Svipmynd Markaðarins: Hittir átrúnaðargoðið Slash í Höllinni Haraldur Guðmundsson skrifar 1. desember 2014 09:30 Birgir Jónsson hefur einnig spilað með hljómsveitunum Stafrænn Hákon og XIII. Vísir/Ernir „Ég ætlaði svo sem aldrei að ráða mig í vinnu hér en svo sá ég þessa spennandi hluti sem eru í gangi og hitti þetta skemmtilega fólk og langaði þá að vera með,“ segir Birgir Jónsson, aðstoðarforstjóri Wow air. Birgir tók við starfinu í síðustu viku en hann hafði þá unnið hjá Wow sem ráðgjafi í tvo mánuði og sinnt verkefnum við endurskipulagningu og stefnumótun fyrirtækisins. „Í kjölfarið fór Skúli Mogensen að orða þetta starf við mig og ég hafði þá þann lúxus að ég þekkti innviði fyrirtækisins áður en ég tók ákvörðunina,“ segir Birgir. Hann hefur í nógu að snúast þessa dagana. Fyrir utan að sjá nú um daglegan rekstur flugfélagsins er Birgir trommari þungarokkshljómsveitarinnar Dimmu og fjögurra barna faðir. „Dimma er að spila á Græna hattinum á Akureyri um næstu helgi [síðustu helgi] og helgina eftir það eigum við að hita upp fyrir Slash í Laugardalshöllinni. Það er draumur að fá að hitta átrúnaðargoðið sem hefur verið í uppáhaldi síðan maður var lítill pjakkur.“ Birgir er með sveinspróf í prentun, háskólagráðu í rekstrarhagfræði og MBA-gráðu frá University of Westminster í Bretlandi sem hann lauk árið 2000. Það ár var Birgir ráðinn forstöðumaður netþróunar Íslandsbanka og árið 2001 tók hann við starfi svæðisstjóra Össurar hf. í Asíu. „Ég ferðaðist alveg svakalega mikið í því starfi og þetta voru mjög spennandi tímar hjá Össuri. Svo kom ég hingað til lands árið 2004 þegar ég var ráðinn forstjóri Iceland Express. Þar var ég í rúm tvö ár en flutti svo til Rúmeníu árið 2006 þegar ég varð forstjóri Infopress Group sem er ein stærsta prentsmiðja Austur-Evrópu með 1.300 starfsmenn og var í eigu Kvosar, móðurfélags Prentsmiðjunnar Odda,“ segir Birgir. Hann er giftur Lísu Ólafsdóttur, eiganda verslunarinnar Madison Ilmhús í Aðalstræti, en fjölskyldan var með annan fótinn í Rúmeníu í þau fjögur ár sem hann starfaði fyrir Kvos. „Síðan þá hef ég starfað sjálfstætt og meðal annars sinnt verkefnum fyrir Prentsmiðjuna Odda. Svo er alltaf nóg að gera í tónlistinni en hún er stór hluti af mínu lífi og frítíminn fer nánast allur í hana. Við í Dimmu höfum verið að spila nánast hverja einustu helgi, í á þriðja ár, og hljómsveitin hefur gefið út tvær stórar plötur, dvd-diska og fleira. Þetta er því lífsstíll fyrir mig og þar af leiðandi einnig fyrir fjölskylduna.“Arnar Þór MássonArnar Þór Másson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu „Biggi er snillingur og gleðimaður og við höfum brallað margt síðan við vorum samtíða í London fyrir um 20 árum. Hann er einstaklega vel giftur og við hjónin skemmtum okkur alltaf konunglega með þeim Lísu, gjarnan yfir góðum mat og drykk. Biggi er farsæll í því sem hann tekur sér fyrir hendur hvort sem það er uppgangur íslenskra fyrirtækja í Asíu og Austur-Evrópu eða að spila á trommur. Hann hefur lag á að ná til fólks og vinnur það á sitt band með einlægni og áhuga. Wow hefði ekki getað fengið betri mann til liðs við sig.“Jón Ómar ErlingssonJón Ómar Erlingsson, framkvæmdastjóri Prentsmiðjunnar Odda „Birgir er kraftmikill karakter með leiftrandi svartan húmor fyrir sjálfum sér og lífinu. Þessi húmor getur verið torskilinn fyrir styttra komna og ég hef oft séð Birgi beinlínis engjast af hlátri inni í sér meðan aðrir viðstaddir eru eitt stórt spurningarmerki. Undir kæruleysislegu og svölu yfirborðinu er Birgir skarpgreindur og hefur einstakan hæfileika til að lesa í fólk og aðstæður. Hann hefur opið hugarfar og víðsýni þess er víða hefur ratað og er fljótur að sjá stóru myndina þar sem aðrir sjá aðeins smáatriðin. Hann er ekkert að eyða of miklum tíma í hluti sem honum finnast ekki áhugaverðir en í þeim verkefnum sem hann hefur ástríðu fyrir er nákvæmlega ekkert sem stöðvar hann.“ Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
