Björgum við líka fífldjörfum? Valgerður Ófeigsdóttir, Hugrún Ester Sigurðardóttir og Ásgeir Þorgeirsson og Anna Spalevic skrifa 2. desember 2014 12:59 Dæmi eru um að ferðamenn, jafn vel vanir óbyggðum, komi til landsins og haldi á fjöll eða jökla án þess að gera sér grein fyrir aðstæðum hér eða ótryggri veðráttu og lendi því í bráðri hættu. Það ætlar engin að deyja eða hvað? Jú, þessu til viðbótar hefur leitum fjölgað að einstaklingum sem vilja enda líf sitt með einum eða öðrum hætti, láta sig hverfa. Í kaffispjalli landsmanna velta gjarnan upp spurningar svo sem “á að bjarga fífldjörfum túristum?”, sérstaklega þegar fréttir berast af ferðafólki sem hefur komið sér í vandræði án fyrirhyggju svo kalla þarf út hundruð björgunarsveitarmanna með tilheyrandi kostnaði og vinnutapi. Sitt sýnist hverjum og sleggjudómar falla. Sjórinn í kringum Ísland hefur tekið sinn toll þar sem margur sjómaður hefur dregið sinn síðasta andardrátt. Það var einmitt þess vegna sem skipulagt starf sjálfboðaliða með tilheyrandi þjálfun hófst í byrjun síðustu aldar og hefur vaxið og þróast æ síðan. Hætturnar leynast víða, til sjávar og sveita, fjalla og dala. Landhelgin hefur stækkað og síðan bættist lofthelgin við, þ.e. flugið í allri sinni dýrð. Áhugi á fjallamennsku og ferðum um viðsjárverðar slóðir hefur aukist jafnt að sumri sem vetri og ferðamönnum hefur fjölgað jafnt og þétt. Þetta leiðir af sér víðtækari og flóknari verkefni björgunarsveita og verulega aukningu útkalla vegna sportferðamennsku ýmis konar. Nú þegar tími flugeldasölunnar, einnar stærstu tekjulindar björgunarsveitanna fer í hönd má staldra við og spyrja áleitinna spurninga varðandi það til hvers tíma og peningum björgunarsveitanna er varið. Við gætum spurt: Komi ég mér í lífshættulegar aðstæður vísvitandi, á þá að bjarga mér? Við verðum að halda í þann skilning að öll mannslíf séu jafn verðmæt, annars erum við í vondum málum sem samfélag. Það má yfirfæra þetta á önnur svið þjóðlífsins, t.d. heilbrigðisgeirann. Vill fólk þá líka að reykingafólk, offitusjúklingar, fólk sem hreyfir sig ekki og borðar óhollt eða jafnvel bara fólk sem stundar íþróttir þar sem meiðsli eru algeng, eigi ekki rétt á heilbrigðisþjónustu? Ef við viljum á annað borð stunda björgunarstörf þá verður að ganga alla leið, þ.e. reyna að bjarga öllum. En þó þannig að aldrei megi setja björgunarfólk í aðstæður þar sem öryggi þess sé ógnað. Yfirleitt er gengið út frá þessari reglu í störfum viðbragðsaðila þó alls ekki sé hægt að fullyrða að alltaf sé farið eftir henni. Hvar liggja mörkin á milli þess að hegða sér heimskulega eða lenda óvart í aðstæðum sem þú ræður ekki við? Þarna er risastórt grátt svæði á milli; hver ætlar að dæma hvar línan liggur? Einnig er þekking á atvikum og aðstæðum oft þannig að ekki er vitað hvað gerðist raunverulega þegar björgunarleiðangur fer af stað og því engin leið að meta það hvort viðkomandi var sjálfum um að kenna. Sem dæmi má nefna að björgunarsveitir þurfa gjarnan að sækja vélarvana báta út á sjó sem reynast síðan vera olíulausir. Er það nóg til að sækja ekki viðkomandi? Síðan má spyrja sig í hversu mikla hættu björgunarmenn mega setja sig. Áleitið dæmi er þar sem björgunarmenn settu sig í hættu og björguðu dreng úr mjög þröngri, djúpri jökulsprungu. Drengnum var bjargað við erfiðar aðstæður og allir eru fegnir því. Við náttúruhamfarir eru spurningarnar enn áleitnari. Ástæða þess að svæðið í kringum eldgosið í Holuhrauni er lokað er m.a. sú að ef illa fer er ekki víst að mögulegt verði að senda björgunarmenn inn á svæðið hættunnar vegna. Björgunarmenn fara þó inn á ótrygg svæði til að huga að fólki og sækja á bæi vitandi það að náttúran getur verið óútreiknanleg þegar eldgos er annars vegar. Við vitum að björgunarsveitarfólkið okkar leggur allt annað til hliðar þegar kallið kemur og þá skiptir ekki máli hver er í vanda né heldur hvernig það gerðist. Í þessu sjálfboðastarfi björgunarsveitarmanna felast ómetanleg verðmæti fyrir okkur öll hvort sem við gerumst einhvern tíma fífldjörf eða ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Dæmi eru um að ferðamenn, jafn vel vanir óbyggðum, komi til landsins og haldi á fjöll eða jökla án þess að gera sér grein fyrir aðstæðum hér eða ótryggri veðráttu og lendi því í bráðri hættu. Það ætlar engin að deyja eða hvað? Jú, þessu til viðbótar hefur leitum fjölgað að einstaklingum sem vilja enda líf sitt með einum eða öðrum hætti, láta sig hverfa. Í kaffispjalli landsmanna velta gjarnan upp spurningar svo sem “á að bjarga fífldjörfum túristum?”, sérstaklega þegar fréttir berast af ferðafólki sem hefur komið sér í vandræði án fyrirhyggju svo kalla þarf út hundruð björgunarsveitarmanna með tilheyrandi kostnaði og vinnutapi. Sitt sýnist hverjum og sleggjudómar falla. Sjórinn í kringum Ísland hefur tekið sinn toll þar sem margur sjómaður hefur dregið sinn síðasta andardrátt. Það var einmitt þess vegna sem skipulagt starf sjálfboðaliða með tilheyrandi þjálfun hófst í byrjun síðustu aldar og hefur vaxið og þróast æ síðan. Hætturnar leynast víða, til sjávar og sveita, fjalla og dala. Landhelgin hefur stækkað og síðan bættist lofthelgin við, þ.e. flugið í allri sinni dýrð. Áhugi á fjallamennsku og ferðum um viðsjárverðar slóðir hefur aukist jafnt að sumri sem vetri og ferðamönnum hefur fjölgað jafnt og þétt. Þetta leiðir af sér víðtækari og flóknari verkefni björgunarsveita og verulega aukningu útkalla vegna sportferðamennsku ýmis konar. Nú þegar tími flugeldasölunnar, einnar stærstu tekjulindar björgunarsveitanna fer í hönd má staldra við og spyrja áleitinna spurninga varðandi það til hvers tíma og peningum björgunarsveitanna er varið. Við gætum spurt: Komi ég mér í lífshættulegar aðstæður vísvitandi, á þá að bjarga mér? Við verðum að halda í þann skilning að öll mannslíf séu jafn verðmæt, annars erum við í vondum málum sem samfélag. Það má yfirfæra þetta á önnur svið þjóðlífsins, t.d. heilbrigðisgeirann. Vill fólk þá líka að reykingafólk, offitusjúklingar, fólk sem hreyfir sig ekki og borðar óhollt eða jafnvel bara fólk sem stundar íþróttir þar sem meiðsli eru algeng, eigi ekki rétt á heilbrigðisþjónustu? Ef við viljum á annað borð stunda björgunarstörf þá verður að ganga alla leið, þ.e. reyna að bjarga öllum. En þó þannig að aldrei megi setja björgunarfólk í aðstæður þar sem öryggi þess sé ógnað. Yfirleitt er gengið út frá þessari reglu í störfum viðbragðsaðila þó alls ekki sé hægt að fullyrða að alltaf sé farið eftir henni. Hvar liggja mörkin á milli þess að hegða sér heimskulega eða lenda óvart í aðstæðum sem þú ræður ekki við? Þarna er risastórt grátt svæði á milli; hver ætlar að dæma hvar línan liggur? Einnig er þekking á atvikum og aðstæðum oft þannig að ekki er vitað hvað gerðist raunverulega þegar björgunarleiðangur fer af stað og því engin leið að meta það hvort viðkomandi var sjálfum um að kenna. Sem dæmi má nefna að björgunarsveitir þurfa gjarnan að sækja vélarvana báta út á sjó sem reynast síðan vera olíulausir. Er það nóg til að sækja ekki viðkomandi? Síðan má spyrja sig í hversu mikla hættu björgunarmenn mega setja sig. Áleitið dæmi er þar sem björgunarmenn settu sig í hættu og björguðu dreng úr mjög þröngri, djúpri jökulsprungu. Drengnum var bjargað við erfiðar aðstæður og allir eru fegnir því. Við náttúruhamfarir eru spurningarnar enn áleitnari. Ástæða þess að svæðið í kringum eldgosið í Holuhrauni er lokað er m.a. sú að ef illa fer er ekki víst að mögulegt verði að senda björgunarmenn inn á svæðið hættunnar vegna. Björgunarmenn fara þó inn á ótrygg svæði til að huga að fólki og sækja á bæi vitandi það að náttúran getur verið óútreiknanleg þegar eldgos er annars vegar. Við vitum að björgunarsveitarfólkið okkar leggur allt annað til hliðar þegar kallið kemur og þá skiptir ekki máli hver er í vanda né heldur hvernig það gerðist. Í þessu sjálfboðastarfi björgunarsveitarmanna felast ómetanleg verðmæti fyrir okkur öll hvort sem við gerumst einhvern tíma fífldjörf eða ekki.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar