Erlent

Netanayhu vill boða til kosninga

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Benjamin Netanayhu, forsætisráðherra Ísraels.
Benjamin Netanayhu, forsætisráðherra Ísraels. Vísir/Getty
Forsætisráðherra Ísraels, Benjamin Netanayhu, hefur rekið fjármála- og dómsmálaráðherra úr ríkisstjórn og lýst því yfir að hann vilji leysa upp þingið og boða til kosninga.

Þingkosningar eiga að vera í landinu eftir tvö ár en Netanyahu vill kosningar fyrr svo hann fái skýrt umboð frá kjósendum til að leiða ríkisstjórnina.

Netanyahu sagði að ráðherrarnir tveir sem hann rak, Yair Lapid og Tzipi Livni, hafi „ráðist harkalega“ á bæði hann sjálfan og samsteypustjórnina sem hann er í forsvari fyrir.

Miklar deilur hafa verið innan stjórnarinnar meðal annars vegna efnahagsmála og vegna frumvarps sem á að styrkja gyðingdóminn innan ísraelska ríkisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×