„Ég ætlaði svo sem aldrei að ráða mig í vinnu hér en svo sá ég þessa spennandi hluti sem eru í gangi og hitti þetta skemmtilega fólk og langaði þá að vera með,“ segir Birgir Jónsson, aðstoðarforstjóri Wow air. Birgir tók við starfinu í síðustu viku en hann hafði þá unnið hjá Wow sem ráðgjafi í tvo mánuði og sinnt verkefnum við endurskipulagningu og stefnumótun fyrirtækisins. „Í kjölfarið fór Skúli Mogensen að orða þetta starf við mig og ég hafði þá þann lúxus að ég þekkti innviði fyrirtækisins áður en ég tók ákvörðunina,“ segir Birgir. Hann hefur í nógu að snúast þessa dagana. Fyrir utan að sjá nú um daglegan rekstur flugfélagsins er Birgir trommari þungarokkshljómsveitarinnar Dimmu og fjögurra barna faðir. „Dimma er að spila á Græna hattinum á Akureyri um næstu helgi [síðustu helgi] og helgina eftir það eigum við að hita upp fyrir Slash í Laugardalshöllinni. Það er draumur að fá að hitta átrúnaðargoðið sem hefur verið í uppáhaldi síðan maður var lítill pjakkur.“ Birgir er með sveinspróf í prentun, háskólagráðu í rekstrarhagfræði og MBA-gráðu frá University of Westminster í Bretlandi sem hann lauk árið 2000. Það ár var Birgir ráðinn forstöðumaður netþróunar Íslandsbanka og árið 2001 tók hann við starfi svæðisstjóra Össurar hf. í Asíu. „Ég ferðaðist alveg svakalega mikið í því starfi og þetta voru mjög spennandi tímar hjá Össuri. Svo kom ég hingað til lands árið 2004 þegar ég var ráðinn forstjóri Iceland Express. Þar var ég í rúm tvö ár en flutti svo til Rúmeníu árið 2006 þegar ég varð forstjóri Infopress Group sem er ein stærsta prentsmiðja Austur-Evrópu með 1.300 starfsmenn og var í eigu Kvosar, móðurfélags Prentsmiðjunnar Odda,“ segir Birgir. Hann er giftur Lísu Ólafsdóttur, eiganda verslunarinnar Madison Ilmhús í Aðalstræti, en fjölskyldan var með annan fótinn í Rúmeníu í þau fjögur ár sem hann starfaði fyrir Kvos. „Síðan þá hef ég starfað sjálfstætt og meðal annars sinnt verkefnum fyrir Prentsmiðjuna Odda. Svo er alltaf nóg að gera í tónlistinni en hún er stór hluti af mínu lífi og frítíminn fer nánast allur í hana. Við í Dimmu höfum verið að spila nánast hverja einustu helgi, í á þriðja ár, og hljómsveitin hefur gefið út tvær stórar plötur, dvd-diska og fleira. Þetta er því lífsstíll fyrir mig og þar af leiðandi einnig fyrir fjölskylduna.“Arnar Þór MássonArnar Þór Másson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu „Biggi er snillingur og gleðimaður og við höfum brallað margt síðan við vorum samtíða í London fyrir um 20 árum. Hann er einstaklega vel giftur og við hjónin skemmtum okkur alltaf konunglega með þeim Lísu, gjarnan yfir góðum mat og drykk. Biggi er farsæll í því sem hann tekur sér fyrir hendur hvort sem það er uppgangur íslenskra fyrirtækja í Asíu og Austur-Evrópu eða að spila á trommur. Hann hefur lag á að ná til fólks og vinnur það á sitt band með einlægni og áhuga. Wow hefði ekki getað fengið betri mann til liðs við sig.“Jón Ómar ErlingssonJón Ómar Erlingsson, framkvæmdastjóri Prentsmiðjunnar Odda „Birgir er kraftmikill karakter með leiftrandi svartan húmor fyrir sjálfum sér og lífinu. Þessi húmor getur verið torskilinn fyrir styttra komna og ég hef oft séð Birgi beinlínis engjast af hlátri inni í sér meðan aðrir viðstaddir eru eitt stórt spurningarmerki. Undir kæruleysislegu og svölu yfirborðinu er Birgir skarpgreindur og hefur einstakan hæfileika til að lesa í fólk og aðstæður. Hann hefur opið hugarfar og víðsýni þess er víða hefur ratað og er fljótur að sjá stóru myndina þar sem aðrir sjá aðeins smáatriðin. Hann er ekkert að eyða of miklum tíma í hluti sem honum finnast ekki áhugaverðir en í þeim verkefnum sem hann hefur ástríðu fyrir er nákvæmlega ekkert sem stöðvar hann.“
Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira