Björgum við líka fífldjörfum? Valgerður Ófeigsdóttir, Hugrún Ester Sigurðardóttir og Ásgeir Þorgeirsson og Anna Spalevic skrifa 2. desember 2014 12:59 Dæmi eru um að ferðamenn, jafn vel vanir óbyggðum, komi til landsins og haldi á fjöll eða jökla án þess að gera sér grein fyrir aðstæðum hér eða ótryggri veðráttu og lendi því í bráðri hættu. Það ætlar engin að deyja eða hvað? Jú, þessu til viðbótar hefur leitum fjölgað að einstaklingum sem vilja enda líf sitt með einum eða öðrum hætti, láta sig hverfa. Í kaffispjalli landsmanna velta gjarnan upp spurningar svo sem “á að bjarga fífldjörfum túristum?”, sérstaklega þegar fréttir berast af ferðafólki sem hefur komið sér í vandræði án fyrirhyggju svo kalla þarf út hundruð björgunarsveitarmanna með tilheyrandi kostnaði og vinnutapi. Sitt sýnist hverjum og sleggjudómar falla. Sjórinn í kringum Ísland hefur tekið sinn toll þar sem margur sjómaður hefur dregið sinn síðasta andardrátt. Það var einmitt þess vegna sem skipulagt starf sjálfboðaliða með tilheyrandi þjálfun hófst í byrjun síðustu aldar og hefur vaxið og þróast æ síðan. Hætturnar leynast víða, til sjávar og sveita, fjalla og dala. Landhelgin hefur stækkað og síðan bættist lofthelgin við, þ.e. flugið í allri sinni dýrð. Áhugi á fjallamennsku og ferðum um viðsjárverðar slóðir hefur aukist jafnt að sumri sem vetri og ferðamönnum hefur fjölgað jafnt og þétt. Þetta leiðir af sér víðtækari og flóknari verkefni björgunarsveita og verulega aukningu útkalla vegna sportferðamennsku ýmis konar. Nú þegar tími flugeldasölunnar, einnar stærstu tekjulindar björgunarsveitanna fer í hönd má staldra við og spyrja áleitinna spurninga varðandi það til hvers tíma og peningum björgunarsveitanna er varið. Við gætum spurt: Komi ég mér í lífshættulegar aðstæður vísvitandi, á þá að bjarga mér? Við verðum að halda í þann skilning að öll mannslíf séu jafn verðmæt, annars erum við í vondum málum sem samfélag. Það má yfirfæra þetta á önnur svið þjóðlífsins, t.d. heilbrigðisgeirann. Vill fólk þá líka að reykingafólk, offitusjúklingar, fólk sem hreyfir sig ekki og borðar óhollt eða jafnvel bara fólk sem stundar íþróttir þar sem meiðsli eru algeng, eigi ekki rétt á heilbrigðisþjónustu? Ef við viljum á annað borð stunda björgunarstörf þá verður að ganga alla leið, þ.e. reyna að bjarga öllum. En þó þannig að aldrei megi setja björgunarfólk í aðstæður þar sem öryggi þess sé ógnað. Yfirleitt er gengið út frá þessari reglu í störfum viðbragðsaðila þó alls ekki sé hægt að fullyrða að alltaf sé farið eftir henni. Hvar liggja mörkin á milli þess að hegða sér heimskulega eða lenda óvart í aðstæðum sem þú ræður ekki við? Þarna er risastórt grátt svæði á milli; hver ætlar að dæma hvar línan liggur? Einnig er þekking á atvikum og aðstæðum oft þannig að ekki er vitað hvað gerðist raunverulega þegar björgunarleiðangur fer af stað og því engin leið að meta það hvort viðkomandi var sjálfum um að kenna. Sem dæmi má nefna að björgunarsveitir þurfa gjarnan að sækja vélarvana báta út á sjó sem reynast síðan vera olíulausir. Er það nóg til að sækja ekki viðkomandi? Síðan má spyrja sig í hversu mikla hættu björgunarmenn mega setja sig. Áleitið dæmi er þar sem björgunarmenn settu sig í hættu og björguðu dreng úr mjög þröngri, djúpri jökulsprungu. Drengnum var bjargað við erfiðar aðstæður og allir eru fegnir því. Við náttúruhamfarir eru spurningarnar enn áleitnari. Ástæða þess að svæðið í kringum eldgosið í Holuhrauni er lokað er m.a. sú að ef illa fer er ekki víst að mögulegt verði að senda björgunarmenn inn á svæðið hættunnar vegna. Björgunarmenn fara þó inn á ótrygg svæði til að huga að fólki og sækja á bæi vitandi það að náttúran getur verið óútreiknanleg þegar eldgos er annars vegar. Við vitum að björgunarsveitarfólkið okkar leggur allt annað til hliðar þegar kallið kemur og þá skiptir ekki máli hver er í vanda né heldur hvernig það gerðist. Í þessu sjálfboðastarfi björgunarsveitarmanna felast ómetanleg verðmæti fyrir okkur öll hvort sem við gerumst einhvern tíma fífldjörf eða ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Dæmi eru um að ferðamenn, jafn vel vanir óbyggðum, komi til landsins og haldi á fjöll eða jökla án þess að gera sér grein fyrir aðstæðum hér eða ótryggri veðráttu og lendi því í bráðri hættu. Það ætlar engin að deyja eða hvað? Jú, þessu til viðbótar hefur leitum fjölgað að einstaklingum sem vilja enda líf sitt með einum eða öðrum hætti, láta sig hverfa. Í kaffispjalli landsmanna velta gjarnan upp spurningar svo sem “á að bjarga fífldjörfum túristum?”, sérstaklega þegar fréttir berast af ferðafólki sem hefur komið sér í vandræði án fyrirhyggju svo kalla þarf út hundruð björgunarsveitarmanna með tilheyrandi kostnaði og vinnutapi. Sitt sýnist hverjum og sleggjudómar falla. Sjórinn í kringum Ísland hefur tekið sinn toll þar sem margur sjómaður hefur dregið sinn síðasta andardrátt. Það var einmitt þess vegna sem skipulagt starf sjálfboðaliða með tilheyrandi þjálfun hófst í byrjun síðustu aldar og hefur vaxið og þróast æ síðan. Hætturnar leynast víða, til sjávar og sveita, fjalla og dala. Landhelgin hefur stækkað og síðan bættist lofthelgin við, þ.e. flugið í allri sinni dýrð. Áhugi á fjallamennsku og ferðum um viðsjárverðar slóðir hefur aukist jafnt að sumri sem vetri og ferðamönnum hefur fjölgað jafnt og þétt. Þetta leiðir af sér víðtækari og flóknari verkefni björgunarsveita og verulega aukningu útkalla vegna sportferðamennsku ýmis konar. Nú þegar tími flugeldasölunnar, einnar stærstu tekjulindar björgunarsveitanna fer í hönd má staldra við og spyrja áleitinna spurninga varðandi það til hvers tíma og peningum björgunarsveitanna er varið. Við gætum spurt: Komi ég mér í lífshættulegar aðstæður vísvitandi, á þá að bjarga mér? Við verðum að halda í þann skilning að öll mannslíf séu jafn verðmæt, annars erum við í vondum málum sem samfélag. Það má yfirfæra þetta á önnur svið þjóðlífsins, t.d. heilbrigðisgeirann. Vill fólk þá líka að reykingafólk, offitusjúklingar, fólk sem hreyfir sig ekki og borðar óhollt eða jafnvel bara fólk sem stundar íþróttir þar sem meiðsli eru algeng, eigi ekki rétt á heilbrigðisþjónustu? Ef við viljum á annað borð stunda björgunarstörf þá verður að ganga alla leið, þ.e. reyna að bjarga öllum. En þó þannig að aldrei megi setja björgunarfólk í aðstæður þar sem öryggi þess sé ógnað. Yfirleitt er gengið út frá þessari reglu í störfum viðbragðsaðila þó alls ekki sé hægt að fullyrða að alltaf sé farið eftir henni. Hvar liggja mörkin á milli þess að hegða sér heimskulega eða lenda óvart í aðstæðum sem þú ræður ekki við? Þarna er risastórt grátt svæði á milli; hver ætlar að dæma hvar línan liggur? Einnig er þekking á atvikum og aðstæðum oft þannig að ekki er vitað hvað gerðist raunverulega þegar björgunarleiðangur fer af stað og því engin leið að meta það hvort viðkomandi var sjálfum um að kenna. Sem dæmi má nefna að björgunarsveitir þurfa gjarnan að sækja vélarvana báta út á sjó sem reynast síðan vera olíulausir. Er það nóg til að sækja ekki viðkomandi? Síðan má spyrja sig í hversu mikla hættu björgunarmenn mega setja sig. Áleitið dæmi er þar sem björgunarmenn settu sig í hættu og björguðu dreng úr mjög þröngri, djúpri jökulsprungu. Drengnum var bjargað við erfiðar aðstæður og allir eru fegnir því. Við náttúruhamfarir eru spurningarnar enn áleitnari. Ástæða þess að svæðið í kringum eldgosið í Holuhrauni er lokað er m.a. sú að ef illa fer er ekki víst að mögulegt verði að senda björgunarmenn inn á svæðið hættunnar vegna. Björgunarmenn fara þó inn á ótrygg svæði til að huga að fólki og sækja á bæi vitandi það að náttúran getur verið óútreiknanleg þegar eldgos er annars vegar. Við vitum að björgunarsveitarfólkið okkar leggur allt annað til hliðar þegar kallið kemur og þá skiptir ekki máli hver er í vanda né heldur hvernig það gerðist. Í þessu sjálfboðastarfi björgunarsveitarmanna felast ómetanleg verðmæti fyrir okkur öll hvort sem við gerumst einhvern tíma fífldjörf eða ekki.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar