Ford lokar verksmiðju í Belgíu Finnur Thorlacius skrifar 18. desember 2014 16:03 Ford Galaxy. Í verksmiðju Ford í Genk í Belgíu hefur nú verið framleiddur síðasti bíllinn í 50 ára sögu hennar. Þar voru alls framleiddir 14 milljón bílar. Ford ákvað árið 2012 að loka þessari verksmiðju og með lokun hennar og lokun verksmiðju Opel í Antwerpen árið 2010 eru aðeins tvær bílaverksmiðjur í Belgíu eftir, verksmiðja Audi í Brussel og Volvo í Gent. Í verksmiðju Ford í Genk unnu 4.000 manns, en talið er að um 11.800 störf tapist í Belgíu vegna lokunarinnar þar sem íhlutaframleiðendur þar þurfa einnig að segja upp fólki. Síðasti bíllinn sem rann af færiböndunum í Genk var af gerðinni Ford Galaxy og verður hann gefinn góðgerðarsamtökum. Ford mun næstu mánuði taka niður framleiðslulínur verksmiðjunnar og fá nokkur hundruð manns áfram vinnu við það starf. Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent
Í verksmiðju Ford í Genk í Belgíu hefur nú verið framleiddur síðasti bíllinn í 50 ára sögu hennar. Þar voru alls framleiddir 14 milljón bílar. Ford ákvað árið 2012 að loka þessari verksmiðju og með lokun hennar og lokun verksmiðju Opel í Antwerpen árið 2010 eru aðeins tvær bílaverksmiðjur í Belgíu eftir, verksmiðja Audi í Brussel og Volvo í Gent. Í verksmiðju Ford í Genk unnu 4.000 manns, en talið er að um 11.800 störf tapist í Belgíu vegna lokunarinnar þar sem íhlutaframleiðendur þar þurfa einnig að segja upp fólki. Síðasti bíllinn sem rann af færiböndunum í Genk var af gerðinni Ford Galaxy og verður hann gefinn góðgerðarsamtökum. Ford mun næstu mánuði taka niður framleiðslulínur verksmiðjunnar og fá nokkur hundruð manns áfram vinnu við það starf.
Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent