skipta um viðskiptabanka.Ósátt við kostnaðinn „Mér finnst þetta alltof hár kostnaður. Ég er búin að gera þetta nokkuð oft og búið að kosta mig mikið síðasta árið, en framvegis reyni ég að taka út af debet eða jafnvel færi viðskipti mín til Íslandsbanka þar sem hann er mér nær,“ sagði Ragna í samtali við Vísi í gær. Líkt og Kristján segir er umtalsvert ódýrara að taka pening út af debetkorti. Viðskiptavinir Landsbankans geta tekið út af debetkorti þeim að kostnaðarlausu, sé það gert í hraðbanka Landsbankans. Sé það gert í hraðbönkum annarra banka kostar það um 150 krónur. Fram til ársins 2012 voru engin úttektargjöld af debetkortum í hraðbönkum landsins. Gjaldtaka hófst umrætt ár en bankarnir segja gjaldið renna í rekstur hraðbankakerfisins.
Tengdar fréttir Rukkuð um 700 krónur fyrir að taka út úr hraðbanka Er 700 krónum fátækari eftir að hafa tekið úr öðrum en sínum viðskiptabanka. 16. desember 2014 15:47 Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
Rukkuð um 700 krónur fyrir að taka út úr hraðbanka Er 700 krónum fátækari eftir að hafa tekið úr öðrum en sínum viðskiptabanka. 16. desember 2014 15:47