Viðskipti innlent

Enn lækkar eldsneytið

Atlantsolía rekur nítján dælustöðvar víðs vegar um landið.
Atlantsolía rekur nítján dælustöðvar víðs vegar um landið. Vísir/Hari
Orkan lækkaði verð á bensínlítra um þrjár krónur í morgun og dísillítrann um fjórar krónur og hefur Atlantsolía þegar fylgt í kjölfarið. Verð á bensínlítra og á lítra af gasolíu er nú það sama hjá þessum félögum, eða 220 krónur og 60 aurar.

Bensínverðið hefur þá lækkað um tæpar 32 krónur frá því sem það var hæst í sumar og hefði lækkað um 40 krónur, ef krónan hefði ekki veikst gagnvart dollar síðan þá, að sögn Atlantsolíu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×